Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Dragan: Frábær sigur fyrir Þór/KA

Dragan Stojanovic þjálfari Þórs/KA var vitanlega í skýjunum með sögulegan 2-1 sigur liðs síns gegn KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld en þetta var í fyrsta skiptið sem norðanstúlkur vinna KR í efstu deild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA vann KR á Akureyri

Lokaleikur níundu umferðar Pepsi-deildar kvenna í fótbolta lauk á Akureyri í kvöld þegar heimastúlkur í Þór/KA unnu góðan 2-1 sigur gegn KR en bein textalýsing frá leiknum var á heimasíðu Þórs.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Jóh.: Engar áhyggjur af framhaldinu

„Mér fannst við koma miklu betur inn í leikinn en þeir. Áttum frumkvæðið lengi framan af fyrri hálfleik og það var synd að setja ekki eitt mark þá," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap hans manna gegn Blikum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH til Kasakstan

Það er varla hægt að segja að Íslandsmeistarar FH hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur aftur til Keflavíkur

Besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í fyrra, Guðmundur Steinarsson, snýr aftur í raðir Keflavíkur þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný þann 15. júlí. Þetta staðfestir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Víkurfréttir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Matthías Vilhjálmsson: Við erum góðir

„Ég fann mig vel í kvöld er að komast í toppstand. Liðið er líka að spila allt vel og við höfum ekki fengið á okkur mark núna í fjórum leikjum í röð. Það er líka aldrei leiðinlegt að skora," sagði FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson og glott við tönn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Oddsson: Buðum til veislu

„Fyrri hálfleikur var allt í lagi en það var slæmt að fá mark á sig á þessum tíma. Við buðum svo hreinlega til veislu í síðari hálfleik. Gáfum frá okkur boltann á vondum stöðum og seinni hálfleikurinn var alls ekki nógu góður," sagðu Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-0 tap hans manna gegn FH.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir Guðjónsson: Hefðum getað skorað fleiri mörk

„Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en boltinn gekk ekki nógu hratt á milli. Menn voru að nota of mikið af snertingum og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 4-0 sigur hans manna á Þrótti í kvöld.

Íslenski boltinn