Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Valur vann í framlengingu

Öll lið úr Pepsi-deild kvenna nema Afturelding og Selfoss komust áfram í fjórðungsúrslit Borgunarbikars kvenna. Sex leikir fóru fram í 16-liða úrslitum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sendu KR-ingum löngutöng

Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gullkorn Þorvalds Örlygssonar

Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi þjálfara Fram, var heiðraður með sérstöku innslagi í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Þorvaldur hefur látið ýmis gullkorn falla í viðtölum eftir leiki Fram undanfarin ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markasyrpan úr 6. umferð

27 mörk voru skoruð í leikjunum sex í 6. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Það svarar til 4,5 marka að meðaltali í leik. Sannkölluð markaveisla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Risarnir mætast í Krikanum í kvöld

Sjöttu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Víkingar sækja Blika heim, Keflavík fær Fram í heimsókn en stórleikurinn er í Kaplakrika þar sem Íslandsmeistarar FH taka á móti toppliði KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólína lék allan leikinn í tapleik Chelsea

Íslenska landsliðskonan Ólína G. Viðarsdóttir var á sínum stað í vörn Chelsea sem tapaði 4-1 fyrir Everton á heimavelli í ensku kvennadeildinni í dag. Edda Garðarsdóttir var allan tímann á varamannabekk Chelsea í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Miðarnir rjúka út

Allt stefnir í að uppselt verði á landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni HM 2014 sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld.

Íslenski boltinn