Aðför að réttindum launþega Birgir Dýrfjörð skrifar 27. janúar 2023 12:31 Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert. Og á móti skírði hann ýtarlega hvað Eflingarfólk fengi mikið fé ef það samþykkti samninginn. Þessi ræða hans átti að vera baunadiskurinn, sem Eflingu var boðinn fyrir samningsrétt sinn. Þó Eflingarfólki skorti fé, þá fór því ekki eins og Esaú, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Sáttasemjari ætlaði að hafa vit fyrir fákunnandi fólki, með því að svifta það sjálfsforræði yfir þeim einu verðmætum sem það á. Þau verðmæti eru líkamsstyrkur þess og vinnugeta og sjálfsvirðing. Óðagot og fum mannsins vakti athygli. Atkvæðagreiðslu um verkfall Eflingar var ekki lokið, hvað þá að verkfall hafi verið boðað. Samt stöðvar hann það, sem enginnn veit enn hvort verður, eða þá hvenær, - ætli hann stjórnist af dulrænum gáfum. Sáttasemjari hefur nú ekki lagt mikið á sig til fundahalda með samninganefnd Eflingar . Eini alvörufundurin var þegar aðilar hittust , og lýstu sínum kröfum,og báðir söðu þvert nei. Hvenær er fullreynt? Sáttasemjari sagði þá að fullreynt væri um samning. Sú ranga fullyrðing gefur tilefni til að rifja upp gamla reynslu. Árið 1957 var langt og harkalegt verkfall. Guðmundur „Jaki“ lýsti því verkfalli sem harkalegustu átökum, sem hann hafði lent í. Torfi Hjartarson, þrautreyndur sáttasemjari til margra ára, náði engu samkomulagi milli deiluaðila. Þá var Emil Jónsson, alþingismaður settur honum til aðstoðar. Emil fór í gamla slóð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem árið 1943 var félagsmálaráðherra. Hann leysti þá illvíg átök á vinnumarkaði með loforði um að sett yrðu lög um orlof verkafólks. Orlof Íslendinga í dag eru því árangur af átökum launafólks. Emil fór sömu leið og Stefán Jóhann. Með aðkomu Alþingis tókst honum að ná sátt í deilunni með fyrirheiti ríkisstjórnar um það, að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingu fyrir launþega. Í dag þarf ekki að skýra fyrir neinum, ómetanlegt gildi atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann varð til vegna samningsréttar og verkfalla stéttafélaganna. Torfi Hjartarson, Stefán Jóhann og Emil Jónsson, reyndu aldrei sem sáttasemjarar, að svifta samtök launþega samningsrétti sínum. Þeim hefði aldrei dottið í hug sú vanvirða, sem nú blasir við, - aldrei. Er nú ekki ráð, áður en öllu er kastað á haug, að kanna hvort ríkisvaldið hafi vilja til að koma að þessari deilu, t.d með lagasetningu sem dregur úr siðlausu okri á húsaleigumarkaði. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert. Og á móti skírði hann ýtarlega hvað Eflingarfólk fengi mikið fé ef það samþykkti samninginn. Þessi ræða hans átti að vera baunadiskurinn, sem Eflingu var boðinn fyrir samningsrétt sinn. Þó Eflingarfólki skorti fé, þá fór því ekki eins og Esaú, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Sáttasemjari ætlaði að hafa vit fyrir fákunnandi fólki, með því að svifta það sjálfsforræði yfir þeim einu verðmætum sem það á. Þau verðmæti eru líkamsstyrkur þess og vinnugeta og sjálfsvirðing. Óðagot og fum mannsins vakti athygli. Atkvæðagreiðslu um verkfall Eflingar var ekki lokið, hvað þá að verkfall hafi verið boðað. Samt stöðvar hann það, sem enginnn veit enn hvort verður, eða þá hvenær, - ætli hann stjórnist af dulrænum gáfum. Sáttasemjari hefur nú ekki lagt mikið á sig til fundahalda með samninganefnd Eflingar . Eini alvörufundurin var þegar aðilar hittust , og lýstu sínum kröfum,og báðir söðu þvert nei. Hvenær er fullreynt? Sáttasemjari sagði þá að fullreynt væri um samning. Sú ranga fullyrðing gefur tilefni til að rifja upp gamla reynslu. Árið 1957 var langt og harkalegt verkfall. Guðmundur „Jaki“ lýsti því verkfalli sem harkalegustu átökum, sem hann hafði lent í. Torfi Hjartarson, þrautreyndur sáttasemjari til margra ára, náði engu samkomulagi milli deiluaðila. Þá var Emil Jónsson, alþingismaður settur honum til aðstoðar. Emil fór í gamla slóð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem árið 1943 var félagsmálaráðherra. Hann leysti þá illvíg átök á vinnumarkaði með loforði um að sett yrðu lög um orlof verkafólks. Orlof Íslendinga í dag eru því árangur af átökum launafólks. Emil fór sömu leið og Stefán Jóhann. Með aðkomu Alþingis tókst honum að ná sátt í deilunni með fyrirheiti ríkisstjórnar um það, að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingu fyrir launþega. Í dag þarf ekki að skýra fyrir neinum, ómetanlegt gildi atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann varð til vegna samningsréttar og verkfalla stéttafélaganna. Torfi Hjartarson, Stefán Jóhann og Emil Jónsson, reyndu aldrei sem sáttasemjarar, að svifta samtök launþega samningsrétti sínum. Þeim hefði aldrei dottið í hug sú vanvirða, sem nú blasir við, - aldrei. Er nú ekki ráð, áður en öllu er kastað á haug, að kanna hvort ríkisvaldið hafi vilja til að koma að þessari deilu, t.d með lagasetningu sem dregur úr siðlausu okri á húsaleigumarkaði. Höfundur er rafvirki.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun