Íslenski boltinn

Grindavík og Völsungur í beinni á netinu

Víkingur og Selfoss eru bæði að spila í dag.
Víkingur og Selfoss eru bæði að spila í dag.

Það er nóg að gerast í 1. deild karla í knattspyrnu í dag en leiknir verða einir fimm leikir.

Grindavík, Haukar og BÍ eiga öll möguleika á því að hrifsa toppsæti deildarinnar af Leikni sem skaust á toppinn með sigri á Þrótti.

Selfyssingar spila væntanlega fyrir framan fjölda fólks enda er bæjarhátíðin Kótilettan í fullum gangi á Selfossi.

Einn leikur er í beinni útsendingu á SportTV en það er leikur Grindavíkur og Völsungs en Húsvíkingar eru enn að leita eftir sínum fyrsta sigri í sumar.

Leikir dagsins:

14.00 Fjölnir - BÍ/Bolungarvík

14.00 Selfoss - Tindastóll

14.00 KA - Víkingur R.

16.00 Grindavík - Völsungur

16.00 KF - Haukar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×