Landsleikur gegn Suður-Afríku í október Frágengið er að íslenska landsliðið muni leika vináttulandsleik við Suður-Afríku á Laugardalsvelli þann 13. október. Frá þessu er greint á vefsíðu KSÍ. Íslenski boltinn 22. júlí 2009 09:14
Gunnleifur: Þetta kemur á endanum en getur tekið smá tíma Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. Sport 22. júlí 2009 07:00
1. deild: Fjarðabyggð í annað sætið - Ólsarar áfram á botninum Fjarðabyggð vann 1-0 sigur gegn Víkingi Ólafsvík á Eskifirði í kvöld í lokaleik 12. umferðar 1. deildar karla. Grétar Örn Ómarsson skoraði eina markið á lokakafla leiksins. Íslenski boltinn 21. júlí 2009 20:45
Gunnar: Loksins féllu hlutirnir með okkur Þróttur vann óvæntan og glæsilegan sigur á Breiðabliki í gær 4-0. Með sigrinum komst Þróttaraliðið úr botnsæti Pepsi-deildarinnar. Íslenski boltinn 21. júlí 2009 06:00
Auðun: Ánægður með að fá stig Auðun Helgason átti flottann leik í vörn Frammara og var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Ég er mjög ánægður með að fá stig út úr þessum leik, heði að sjálfsögðu viljað taka þrjú en ánægður með að taka eitt stig.“ Íslenski boltinn 20. júlí 2009 23:15
Ólafur Þórðarson: Stoltur að þjálfa þessa drengi Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis var að vonum sáttur eftir að sigurinn á Val í kvöld fleytti Fylki í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 22:50
Mwesigwa: Knattspyrna er stöðug áskorun Andrew Mwesigwa átti stjörnuleik í vörn Eyjamanna í kvöld og bjargaði því sem bjargað varð og var því í nokkuð góðu skapi í leikslok. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 22:49
Ólafur: Leikaðferð Þróttar gekk fullkomlega upp „Við vorum agalausir varnarlega,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að hans menn steinlágu óvænt fyrir Þrótturum í Pepsi-deildinni í kvöld. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 22:38
Reynir Leósson: Refsuðum þeim ekki Reynir Leósson varnarmaður Vals var að vonum svekktur í leikslok með að fá ekkert út úr leiknum gegn Fylki í kvöld. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 22:37
Umfjöllun: Þróttur burstaði Blika Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 22:05
Þróttarar unnu stórsigur gegn Blikum Þróttarar komust úr botnsæti Pepsi-deildar karla með glæsilegum 4-0 sigri gegn Breiðabliki á Valbjarnarvelli í kvöld en staðan var 2-0 í hálfleik. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 18:00
Ingvar Kale enn meiddur - Sigmar í markinu Sigmar Ingi Sigurðsson mun verja mark Breiðabliks í kvöld þegar liðið heimsækir Þrótt í Pepsi-deildinni en Fótbolti.net greinir frá þessu. Ingvar Kale meiddist í sigurleiknum gegn Grindavík á dögunum og er ekki klár í slaginn. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 15:06
Líklega síðasti leikur Jónasar Guðna fyrir KR á fimmtudag Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, er að öllum líkindum á leið til sænska liðsins Halmstad sem fylgst hefur náið með honum í nokkurn tíma. Jónas segist reikna með að búið verði að ganga frá málum fyrir kvöldmat. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 14:23
Atli: Má búast við að Arnar byrji í kvöld Þrír leikir verða í Pepsi-deild karla í kvöld. Þar á meðal er viðureign Vals og Fylkis á Hlíðarenda. Fylkir er í fjórða sæti og Valur er stigi á eftir. Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, býst við erfiðum leik. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 12:08
Þróttarar bæta við sig Þróttarar sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar hafa fengið tvo serbneska leikmenn úr röðum Njarðvíkinga. Það eru varnarmaðurinn Dusan Ivkovic og miðjumaðurinn Milos Tanasic. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 08:49
Umfjöllun: Frækinn sigur hjá Fylki gegn Val Fylkir skaust í þriðja sætið með góðum, 1-0, baráttusigri á Val í kvöld í leik þar sem fátt gerðist fyrr en 20 mínútur voru eftir. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 00:01
Umfjöllun: Jafntefli hjá ÍBV og Fram í Eyjum Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru eins og þær gerast bestar í Vestmannaeyjum í kvöld þegar Fram kom í heimsókn á Hásteinsvöllinn. Bæði lið börðust til síðasta blóðdropa í þessum leik sem endaði með 1-1 jafntefli. Íslenski boltinn 20. júlí 2009 00:01
Bjarni: Getum sjálfum okkur um kennt Þjálfarinn Bjarni Jóhannsson hjá Stjörnunni var eðlilega óhress með að tapa leiknum í kvöld eftir að hafa leitt 0-1 í hálfleik og átt hættulegri marktækifæri framan af leik en Grindavík. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 22:30
Kostic: Sagði strákunum að vera þolinmóðir Þjálfarinn Luca Kostic hjá Grindavík var eðlilega kátur í leikslok eftir 4-2 sigurinn gegn Stjörnunni á Grindavíkurvelli í kvöld. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 22:20
Umfjöllun: KR vann Fjölni eftir að hafa lent undir KR-ingar minnkuðu forystu FH í deildinni niður í tíu stig þegar þeir sóttu sigur í Grafarvoginn gegn Fjölni. Líkt og þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni unnu KR-ingar eftir að hafa lent undir. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 22:08
Guðmundur Reynir: Stigin sem skipta máli „Það er náttúrulega alltaf frábær tilfinning að spila fyrir KR," sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson sem lék í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir Vesturbæjarliðið þegar það vann 2-1 útisigur gegn Fjölni. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 22:00
Ásmundur: Hefði getað dottið okkar megin KR vann útisigur á Fjölni í kvöld 2-1. KR-ingar skoruðu sigurmarkið í seinni hálfleiknum en Fjölnismenn höfðu verið líklegri í hálfleiknum fram að því. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 21:53
Ólína hugsanlega frá í nokkrar vikur - tognaði á ökkla Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir meiddist í fyrri hálfleik í tapi íslenska kvennalandsliðsins fyrir Dönum í dag og varð að fara útaf á 36. mínútu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari vonar það besta en býst þó við að hún verði frá í einhverjar vikur. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 18:30
Sigurður Ragnar: Allt annað heldur en í leiknum við þær í mars Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, var alls ekki ósáttur við frammistöðu stelpnanna þrátt fyrir 1-2 tap á móti Dönum í vináttulandsleik í dag. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 17:15
Þrumur og eldingar fóru ekki vel í íslenska liðið Íslenska 19 ára landsliðið hefur lokið keppni á Evrópumótinu í Hvíta-Rússlandi eftir 0-4 tap á móti Englendingum í lokaleiknum. Enska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tólf mínútunum og hin tvö mörkin komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 16:15
Hver verður í 2. sæti Pepsi-deildar karla eftir leiki dagsins? Það fara tveir leikir fram í tólftu umferð Pepsi-deild karla í kvöld þar sem liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar verða í sviðsljósinu. KR er í 2. sæti og sækir Fjölni heima en Stjarnan, sem er í 4. sæti heimsækir Grindvíkinga. Báðir leikir hefjast klukkan 19.15. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 16:00
Stelpurnar töpuðu á móti Dönum - öll mörkin á fyrstu 12 mínútunum Íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-2 á móti Dönum í vináttulandsleik í Staines í Englandi í dag. Danir skoruðu bæði mörkin sín á fyrstu tólf mínútum leiksins en danska landsliðið er nú í sjötta sæti á Styrkleikalista FIFA yfir bestu kvennalandslið heims. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 15:30
Þetta var ekki umferð toppliðanna í 1. deildinni Spennan í 1. deild karla magnaðist mikið eftir leiki 12. umferðarinnar sem lauk í gær. Selfoss fékk tækifæri til að stórauka forskot sitt en örlög liðsins urðu svipuð að allra hinna liðanna í efstu sætunum. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 13:45
Stelpurnar lentu í umferðarteppu - leiknum seinkað Íslenska kvennalandsliðið tafðist í mikilli umferð á leiðinni á leikstað en stelpurnar áttu að mæta Dönum klukkan 13.00. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 13:18
Sigurður Ragnar breytir bara um markvörð fyrir Danaleikinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði liðsins frá sigurleiknum á móti Englandi á fimmtudaginn en stelpurnar okkar mæta Dönum í vináttulandsleik klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma. Íslenski boltinn 19. júlí 2009 11:00