Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Auðveldur sigur KR-inga á lánlausum Selfyssingum

KR-ingar byrja vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar því KR-liðið vann 3-0 sigur á Selfossi í kvöld í fyrsta deildarleiknum síðan að Loga Ólafssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins. Þetta var fyrsti sigur KR á nýliðum í sumar en liðið hafði fyrir leikinn aðeins fengið tvö stig út úr þremur leikjum við Hauka og Selfoss.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Viðar: Þeir aldrei líklegir til að ógna okkur

Atli Viðar Björnsson var í góðum gír þegar FH vann sannfærandi sigur á Haukum í Pepsi-deildinni í kvöld. „Ég held að það sé alveg ljóst að við vorum töluvert betri í þessum leik. Við ætluðum að mæta klárir og keyra yfir þá,“ sagði Atli en það eru orð að sönnu hjá honum.

Íslenski boltinn