Viðskipti innlent

Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Tveir aðilar vilja endurvekja lággjaldaflugfélag á grunni WOW air
Tveir aðilar vilja endurvekja lággjaldaflugfélag á grunni WOW air vísir/vilhelm
Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air.

Í skeyti frá Samgöngustofu til fréttstofu segir að það sé háð gæðum innsendra gagna hve langan tíma það taki að afgreiða umsóknina. Þá staðfestir stofnunin um umsókn um flugrekstrarleyfi hafi borist.

Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnandi WAB air sem áður stýrði hagdeild hjá WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að undirbúningur gengi mjög vel. Hann væri bjartsýnn á að allt gengi eftir þar sem buið væri að tryggja fjármögnun.

Fleiri virðast ætla sér að stofna lággjalda flugfélag. Bandarískur flugrekstraraðili, sem keypti allar rekstrartengdar eignir úr þrotabúi WOW air, undirbýr sig fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia.

Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er það bendir allt til þess að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group. 

Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, hefur enn ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er en þegar haft er samband við Oasis Aviation Group og erindið borið upp er vísað á Pál. Haft var eftir Páli í gær að í kjölfar fundanna yrði almenningi greint frá kaupendahópnum og helstu áformum hans.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
ORIGO
2,41
18
252.150
VIS
2,21
6
57.872
EIM
2,05
2
15.025

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
70
49.732
HAGA
-1,01
8
100.242
ARION
-0,79
23
160.956
MAREL
-0,68
12
30.098
LEQ
-0,43
2
5.475
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.