Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Lagerbäck valdi 36 leikmenn fyrir tvo leiki í febrúar

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið fyrstu landsliðshópa sína en hann tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Japan og Svartfjallaland sem fara fram 24. og 29. febrúar næstkomandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf

Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Brynjar Björn spilar með KR í sumar

Brynjar Björn Gunnarsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Reading í Englandi, hefur ákveðið að leika með Íslands- og bikarmeisturum KR í sumar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Samningur Brynjars Björns við Reading rennur út í vor.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gríðarháar sjónvarpstekjur

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram um næstu helgi og þar verður ársreikningur KSÍ lagður fram til samþykktar. Samkvæmt fjárhagsáætlun KSÍ fyrir rekstrarárið 2012 er gert ráð fyrir 777 milljónum í rekstrartekjur og rekstrargjöldum upp á rétt tæplega 714 milljónir króna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR-ingar skoruðu níu mörk gegn ÍR - sjáið mörkin

KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í dag með því að vinna 9-0 stórsigur á ÍR í Egilshöllinni. Framarar fara einnig í undanúrslitin þrátt fyrir að þeir gerðu bara jafntefli við Leikni en Breiðhyltingar hefðu með sigri farið áfram á kostnað KR-inga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásgeir Gunnar hættur hjá FH

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH en þetta kemur fram á Stuðningsmannasíðu félagsins. Ásgeir Gunnar sem verður 32 ára gamall í sumar hefur leikið með FH í áratug og spilað í ýmsum stöðum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristinn Freyr til Valsmanna

Kristinn Freyr Sigurðsson, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í dag fjögurra ára samning við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kosið um að fjölga um eina deild og breyta leikbönnum á ársþingi KSÍ

Breiðholtsfélögin Leiknir og KB annarsvegar og KF úr Fjallabyggð hinsvegar eiga athyglisverðustu tillögurnar fyrir 66. ársþing KSÍ sem verður haldið á Hilton Nordica Hótel 11. febrúar næstkomandi. Hér er um að ræða tillaga um að fjölga um eina deild og leyfa fleiri gul spjöld áður en menn fara í leikbann. Grindvíkingar vilja líka að ungt knattspyrnufólk verði ári lengur í yngri flokkum og að aldursskipting verði nær því sem er í gangi hjá landsliðunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingólfur samdi við Lyngby til 2015

Ingólfur Sigurðsson skrifaði í kvöld undir þriggja og hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, staðfesti það í samtali við Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kári æfir með ÍA

Kári Ársælsson, varnarmaður og fyrrum leikmaður Breiðabliks, er að æfa með ÍA þessa dagana og spilaði með liðinu gegn Keflavík í Fótbolti.net-mótinu á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Minning um Sigurstein Gíslason

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og fyrrum samherji Sigursteins Gíslasonar hjá ÍA og KR, hefur sett saman myndband í minningu Sigursteins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sveinbjörn Jónasson gengur til liðs við Fram

Markakóngur 1. deildar í knattspyrnu síðastliðið sumar, Sveinbjörn Jónasson, hefur gengið til liðs við Fram frá Þrótti Reykjavík. Sveinbjörn, sem verður 26 ára á árinu, skrifaði undir eins árs saming við Safamýrarliðið í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

David Winnie: Sigursteinn var frábær manneskja

David Winnie sem lék knattspyrnu með KR árin 1998 til 2000 segir að það hafi verið sárt að frétta af andláti fyrrverandi samherja síns Sigursteins Gíslasonar. Sem kunnugt er lést Sigursteinn í síðustu viku aðeins 43 ára eftir baráttu við krabbamein.

Íslenski boltinn