„Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“ Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. Innlent 24. janúar 2023 11:52
Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. Innlent 24. janúar 2023 11:20
Launavísitala hækkar um fjögur prósent milli mánaða Laun hækkuðu að jafnaði um fjögur prósent á milli mánaða í desember 2022 samkvæmt launavísitölu. Bráðabirgðamat gefur til kynna að laun starfsfólks á almennum vinnumarkaði hækkaði um 5,6 prósent milli mánaða. Viðskipti innlent 24. janúar 2023 10:21
Rök Eflingar Efling hefur farið fram á að njóta eigin samningsréttar og gera kjarasamning sem tekur mið af samsetningu hóps verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og þeim sérstöku aðstæðum sem það fólk býr við. Það á alltaf að vera markmið kjarasamninga fyrir láglaunafólk að launakjör dugi til framfærslu á því svæði sem fólkið lifir og starfar. Skoðun 23. janúar 2023 21:30
„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. Innlent 23. janúar 2023 17:32
Félagsmenn greiða atkvæði um verkfall á sjö hótelum í Reykjavík Kjörstjórn stéttarfélagsins Eflingar hefur auglýst almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á starfsstöðvum tveggja hótelrekanda. Atkvæðagreiðslan nær til sjö hótela sem öll eru staðsett í Reykjavík. Innlent 23. janúar 2023 14:21
Samninganefnd Eflingar fundaði og segir tilkynningu væntanlega Samninganefnd Eflingar fundar nú en búast má við að þar séu verkfallsboðanir ræddar. Innlent 22. janúar 2023 20:55
Verkafólk á Akureyri með hærri laun en í Reykjavík Launakjör verkafólks á Akureyri eru betri en í Reykjavík samkvæmt könnunum. Sérfræðingur hjá Eflingu segir kröfur félagsins um sérstaka framfærsluuppbót meira en sanngjarnar í ljósi hærri húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 21. janúar 2023 00:01
Ábending til stjórnar Starfsgreinasambandsins: Leysið hnútinn. Víkið óttanum frá SA Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Skoðun 20. janúar 2023 17:02
Boðar samningsaðila á fund en deilan enn stál í stál Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á fund klukkan 11 á þriðjudaginn í næstu viku. Innlent 20. janúar 2023 13:43
Afstöðu bankanna ekki haggað með rökum eða fortölum, segir formaður SFF Samninganefnd Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SFF, furðar sig á því að bankarnir telji sig geta sloppið minna en 6 prósenta aukningu launakostnaðar á meðan aðrar atvinnugreinar hafa horft upp á meira en 10 prósenta hækkun vegna nýrra kjarasamninga. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna sem sjá ekki fram á að ná árangri í viðræðunum „með rökum eða fortölum“. Innherji 20. janúar 2023 12:40
Yfirgnæfandi meirihluti blaðamanna samþykkti kjarasamning Rúmlega 98 prósent félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands greiddu atkvæði með samþykkt nýs skammtímakjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins. Af þeim sem voru á kjörskrá hjá Félagi fréttamanna greiddu rúmlega 96 prósent atkvæði með samþykkt samningsins. Innlent 19. janúar 2023 13:35
Forstjóri Haga: Höfum aldrei séð álíka verðhækkanir frá birgjum áður Smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup ásamt Olís, segir að allt síðasta ár hafi verðhækkanir frá birgjum og framleiðendum bæði verið „nokkuð tíðar og ansi miklar.“ Forstjóri félagsins vill ekki reyna að vekja upp innstæðulausar væntingar um hvenær verð taki að lækka á ný en hefur „enga trú á að við séum að fara sjá tveggja ára tímabil af þessari stöðu.“ Innherji 17. janúar 2023 07:00
Tafarlausar launahækkanir og viðræðuáætlun meðal forsenda fyrir skammtímasamningi Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Formaður BHM segir ríkið vilja leggja upp með skammtímasamning en til þess þurfi að uppfylla ákveðnar forsendur. Innlent 16. janúar 2023 12:00
Heppilegast að allir fái að kjósa um samninginn sem bauðst Gabríel Benjamin, fyrrverandi starfsmaður kjaramálasviðs Eflingar og fyrrverandi trúnaðarmaður starfsfólks, segist eiga erfitt með að sjá að það sé lýðræðislegt að ráðast í umfangsmiklar verkfallsaðgerðir fyrir skammtíma kjarasamning ef stjórnin hefur ekki fullt lýðræðislegt umboð til þess. Innlent 16. janúar 2023 06:38
Hefur litla trúa á lýðræðisást atvinnurekenda Formaður Eflingar segir vinnu við verkfallsboðun vera í gangi og hefur litla trú á lýðræðisást formanns Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni. Innlent 15. janúar 2023 22:31
„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki því að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. Innlent 15. janúar 2023 14:45
Aragrúi af fordæmum séu fyrir kröfum Eflingar Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum þar sem húsnæðiskostnaður er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu sé fordæmalaust en framfærsluuppbót sé það ekki. Innlent 15. janúar 2023 09:00
„Alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum“ Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 14. janúar 2023 14:29
Samsærið gegn Eflingu Vilhjálmur Birgisson,formaður starfsgreinasambandsins SGS, fór mikinn í fjölmiðlum þegar hann lýsti samningum sínum við samtök atvinnulífsins. Hann sagði þá vera svo fádæma árangursríka, að annað eins hefði ekki sést. Flestir glöddust yfir þessum einstaka árangri hans. Skoðun 13. janúar 2023 17:30
SA kom ekki nálægt samningum við verkfræðinga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að SA hafi ekki á nokkurn hátt komið að kjarasamningnum sem Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag byggingarfræðinga og Stéttarfélag tölvunarfræðinga gerðu í desember við FRV, félag ráðgjafarverkræðinga. Viðskipti innlent 13. janúar 2023 13:30
Verkfræðingar sömdu án launaþaks og bankamenn vilja það sama Ekkert launaþak var sett í kjarasamningi sem Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag byggingarfræðinga og Stéttarfélag tölvunarfræðinga gerði í desember við FRV félag Félag ráðgjafarverkræðinga. Viðskipti innlent 13. janúar 2023 07:30
Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. Innlent 12. janúar 2023 19:50
Segir félagsmenn Eflingar hringja í hrönnum til að reyna að flýja „Það eru glóandi línur hér,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún segir að margir tugir félagsmanna Eflingar hafi haft samband við Báruna í gær og í dag þar sem þeir leitast eftir því að skipta um stéttarfélag. Halldóra segir að sömu sögu sé að segja af stéttarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 12. janúar 2023 11:49
„Þetta verður erfitt“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ljóst að baráttan framundan hjá Eflingu verði erfið en hann sendir þeim stuðningskveðjur. Betri samningur Eflingar sé til hagsbóta fyrir önnur verkalýðsfélög. Innlent 11. janúar 2023 19:44
SA með helmingi stærri vinnudeilusjóð en Efling Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins, sem ætlað er að bæta félagsmönnum samtakanna upp það tap sem þeir verða fyrir á meðan verkföllum stendur, er umtalsvert stærri en vinnudeilusjóður Eflingar. Þetta má lesa úr síðustu ársskýrslum samtakanna. Innherji 11. janúar 2023 17:20
Telur enga ástæðu til að kalla SA og Eflingu til fundar Ríkissáttasemjari segist ekki ætla að boða samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund eins og staðan er núna. Ekkert bendi til að samtalið geti þokast áfram með því að nefndirnar hittist. Innlent 11. janúar 2023 12:00
Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ Innlent 11. janúar 2023 10:43
Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. Innlent 10. janúar 2023 19:21
Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. Innlent 10. janúar 2023 17:08