Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Draumurinn að fá tækifæri erlendis

Steinþór Freyr Þorsteinsson er leikmaður fyrstu sjö umferða Pepsi-deildar karla að mati blaðamanna Fréttablaðsins. Leikmönnum er gefin einkunn fyrir frammistöðu sína í hverjum leik og fékk Steinþór langhæstu meðaleinkunnina fyrir fyrsta þriðjung mótsins eða 7,57. Óvenjulegt er að leikmenn séu með yfir sjö í meðaleinkunn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steinþór og Bjarni bestir

Steinþór Freyr Þorsteinsson og Bjarni Jóhannsson, báðir úr Stjörnunni, voru í dag valdir besti leikmaður og besti þjálfari fyrstu sjö umferðanna í Pepsi-deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eitt af því fáa í lífinu sem ég sé virkilega eftir

„Ég veit ekki hvað ég var að spá. Þetta gerðist í einhverri bræði. Ég var ekki að reyna að hitta neinn, kastaði bara frá mér flöskunni í bræði,“ sagði Keflvíkingurinn Haraldur Bjarni Magnússon sem varð uppvís að því að kasta hálfs lítra kókflösku inn á KR-völlinn á sunnudagskvöld. Hún lenti rétt hjá KR-ingnum Prince Rajcomar.

Íslenski boltinn