Kviknar

Kviknar

Í hlaðvarpinu Kviknar fjallar Andrea Eyland um fæðingar frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga.

Fréttamynd

Erfitt tekjuár fyrir listamenn í Covid

Árið 2021 var mikið Covid ár og lítið um stórar samkomur, svo sem tónleika eða útihátíðir. Hafði þetta veruleg áhrif á tekjur margra listamanna. Tekjuhæsti listamaðurinn sem launþegi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Steinþór Birgisson, kvikmyndaklippari, en hann var með 2.051.000 krónur á mánuði.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Allar mömmur eiga að geta tekið á­kvörðun fyrir sitt barn

Þau Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Bollason kynntust fyrir þónokkrum árum og eru þau í dag trúlofuð og eiga saman börnin Ástrós Mettu og Nóa Hilmar. Þau Arna og Vignir hafa bæði mikla ástríðu fyrir því að hjálpa verðandi og nýbökuðum foreldrum, hvort á sínum vettvangi.

Lífið
Fréttamynd

Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast

Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð.

Lífið
Fréttamynd

„Konur sem eiga ekki í nein hús að venda“

„Ég áttaði mig ekki á því að þetta vandamál væri yfir höfuð á Íslandi, að konur gætu verið í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu á meðgöngu,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal

„Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu.

Lífið
Fréttamynd

„Þurfum ekki að heyra af nauðgunum, pyndingum eða mansali, við eigum bara að trúa“

Baráttukonurnar Sara og Elínborg eru sammála um það að börn eigi ekki að þurfa koma fram í fréttum og almenningur eigi ekki að þurfa heyra þjáningarsögur fólks til þess að trúa því hve alvarlegur flóttamannavandinn sé í heiminum. Talið er að ein af hverjum tíu konum sem séu á flótta í heiminum séu barnshafandi eða með ungabarn á brjósti.

Lífið
Fréttamynd

„Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu“

Björn Grétar Baldursson trúði því að hann gæti ekki gert mikið gagn fyrstu mánuðina í föðurhlutverkinu. Í dag segist hann vita að það sé kjaftæði og hvetur foreldra í þeirri stöðu til að nýta öll tækifæri til tengslamyndunar.

Lífið
Fréttamynd

Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum

„Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum.

Lífið
Fréttamynd

„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

„Mamma mín elskar bara litlu systur mína“

„Ég er fyrsta barnið hennar og hún upplifði aldrei nein tengsl við mig. Kom heim af fæðingardeilinni, lagði mig niður og fór inn í herbergi. Hún skipti sér ekkert af mér eftir það þangað til hún fór af heimilinu þegar ég var sjö ára,“ segir Aníta Da Silva í nýjasta hlaðvarpsþættinum Kviknar.

Lífið
Fréttamynd

Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út

„Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. 

Lífið
Fréttamynd

„Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin

„Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir.

Lífið