Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 19:06 Vincent Tan. Vísir/Getty Félagið Berjaya Property Ireland Limited og Icelandair Group hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til fjölmiðla. Berjaya Property Ireland Limited heyrir undir fyrirtækjasamstæðuna Berjaya Land Berhad sem skráð er á verðbréfamarkað í Malasíu. Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan. Auk þess er hann eigandi ráðandi hlutar í félaginu. Hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff, sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með um árabil. „Icelandair Hotels bjóða fjölbreytta gistimöguleika um land allt og er heildarfjöldi herbergjaframboðs félagsins 1.811. Að auki hyggst félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareitnum árið 2020. Tekjur Icelandair Hotels námu 97 milljónum USD árið 2018 og heildarfjöldi starfsmanna var 699,“ segir í tilkynningunni. Berjaya mun eignast 75 prósent hlut í félaginu háð skilyrði Icelandair Group um að fá að halda hinum 25 prósentunum eftir í að minnsta kosti þrjú ár. Samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna hins eftirstandandi 25% hlutar. Heildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 136 milljónir dollara, um 17,1 milljarð íslenskra króna.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir Icelandair Hotels hafa verið leiðandi í þeirri grósku sem verið hefur í ferðaþjónustu hérlendis á síðustu árum. Nú sé stefna Icelandair hins vegar að leggja áherslu á grundvallarstarfsemi Icelandair, alþjóðlegan flugrekstur. „Nú þegar Icelandair Group hyggst leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, alþjóðlegan flugrekstur, er það okkur mikil ánægja að fá til liðs við hótelin svo reynslumikinn alþjóðlegan fjárfesti. Kaup Berjaya á Icelandair Hotels eru í senn staðfesting á gæðum og virði félagsins og björtum framtíðarhorfum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Bogi og þakkar hann starfsfólki og stjórnendum Icelandair Hotels fyrir starf þess við þróun og uppbyggingu félagsins. Í tilkynningu Icelandair Group er haft eftir Vincent Tan að fjárfesting félagsins feli í sér mikið framtíðarvirði fyrir hótelstarfsemi Berjaya. „Við hlökkum mikið til að vinna með nýjum samstarfsaðila okkar að frekar vexti og viðgangi Icelandair Hotels.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Malasía Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Félagið Berjaya Property Ireland Limited og Icelandair Group hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til fjölmiðla. Berjaya Property Ireland Limited heyrir undir fyrirtækjasamstæðuna Berjaya Land Berhad sem skráð er á verðbréfamarkað í Malasíu. Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan. Auk þess er hann eigandi ráðandi hlutar í félaginu. Hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff, sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með um árabil. „Icelandair Hotels bjóða fjölbreytta gistimöguleika um land allt og er heildarfjöldi herbergjaframboðs félagsins 1.811. Að auki hyggst félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareitnum árið 2020. Tekjur Icelandair Hotels námu 97 milljónum USD árið 2018 og heildarfjöldi starfsmanna var 699,“ segir í tilkynningunni. Berjaya mun eignast 75 prósent hlut í félaginu háð skilyrði Icelandair Group um að fá að halda hinum 25 prósentunum eftir í að minnsta kosti þrjú ár. Samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna hins eftirstandandi 25% hlutar. Heildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 136 milljónir dollara, um 17,1 milljarð íslenskra króna.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir Icelandair Hotels hafa verið leiðandi í þeirri grósku sem verið hefur í ferðaþjónustu hérlendis á síðustu árum. Nú sé stefna Icelandair hins vegar að leggja áherslu á grundvallarstarfsemi Icelandair, alþjóðlegan flugrekstur. „Nú þegar Icelandair Group hyggst leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, alþjóðlegan flugrekstur, er það okkur mikil ánægja að fá til liðs við hótelin svo reynslumikinn alþjóðlegan fjárfesti. Kaup Berjaya á Icelandair Hotels eru í senn staðfesting á gæðum og virði félagsins og björtum framtíðarhorfum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Bogi og þakkar hann starfsfólki og stjórnendum Icelandair Hotels fyrir starf þess við þróun og uppbyggingu félagsins. Í tilkynningu Icelandair Group er haft eftir Vincent Tan að fjárfesting félagsins feli í sér mikið framtíðarvirði fyrir hótelstarfsemi Berjaya. „Við hlökkum mikið til að vinna með nýjum samstarfsaðila okkar að frekar vexti og viðgangi Icelandair Hotels.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Malasía Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira