Lögmaður Ballarin segir að víst sé unnið að samningum við Dulles-flugvöll Fulltrúar flugvallarinar séu spenntir fyrir því að hýsa heimahöfn WOW-air. Viðskipti innlent 26. júlí 2019 12:15
Flugmálayfirvöld kannast ekki við fullyrðingar Ballarin um WOW Air Bandaríska athafnakonan Ballarin hyggst endurreisa flugfélagið WOW Air í gegnum félagið US Aerospace Associates. Ballarin opinberaði áætlanir um veru flugfélagsins á Dulles flugvelli í viðtali við Viðskiptamoggann í gær og sagði þar frá fundum sínum með flugmálayfirvöldum þar í borg. Viðskipti innlent 25. júlí 2019 22:58
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. Viðskipti erlent 25. júlí 2019 10:31
Tregða í þróun flugfargjalda Væg hækkun fargjalda í sumar getur átt sér margar skýringar að sögn greinenda. Icelandair fari varlega í hækkanir, olíuverð hafi lækkað og fall WOW air hafi raskað verðmælingum. Minni samkeppni skili sér þó á endanum með hærri fargjöldum. Viðskipti innlent 25. júlí 2019 06:30
Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 24. júlí 2019 12:00
Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. Viðskipti innlent 24. júlí 2019 07:50
Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Innlent 23. júlí 2019 19:00
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. Innlent 22. júlí 2019 21:00
Framhaldið um WOW air líklega kynnt í þessari viku Isavia staðfesti í dag að fundur hefði verið haldinn fyrir helgi með kaupendum þrotabús WOW Air þar sem aðilar kynntu sig hvor fyrir öðrum. Viðskipti innlent 22. júlí 2019 18:30
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. Viðskipti innlent 22. júlí 2019 16:52
Vill sjá Icelandair gefa flugfarþegum afslátt sem ferðast með leiguflugvélum Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar. Innlent 20. júlí 2019 20:00
Forstjóri segir einfalt að réttlæta ákvarðanir Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar. Innlent 20. júlí 2019 07:15
Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Viðskipti innlent 19. júlí 2019 19:00
Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. Viðskipti innlent 19. júlí 2019 13:47
Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 19. júlí 2019 12:00
Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. Viðskipti innlent 19. júlí 2019 11:00
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. Viðskipti innlent 19. júlí 2019 09:54
Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Viðskipti innlent 18. júlí 2019 11:04
Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. Viðskipti innlent 17. júlí 2019 18:45
Isavia kærir til Landsréttar Isavia hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli ALC gegn fyrirtækinu til Landsréttar. Viðskipti innlent 17. júlí 2019 15:41
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Viðskipti innlent 17. júlí 2019 10:26
Berjaya greiðir um sjö milljarða fyrir hlutinn Kaupverð Berjaya á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum nam tæpum sjö milljörðum. Endurfjármagnar skuldir keðjunnar með allt að níu milljarða láni. Telur að markaður fyrir lúxushótel muni stækka. Viðskipti innlent 17. júlí 2019 06:00
Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. Viðskipti innlent 16. júlí 2019 12:00
Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Viðskipti innlent 15. júlí 2019 19:00
39 farþegar Icelandair komust ekki með frá Manchester 39 farþegar Icelandair sem áttu bókað flug með félaginu frá Manchester í dag komust ekki með þegar flugið fór frá Bretlandi þar sem ekki var pláss fyrir þá í vélinni. Innlent 15. júlí 2019 16:15
Forsvarsmenn WAB air búnir að sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn fyrirtækisins WAB Air eru búnir að sækja um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Viðskipti innlent 15. júlí 2019 15:15
Kaupendurnir sett sig í samband við einhverja af lykilstarfsmönnum WOW air Undirbúningur stendur yfir fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia seinna í vikunni að sögn lögmanns bandaríska fyrirtækisins sem hyggst endurvekja WOW air. Viðskipti innlent 15. júlí 2019 12:00
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. Viðskipti innlent 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. Viðskipti innlent 13. júlí 2019 19:06
Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Viðskipti innlent 13. júlí 2019 13:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent