Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Albert: Vorum óheppnir í dag

Albert Brynjar Ingason skoraði sitt sjöunda mark í Pepsi-deildinni þetta sumarið þegar Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Hauka á Vodafone-vellinum. Allt stefndi í að mark Alberts myndi duga til sigurs þegar Haukar jöfnuðu í uppbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Örgryte vill Bjarna Guðjónsson sem hefur lítinn áhuga

Samkvæmt heimildum Vísis voru forráðamenn sænska félagsins Örgryte á KR-vellinum í gær að fylgjast með Bjarna Guðjónssyni. Félagið hefur mikinn hug á að fá Bjarna, sem var frábær í leiknum í gær til sín, en ólíklegt er að hann hafi nokkurn áhuga á félaginu sem spilar í næst efstu deild í Svíþjóð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnleifur: Verðum að fara koma okkur niður á jörðina

„Það var allt annar bragur á þessu núna heldur en á móti Stjörnunni og að mínu mati vorum við betri aðilinn í þessum leik og áttum að klára þetta," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, eftir 1-1 jafntefli í vígsluleik gegn Keflvíkingum sem að spiluðu loks á sínum eigin heimavelli í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Sváfum á verðinum

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi verið erfitt að hafa lent snemma undir í leiknum gegn ÍBV í dag. Eyjamenn unnu að lokum 2-0 sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Jafnt í Vígslunni er presturinn blessaði völlinn

Það var þéttsetið á nýja Sparisjóðvellinum í kvöld þegar að Keflvíkingar vígðu nýja völlinn sinn og gátu loksins spilað sinn fyrsta alvöru heimaleik í sumar. Liðin sættust á jafntefli í þessum glæsilega vígsluleik en bæði lið fengu góð tækifæri til að gera útum leikinn. Það vakti athygli að fyrir leik birtist prestur á miðjum velli sem blessaði völlinn fyrir heimamenn.

Íslenski boltinn