Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2019 13:00 vísir/vilhelm Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Eins og fram hefur komið keypti bandarískt flugrekstarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt var að endurvekja lággjalda-flugrekstur á grunni WOW air. Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er en leiða má sterkar líkur að því að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group.Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Páll Ágúst Ólafsson, er lögmaður kaupandans, en hann hefur ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er. Þegar fréttastofa hafði samband við Oasis Aviation Group var vísað á Pál. Páll vill hvorki játa né neita að hann vinni fyrir Oasis Aviation Group. Samkvæmt vef fyrirtækisins sinnir það leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Eigandi þess, Mihelle Ballarin, hefur skrautlega forsögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana Amiru, eða prinsessu. Þá reyndi hún að vera lausnargjalsmiðlari þegar sómalískir sjóræningjar tóku áhafnir skipa í gíslingu. Til þess að fá flugrekstarleyfi á Íslandi þarf eignarhaldi að vera háttað með ákveðnum hætti samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þar segir að samanlagður eignarhluti erlendra aðila, sem eru heimilisfastir utan evrópska efnahagssvæðisins, í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi megi ekki vera meira en 49 %. Þannig er ljóst að Oasis Aviation Group getur ekki, á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi, orðið meirihlutaeigandi í WOW air. Þetta má einnig ráða af ákvæðum reglna evrópska efnahagssvæðisins. Þannig þyrfti annar aðili, innan svæðisins, einnig að eiga flugfélagið. Páll Ágúst segir í skriflegu svari til fréttastofu að umbjóðandi hans muni gera grein fyrir sér og viðskiptahugmyndum sínum þegar það sé tímabært. Markmið hans sé að halda áfram þeim lággjaldaflugrekstri sem WOW stóð fyrir og flúga til og frá Íslandi, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Eins og fram hefur komið keypti bandarískt flugrekstarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt var að endurvekja lággjalda-flugrekstur á grunni WOW air. Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er en leiða má sterkar líkur að því að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group.Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Páll Ágúst Ólafsson, er lögmaður kaupandans, en hann hefur ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er. Þegar fréttastofa hafði samband við Oasis Aviation Group var vísað á Pál. Páll vill hvorki játa né neita að hann vinni fyrir Oasis Aviation Group. Samkvæmt vef fyrirtækisins sinnir það leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Eigandi þess, Mihelle Ballarin, hefur skrautlega forsögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana Amiru, eða prinsessu. Þá reyndi hún að vera lausnargjalsmiðlari þegar sómalískir sjóræningjar tóku áhafnir skipa í gíslingu. Til þess að fá flugrekstarleyfi á Íslandi þarf eignarhaldi að vera háttað með ákveðnum hætti samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þar segir að samanlagður eignarhluti erlendra aðila, sem eru heimilisfastir utan evrópska efnahagssvæðisins, í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi megi ekki vera meira en 49 %. Þannig er ljóst að Oasis Aviation Group getur ekki, á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi, orðið meirihlutaeigandi í WOW air. Þetta má einnig ráða af ákvæðum reglna evrópska efnahagssvæðisins. Þannig þyrfti annar aðili, innan svæðisins, einnig að eiga flugfélagið. Páll Ágúst segir í skriflegu svari til fréttastofu að umbjóðandi hans muni gera grein fyrir sér og viðskiptahugmyndum sínum þegar það sé tímabært. Markmið hans sé að halda áfram þeim lággjaldaflugrekstri sem WOW stóð fyrir og flúga til og frá Íslandi, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15
Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30