Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Valur 3-5 Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli skrifar 9. júní 2013 00:01 Það var boðið upp á markaveislu á Þórsvelli í kvöld er Valur kom í heimsókn. Þórsarar voru afar gestrisnir og gáfu gestunum ódýr mörk sem fyrir vikið fóru heim með öll stigin. Fjörið fór snemma af stað en strax á fimmtu mínútu kom Arnar Sveinn Geirsson Val yfir eftir klaufagang í varnarleik Þórs þar sem Ármann Pétur Ævarsson og Hlynur Atli Magnússon virtust þvælast fyrir hvor öðrum. Markatalan var jafnvel nokkuð gegn gangi leiksins og enn versnaði hún fyrir heimamenn þegar Rúnar Már Sigurjónsson kom boltanum á ótrúlegan hátt í netið úr afar þröngu færi þegar rúmlega hálftími var liðin af leiknum. Rúnar fékk þá sendingu frá James Hurst og virtist ætla að senda fyrir rétt við endalínu þegar hann kom boltanum milli fóta Josh Wicks, markmanni Þórs, og í netið. Þórsarar vildu fá vítaspyrnu á 40. mínútu þegar Magnús Már Lúðvíksson virtist fara í bakið á Inga Frey Hilmarssyni en Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, var ekki sammála því. Hvorugu liði tókst að bæta við marki í fyrri hálfleiknum en nokkur hiti og pirringur gerði vart við sig eftir seinna mark Vals. Staðan því 0-2 þegar flautað var til hálfleiks. Eitthvað virtist hálfleiksræða Páls Viðars Gíslasonar hafa virkað því strax sjö mínútum eftir að seinni hálfeikurinn hófst hafði Janez Vrenko komið Þór á blað með laglegum skalla aukaspyrnu Mark Tubæk. Með þessu marki hófst ótrúlegur kafli í leiknum því strax tveimur mínútum seinna hafði Þórir Guðjónsson skorað með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inn sem varamaður. Tvö mörk á jafn mörgum mínútum er ekki eitthvað sem gerist daglega í fótboltanum en fjörið var rétt að byrja á Þórsvellinum. Þórsarar fengu víti rúmlega fimm mínútum síðar. Jóhann Þórhallson tók spyrnuna sem Fjalar Þorgeirsson varði vel. Spyrnan var ekki utarlega en hún var föst og Fjalar gerði vel að halda boltanum. Strax í kjölfarið skorar svo Kolbeinn Kárason eftir flotta fyrirgjöf James Hurst af hægri vængnum og Valsmenn komnir í vænlega stöðu, 1-4. Þremur mínútum seinna gerði svo Rúnar Már Sigurjónsson endanlega út um leikinn með skalla eftir skógarferð Josh Wicks í marki Þórs en hann hefur svo sannarlega átt betri leiki á sínum ferli. Heimamenn voru þó ekki alveg tilbúnir að gefast upp og eftir að venjulegur leiktími kláraðist skoraði Chukwudi Chijindu úr víti, það var svo Sveinn Elías Jónsson sem skoraði síðasta mark leiksins og lagaði stöðuna fyrir heimamenn rétt áður en leikurinn var flautaður af. Skemmtilegur endasprettur en sigurinn var þó aldrei í hættu, leikurinn endaði 3-5 og Valsmenn komu sér fyrir í efsta sætinu allavega rétt um stund.Páll Viðar: Það er mikið verk framundan "Það eru kannski fáir sem tengja [úrslitin] við gang leiksins. Við sköpuðum okkur fullt, fullt af færum sem er jákvætt en að fá á okkur fimm mörk er náttúrulega bara óásættanlegt svo fyrstu viðbrögð eru að maður er pínu orðlaus eftir þetta," sagði Páll. "Ef við hefðum nýtt færin eins vel og við gerðum í Fylkisleiknum þá hefðum við getað unnið þetta 11-5. Ég segi nú bara svona, við fengum á okkur fimm mörk og það er það sem ég hef áhyggjur af. Þó við hefðum skapað okkur mikið af færum þá er það á kostnað varnarleiksins. "Ég er ekki stoltur af því að láta hafa það eftir mér að liðið sé bara að spila sóknarleik eða bara varnarleik svo ég er að reyna að tengja þetta saman. Þannig að það er mikið verk framundan," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs í leikslok.Magnús: Þetta var frekar jafn leikur "Maður er hrikalega sáttur með að vinna hérna á Akureyri. Þetta er leikur sem var svolítið erfiður fyrir okkur því við vorum að missa menn í bönn og meiðsli sem við höfðum sloppið vel með í sumar og Þórsararnir á miklu skriði. Ég átti von á þeim sterkum eins og kom í ljós. Mér fannst svolítið skrítið í stöðunni 3-1, 4-1 og 5-1 að vera varla betri aðilinn á vellinum en svona er þetta stundum og þetta gekk upp hjá okkur," sagði Magnús. "Þeir voru að vinna öll föst leikatriði, þeir voru að vinna okkur í loftinu og við vorum að láta þá stríða okkur heilmikið. Í stöðunni 3-1, 4-1 og líka 5-1 þá horfði ég bara á aðstoðarþjálfarann minn og við vorum bara hissa sjálfir því þetta var ekkert 5-1 yfirburðir á vellinum, þetta var nú bara nokkuð jafn leikur fannst mér. "Auðvitað gerðum við vel, við vörðumst vel þrátt fyrir þessi færi sem þeir fengu, við náðum að koma í veg fyrir að þeir skoruðu og eins refsuðum við þeim, kláraðum vel og áttum góðar sóknir," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals í leikslok.James Hurst: Þetta var skrítið "Þetta var skrítið. Við komumst í 4-1 en enduðum í 5-3 og í lokin þá stóðum við okkur vel. Ég átti fínan leik í dag, það eru nokkur atriði í varnarleiknum sem ég þarf að skoða en fyrir utan það er ég nokkuð sáttur með mitt." sagði Hurst. "Völlurinn var ekki góður en maður getur fundið verri velli á Englandi, ég get fullvissað þig um það. Þetta var í lagi, okkur gekk vel að spila á þessu yfirborði og hann lítur verr út en hann í raun og veru er. "Að sjálfsögðu stefnir Valur á titilinn, ég barðist um titilinn síðast þegar ég var hér á Íslandi og ég get ekki séð af hverju við ættum ekki að geta barist um hann núna," sagði James Hurst, leikmaður Vals, sem átti stóran þátt í sigri liðsins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Það var boðið upp á markaveislu á Þórsvelli í kvöld er Valur kom í heimsókn. Þórsarar voru afar gestrisnir og gáfu gestunum ódýr mörk sem fyrir vikið fóru heim með öll stigin. Fjörið fór snemma af stað en strax á fimmtu mínútu kom Arnar Sveinn Geirsson Val yfir eftir klaufagang í varnarleik Þórs þar sem Ármann Pétur Ævarsson og Hlynur Atli Magnússon virtust þvælast fyrir hvor öðrum. Markatalan var jafnvel nokkuð gegn gangi leiksins og enn versnaði hún fyrir heimamenn þegar Rúnar Már Sigurjónsson kom boltanum á ótrúlegan hátt í netið úr afar þröngu færi þegar rúmlega hálftími var liðin af leiknum. Rúnar fékk þá sendingu frá James Hurst og virtist ætla að senda fyrir rétt við endalínu þegar hann kom boltanum milli fóta Josh Wicks, markmanni Þórs, og í netið. Þórsarar vildu fá vítaspyrnu á 40. mínútu þegar Magnús Már Lúðvíksson virtist fara í bakið á Inga Frey Hilmarssyni en Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, var ekki sammála því. Hvorugu liði tókst að bæta við marki í fyrri hálfleiknum en nokkur hiti og pirringur gerði vart við sig eftir seinna mark Vals. Staðan því 0-2 þegar flautað var til hálfleiks. Eitthvað virtist hálfleiksræða Páls Viðars Gíslasonar hafa virkað því strax sjö mínútum eftir að seinni hálfeikurinn hófst hafði Janez Vrenko komið Þór á blað með laglegum skalla aukaspyrnu Mark Tubæk. Með þessu marki hófst ótrúlegur kafli í leiknum því strax tveimur mínútum seinna hafði Þórir Guðjónsson skorað með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inn sem varamaður. Tvö mörk á jafn mörgum mínútum er ekki eitthvað sem gerist daglega í fótboltanum en fjörið var rétt að byrja á Þórsvellinum. Þórsarar fengu víti rúmlega fimm mínútum síðar. Jóhann Þórhallson tók spyrnuna sem Fjalar Þorgeirsson varði vel. Spyrnan var ekki utarlega en hún var föst og Fjalar gerði vel að halda boltanum. Strax í kjölfarið skorar svo Kolbeinn Kárason eftir flotta fyrirgjöf James Hurst af hægri vængnum og Valsmenn komnir í vænlega stöðu, 1-4. Þremur mínútum seinna gerði svo Rúnar Már Sigurjónsson endanlega út um leikinn með skalla eftir skógarferð Josh Wicks í marki Þórs en hann hefur svo sannarlega átt betri leiki á sínum ferli. Heimamenn voru þó ekki alveg tilbúnir að gefast upp og eftir að venjulegur leiktími kláraðist skoraði Chukwudi Chijindu úr víti, það var svo Sveinn Elías Jónsson sem skoraði síðasta mark leiksins og lagaði stöðuna fyrir heimamenn rétt áður en leikurinn var flautaður af. Skemmtilegur endasprettur en sigurinn var þó aldrei í hættu, leikurinn endaði 3-5 og Valsmenn komu sér fyrir í efsta sætinu allavega rétt um stund.Páll Viðar: Það er mikið verk framundan "Það eru kannski fáir sem tengja [úrslitin] við gang leiksins. Við sköpuðum okkur fullt, fullt af færum sem er jákvætt en að fá á okkur fimm mörk er náttúrulega bara óásættanlegt svo fyrstu viðbrögð eru að maður er pínu orðlaus eftir þetta," sagði Páll. "Ef við hefðum nýtt færin eins vel og við gerðum í Fylkisleiknum þá hefðum við getað unnið þetta 11-5. Ég segi nú bara svona, við fengum á okkur fimm mörk og það er það sem ég hef áhyggjur af. Þó við hefðum skapað okkur mikið af færum þá er það á kostnað varnarleiksins. "Ég er ekki stoltur af því að láta hafa það eftir mér að liðið sé bara að spila sóknarleik eða bara varnarleik svo ég er að reyna að tengja þetta saman. Þannig að það er mikið verk framundan," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs í leikslok.Magnús: Þetta var frekar jafn leikur "Maður er hrikalega sáttur með að vinna hérna á Akureyri. Þetta er leikur sem var svolítið erfiður fyrir okkur því við vorum að missa menn í bönn og meiðsli sem við höfðum sloppið vel með í sumar og Þórsararnir á miklu skriði. Ég átti von á þeim sterkum eins og kom í ljós. Mér fannst svolítið skrítið í stöðunni 3-1, 4-1 og 5-1 að vera varla betri aðilinn á vellinum en svona er þetta stundum og þetta gekk upp hjá okkur," sagði Magnús. "Þeir voru að vinna öll föst leikatriði, þeir voru að vinna okkur í loftinu og við vorum að láta þá stríða okkur heilmikið. Í stöðunni 3-1, 4-1 og líka 5-1 þá horfði ég bara á aðstoðarþjálfarann minn og við vorum bara hissa sjálfir því þetta var ekkert 5-1 yfirburðir á vellinum, þetta var nú bara nokkuð jafn leikur fannst mér. "Auðvitað gerðum við vel, við vörðumst vel þrátt fyrir þessi færi sem þeir fengu, við náðum að koma í veg fyrir að þeir skoruðu og eins refsuðum við þeim, kláraðum vel og áttum góðar sóknir," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals í leikslok.James Hurst: Þetta var skrítið "Þetta var skrítið. Við komumst í 4-1 en enduðum í 5-3 og í lokin þá stóðum við okkur vel. Ég átti fínan leik í dag, það eru nokkur atriði í varnarleiknum sem ég þarf að skoða en fyrir utan það er ég nokkuð sáttur með mitt." sagði Hurst. "Völlurinn var ekki góður en maður getur fundið verri velli á Englandi, ég get fullvissað þig um það. Þetta var í lagi, okkur gekk vel að spila á þessu yfirborði og hann lítur verr út en hann í raun og veru er. "Að sjálfsögðu stefnir Valur á titilinn, ég barðist um titilinn síðast þegar ég var hér á Íslandi og ég get ekki séð af hverju við ættum ekki að geta barist um hann núna," sagði James Hurst, leikmaður Vals, sem átti stóran þátt í sigri liðsins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira