Fimm af sex markahæstu starfa hjá 365 Fimm af sex markahæstu leikmönnum efstu deildar í knattspyrnu frá upphafi starfa innan vébanda 365 miðla. Íslenski boltinn 13. ágúst 2011 08:30
Fólk elskar að hata mig Eyjapeyinn Tryggvi Guðmundsson er aðeins fjórum mörkum frá því afreki að jafna met Inga Björns Albertssonar yfir flest skoruð mörk í efstu deild íslenska fótboltans frá upphafi. Kjartan Guðmundsson ræddi við hann um metið, ferilinn og framtíðina. Íslenski boltinn 13. ágúst 2011 08:00
Aðeins fjögur lið af ellefu hafa breytt silfri í gull KR og Þór Akureyri mætast í úrslitaleik Valtorsbikarsins á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. KR-ingar eru mættir í Laugardalinn annað árið í röð en Þór er komið þangað í fyrsta sinn. Íslenski boltinn 13. ágúst 2011 06:00
Ameobi: ÍA kemst upp í næsta leik Tomi Ameobi var hetja BÍ/Bolungarvíkur í kvöld er hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins á toppliði ÍA í 1. deildinni. Íslenski boltinn 12. ágúst 2011 22:58
Guðjón: ÍA má fagna síðar fyrir mér Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, segir að það hafi verið gaman að hans lið hafi verið það fyrsta til að vinna ÍA í 1. deildinni í sumar. Íslenski boltinn 12. ágúst 2011 22:49
Þórður: Ekki okkar dagur Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að sínir leikmenn hafi verið taugaóstyrkir þegar þeir töpuðu fyrir BÍ/Bolungarvík, 2-1, í 1. deildinni í kvöld. Íslenski boltinn 12. ágúst 2011 22:40
ÍA tapaði fyrir lærisveinum Guðjóns - fögnuðinum frestað Einhver bið verður á því að ÍA tryggir sér sæti í Pepsi-deildinni því að Skagamenn töpuðu óvænt fyrir BÍ/Bolungarvík á heimavelli, 2-1, í kvöld. Íslenski boltinn 12. ágúst 2011 18:15
Upphitunarmyndbönd stuðningsmanna KR og Þórs Mikil spenna er fyrir úrslitaleik KR og Þórs í Valitor-bikar karla í knattspyrnu á morgun. Stuðningsmenn beggja félaga hafa búið til skemmtileg upphitunarmyndbönd sem er vel þess virði að kíkja á. Íslenski boltinn 12. ágúst 2011 17:30
Keimlíkir - annar Þórsari en hinn KR-ingur Nafnarnir Arnar Logi Tómasson, KR-ingur, og Arnar Logi Viðarsson, Þórsari, hittust á Norðurálsmótinu á Akranesi fyrr í sumar. Þeir eru nauðalíkir í útliti, fæddir sama árið og í sama mánuðinum. Þeir eru áhugasamir um fótbolta þótt þeir styðji sitthvort liðið. Íslenski boltinn 12. ágúst 2011 15:30
Atli Sigurjónsson: Við erum vanir þessu Atli Sigurjónsson leikmaður Þórs gefur lítið fyrir að Akureyringar verði á nálum þegar þeir mæta KR í úrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu á morgun. Hann segir leikinn hljóta að vera stóra stund fyrir Akureyrarbæ. Íslenski boltinn 12. ágúst 2011 14:15
Skúli Jón: Ætla ekki að koma við leikmenn Þórs inni í teig Skúli Jón Friðgeirsson leikmaður KR segir bikarúrslitaleikinn í fyrra hafa verið matröð. Skúli, sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum, ætlar ekki að koma við leikmenn Þórs inni í vítateig KR. Íslenski boltinn 12. ágúst 2011 13:30
Á virkilega ekki að taka í taumana? Staða íslenska landsliðsins versnar enn eftir neyðarlegt 4-0 tap gegn Ungverjum í vikunni. KSÍ verður að grípa til aðgerða strax og hefja endurreisnarstarf. Ímynd A-landsliðs karla er í molum. Íslenski boltinn 12. ágúst 2011 08:00
Guðmundur leggur flest upp í Pepsi-deildinni Guðmundur Steinarsson hefur ekki skoraði í 805 mínútur í Pepsi-deildinni en hefur á sama tíma tekið forystuna á listanum yfir þá sem hafa átt flestar stoðsendingar. Guðmundur ætlar að bæta tvö félagsmet í næsta leik Keflavíkur. Íslenski boltinn 12. ágúst 2011 07:00
Andri með fernu fyrir Gróttu - dramatík í lokin í Breiðholtinu Grótta og KA bættu stöðu sína í fallbaráttu 1. deildar karla í kvöld en Leiknismenn urðu að horfa á eftir þremur stigum þegar Víkingar úr Ólafsvík skoruðu tvö mörk á þá á lokamínútunum og unnu 3-2 sigur. Þróttur og Selfoss töpuðu bæði stigum en HK hefur nú leikið sextán leiki án sigurs. Íslenski boltinn 11. ágúst 2011 21:02
Hannes Þ. Sigurðsson semur við Rússana FH-ingurinn Hannes Þ. Sigurðsson hefur samið við Spartak Nalchik í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hannes heldur utan á laugardaginn. Þetta kemur fram á fotbolti.net. Íslenski boltinn 11. ágúst 2011 18:15
KR-ingar í appelsínugulum búningum á laugardaginn - Valgeir dæmir Blaðamannafundur fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í dag fyrir bikarúrslitaleik Þórs og KR á laugardaginn. Á fundinum kom fram að Þórsarar spila í sínum hefðbundnu hvítu og rauðu búningum en KR-ingar verða í appelsínugulum varabúningum sínum. Íslenski boltinn 11. ágúst 2011 16:45
Heimir Hallgrímson fær UEFA Pro þjálfaragráðu Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla, hefur útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu. Heimir, sem starfar dagsdaglega sem tannlæknir, er áttundi Íslendingurinn til þess að útskrifast með gráðuna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 11. ágúst 2011 15:30
Þarf bara að finna heimilisfang á gáminn Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi. Fótbolti 11. ágúst 2011 07:30
Hversu langt getur liðið sokkið? Íslenska landsliðið í fótbolta beið afhroð í vináttulandsleik á móti Ungverjum í Búdapest í gærkvöldi en liðið steinlá 0-4 og hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ungverjar refsuðu íslensku strákunum fyrir mistökin og brutu á endanu Íslenski boltinn 11. ágúst 2011 06:00
Guðný Guðleif baðst persónulegrar afsökunar Guðný Guðleif Einarsdóttir, leikmaður FH, sem var dæmd í fjögurra leikja bann fyrir að skalla fyrrum samherja sinn úr Sindra, hefur sent frá sér yfirlýsingu ásamt Kvennaráði knattspyrnudeildar FH. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 22:55
Ólafur: Okkur var refsað grimmilega fyrir allt sem við gerðum illa Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, var allt annað en sáttur með tapleik íslenska landsliðsins í Ungverjalandi í kvöld. Íslenska liðið tapaði 0-4 fyrir Ungverjum og hefur aldrei tapað stærra undir hans stjórn. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 22:40
Niðurlæging í Búdapest Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 16:48
Ungverjar ekki með sitt sterkasta lið Sandor Egervari landsliðsþjálfari Ungverja hefur tilkynnt byrjunarlið Ungverja gegn Íslendingum í kvöld. Nokkra reynslumikla leikmenn vantar í lið heimamanna. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 13:00
Byrjunarlið Íslands-Birkir Bjarnason byrjar Ólafur Jóhanesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Ungverjum í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 10:25
Þorvaldur og Gunnar Helgi hættir hjá Víkingum í sumar Þorvaldur Sveinn Sveinsson leikmaður Víkings hefur leikið sinn síðasta leik með liðinu í sumar. Þorvaldur er á leiðinni í nám til San Francisco í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á Vikingur.net. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 09:55
Sjö stiga forskot Stjörnukvenna eftir sigur í Frostaskjóli - myndir Staða Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar karla er enn sterkari eftir leiki gærkvöldsins en Stjörnuliðið nýtti sér jafntefli Vals fyrir norðan vann 3-2 sigur á KR í Frostaskjóli og náði sjö stiga forskoti á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 08:30
Stelpurnar hafa sýnt okkur áhuga Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaðurinn hjá Stjörnunni, fór á kostum í 5-1 sigri Garðbæinga á Þór á sunnudaginn. Jesper skoraði eitt mark, lagði upp tvö og er leikmaður 14. umferðar að mati Fréttablaðsins. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 08:00
Sárt að þurfa að segja sig úr landsliðshópnum Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 07:00
Ólafur Jóhannesson: Þetta er mjög vitlaus umræða Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska liðið mætir Ungverjum í vináttulandsleik í Búdapest. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 06:30
19 ár frá síðasta sigri í Búdapest Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í vináttulandsleik á Ferenc Puskas-vellinum í Búdapest klukkan 17.45 í kvöld en þetta er í tíunda sinn sem þjóðirnar mætast á knattspyrnuvellinum. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 06:00