Aðför að réttindum launþega Birgir Dýrfjörð skrifar 27. janúar 2023 12:31 Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert. Og á móti skírði hann ýtarlega hvað Eflingarfólk fengi mikið fé ef það samþykkti samninginn. Þessi ræða hans átti að vera baunadiskurinn, sem Eflingu var boðinn fyrir samningsrétt sinn. Þó Eflingarfólki skorti fé, þá fór því ekki eins og Esaú, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Sáttasemjari ætlaði að hafa vit fyrir fákunnandi fólki, með því að svifta það sjálfsforræði yfir þeim einu verðmætum sem það á. Þau verðmæti eru líkamsstyrkur þess og vinnugeta og sjálfsvirðing. Óðagot og fum mannsins vakti athygli. Atkvæðagreiðslu um verkfall Eflingar var ekki lokið, hvað þá að verkfall hafi verið boðað. Samt stöðvar hann það, sem enginnn veit enn hvort verður, eða þá hvenær, - ætli hann stjórnist af dulrænum gáfum. Sáttasemjari hefur nú ekki lagt mikið á sig til fundahalda með samninganefnd Eflingar . Eini alvörufundurin var þegar aðilar hittust , og lýstu sínum kröfum,og báðir söðu þvert nei. Hvenær er fullreynt? Sáttasemjari sagði þá að fullreynt væri um samning. Sú ranga fullyrðing gefur tilefni til að rifja upp gamla reynslu. Árið 1957 var langt og harkalegt verkfall. Guðmundur „Jaki“ lýsti því verkfalli sem harkalegustu átökum, sem hann hafði lent í. Torfi Hjartarson, þrautreyndur sáttasemjari til margra ára, náði engu samkomulagi milli deiluaðila. Þá var Emil Jónsson, alþingismaður settur honum til aðstoðar. Emil fór í gamla slóð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem árið 1943 var félagsmálaráðherra. Hann leysti þá illvíg átök á vinnumarkaði með loforði um að sett yrðu lög um orlof verkafólks. Orlof Íslendinga í dag eru því árangur af átökum launafólks. Emil fór sömu leið og Stefán Jóhann. Með aðkomu Alþingis tókst honum að ná sátt í deilunni með fyrirheiti ríkisstjórnar um það, að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingu fyrir launþega. Í dag þarf ekki að skýra fyrir neinum, ómetanlegt gildi atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann varð til vegna samningsréttar og verkfalla stéttafélaganna. Torfi Hjartarson, Stefán Jóhann og Emil Jónsson, reyndu aldrei sem sáttasemjarar, að svifta samtök launþega samningsrétti sínum. Þeim hefði aldrei dottið í hug sú vanvirða, sem nú blasir við, - aldrei. Er nú ekki ráð, áður en öllu er kastað á haug, að kanna hvort ríkisvaldið hafi vilja til að koma að þessari deilu, t.d með lagasetningu sem dregur úr siðlausu okri á húsaleigumarkaði. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert. Og á móti skírði hann ýtarlega hvað Eflingarfólk fengi mikið fé ef það samþykkti samninginn. Þessi ræða hans átti að vera baunadiskurinn, sem Eflingu var boðinn fyrir samningsrétt sinn. Þó Eflingarfólki skorti fé, þá fór því ekki eins og Esaú, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Sáttasemjari ætlaði að hafa vit fyrir fákunnandi fólki, með því að svifta það sjálfsforræði yfir þeim einu verðmætum sem það á. Þau verðmæti eru líkamsstyrkur þess og vinnugeta og sjálfsvirðing. Óðagot og fum mannsins vakti athygli. Atkvæðagreiðslu um verkfall Eflingar var ekki lokið, hvað þá að verkfall hafi verið boðað. Samt stöðvar hann það, sem enginnn veit enn hvort verður, eða þá hvenær, - ætli hann stjórnist af dulrænum gáfum. Sáttasemjari hefur nú ekki lagt mikið á sig til fundahalda með samninganefnd Eflingar . Eini alvörufundurin var þegar aðilar hittust , og lýstu sínum kröfum,og báðir söðu þvert nei. Hvenær er fullreynt? Sáttasemjari sagði þá að fullreynt væri um samning. Sú ranga fullyrðing gefur tilefni til að rifja upp gamla reynslu. Árið 1957 var langt og harkalegt verkfall. Guðmundur „Jaki“ lýsti því verkfalli sem harkalegustu átökum, sem hann hafði lent í. Torfi Hjartarson, þrautreyndur sáttasemjari til margra ára, náði engu samkomulagi milli deiluaðila. Þá var Emil Jónsson, alþingismaður settur honum til aðstoðar. Emil fór í gamla slóð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem árið 1943 var félagsmálaráðherra. Hann leysti þá illvíg átök á vinnumarkaði með loforði um að sett yrðu lög um orlof verkafólks. Orlof Íslendinga í dag eru því árangur af átökum launafólks. Emil fór sömu leið og Stefán Jóhann. Með aðkomu Alþingis tókst honum að ná sátt í deilunni með fyrirheiti ríkisstjórnar um það, að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingu fyrir launþega. Í dag þarf ekki að skýra fyrir neinum, ómetanlegt gildi atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann varð til vegna samningsréttar og verkfalla stéttafélaganna. Torfi Hjartarson, Stefán Jóhann og Emil Jónsson, reyndu aldrei sem sáttasemjarar, að svifta samtök launþega samningsrétti sínum. Þeim hefði aldrei dottið í hug sú vanvirða, sem nú blasir við, - aldrei. Er nú ekki ráð, áður en öllu er kastað á haug, að kanna hvort ríkisvaldið hafi vilja til að koma að þessari deilu, t.d með lagasetningu sem dregur úr siðlausu okri á húsaleigumarkaði. Höfundur er rafvirki.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar