Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

Halla býður sig fram til for­seta

Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman.

Innlent
Fréttamynd

Virði lýð­ræðis

Hver á embætti forseta Íslands? Þjóðin. Hver getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands? Allir Íslendingar (einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt) sem náð hafa 35 ára aldri. Þetta er eina sjálfstæða, frjálsa og óháða embættið sem þjóðin á sameiginlega.

Skoðun
Fréttamynd

Baldur opin­berar á­kvörðun sína í næstu viku

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ætla að gefa upp ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð í næstu viku. Margir hafa hvatt Baldur til framboðs að undanförnu og er Baldur sagður hafa íhugað það alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Halla boðar til blaða­manna­fundar

Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri í hádeginu á morgun. Halla hefur að undanförnu verið orðuð við framboð til embættis forseta Íslands og má leiða líkur að því að hún komi á fundinum til með að tilkynna um framboð.

Innlent
Fréttamynd

Katrín noti mögu­lega orð­róm um forsetaframboð í pólitískri skák

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vöruð við því strax í upp­hafi að hún ætti ekki séns

Þóra Arnórsdóttir segist aldrei hafa gert ráð fyrir að ná kjöri sem forseti Íslands í kosningunum 2012, þar sem hún bauð sig fram á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta. Þóra ræddi hæðir og lægðir forsetaframboðs í Íslandi í dag í fyrradag.

Lífið
Fréttamynd

Semja sér­stakan for­seta­brag fyrir Katrínu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Einar Aðalsteinsson tónlistarmaður sömdu sérstakt lag um hugsanlegt og/eða væntanlegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sínum fyrsta hlaðvarpsþætti.

Lífið
Fréttamynd

Á­tján boða forsetaframboð

Meðal nýrra frambjóðenda er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari sem hefur vakið athygli fyrir ógnandi skilaboð til Hildar Lilliendahl.

Innlent
Fréttamynd

Engin sam­keppni, að­eins sam­staða

Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar.

Skoðun
Fréttamynd

Kosninga­maskína Baldurs ræsir vélarnar

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði virðist hafa undirbúið framboð sitt til forseta Íslands gaumgæfilega án þess þó að hafa tilkynnt um það formlega. Vel mannað kosningateymi gefur vísbendingar og fyrir liggur könnun sem ætti að gefa Baldri byr undir báða vængi.

Innlent
Fréttamynd

Munu leggja enn betur við hlustir

„Ég held að þetta verði að leiða til þess að við leggjum enn betur við hlustir.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor eftir fund hóps fólks sem kom saman í gærkvöldi til að hvetja Baldur til að bjóða sig fram til forseta í komandi kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Gunni hvetur Baldur og Felix fram

Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum.

Innlent
Fréttamynd

Katrín loðin í svörum um forsetaframboð

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag.

Innlent
Fréttamynd

Lýð­veldið Ís­land

Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr for­seta­fram­bjóðandi stígur fram

Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og sjálfstætt starfandi túlkur, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands fyrir forsetakosningarnar 2024.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Jóhann farðu fram!

Ólafur Jóhann Ólafsson er ekki bara snjall rithöfundur og farsæll sem stjórnandi í heimi skemmtiiðnaðarins í Ameríku heldur hefur hann alla helstu mannkosti sem prýða má forseta Íslands: Hann er hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Bashar Murad vill í for­seta­fram­boð

Bashar Murad hyggst gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, fái hann til þess stuðning hjá íslensku þjóðinni. Hann hefur þó hvorki aldur til framboðs né er hann íslenskur ríkisborgari.

Lífið