Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2019 19:00 Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Væntanlegur forstjóri WAB air segir að nú sé unnið að því ráða starfsfólk og finna húsnæði. Búið sé að tryggja fjármögnun og það gangi vel að fá flugvélar. Að undanförnu hafa hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air unnið að því að stofna nýtt íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja er félagsins WAB air en það er skammstöfun fyrir We Are Back. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnandi WAB sem áður stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins, segir að kaup bandarískra fjárfesta á eignum úr þrotabúi WOW, breyti engu um fyrirætlanir WAB. „Þú þarft ekki að kaupa eignir úr þrotabúi til þess að stofna flugfélag. Við erum bara að vinna eftir plani og áform þeirra hafa engin áhrif á áform okkar,“ segir Sveinn Ingi. Það að búið sé að kaupa vörumerkið WOW breyti litlu. „WOW var fólkið sem er á bak við vörumerkið en ekki vörumerkið. Það er ákveðinn andi sem var í WOW sem fá fyrirtæki hafa, sem var ótrúlegt,“ segir Sveinn Ingi. Sveinn Ingi telur að WAB sé með fólkið með sér. Þá séu um þrjár vikur síðan hópurinn sótti um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu og að allur undirbúningur gangi mjög vel. Næstu skref séu að finna húsnæði og ráða starfsfólk. Eru þið komnir með flugvélar? „Nei en það er í vinnslu og gengur bara mjög vel,“ segir Sveinn Ingi. 75 prósenta hlutur nýja flugfélagsins verður í eigu írsks fjárfestingarsjóðs sem hefur skuldbundið sig til að tryggja félaginu um fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé. Sjóðurinn er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair. Sveinn segir að búið sé að tryggja fjármögnun. Ekki hafi verið fyrirvari í kaupsamningi um fjármögnun WAB hópsins. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi fjársterki aðili sem er að koma inn í félagið komi ekki með fjármagnið. Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp,“ segir Sveinn Ingi. Hann bendir á að WAB sé vinnuheiti. „Nafnið á félaginu verður kynnt síðar. Þetta er flugfélag fólksins. Við ætlum að bjóða góð verð til og frá landinu og bara líf og fjör eins og í gamla WOW,“ segir Sveinn Ingi. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Væntanlegur forstjóri WAB air segir að nú sé unnið að því ráða starfsfólk og finna húsnæði. Búið sé að tryggja fjármögnun og það gangi vel að fá flugvélar. Að undanförnu hafa hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air unnið að því að stofna nýtt íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja er félagsins WAB air en það er skammstöfun fyrir We Are Back. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnandi WAB sem áður stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins, segir að kaup bandarískra fjárfesta á eignum úr þrotabúi WOW, breyti engu um fyrirætlanir WAB. „Þú þarft ekki að kaupa eignir úr þrotabúi til þess að stofna flugfélag. Við erum bara að vinna eftir plani og áform þeirra hafa engin áhrif á áform okkar,“ segir Sveinn Ingi. Það að búið sé að kaupa vörumerkið WOW breyti litlu. „WOW var fólkið sem er á bak við vörumerkið en ekki vörumerkið. Það er ákveðinn andi sem var í WOW sem fá fyrirtæki hafa, sem var ótrúlegt,“ segir Sveinn Ingi. Sveinn Ingi telur að WAB sé með fólkið með sér. Þá séu um þrjár vikur síðan hópurinn sótti um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu og að allur undirbúningur gangi mjög vel. Næstu skref séu að finna húsnæði og ráða starfsfólk. Eru þið komnir með flugvélar? „Nei en það er í vinnslu og gengur bara mjög vel,“ segir Sveinn Ingi. 75 prósenta hlutur nýja flugfélagsins verður í eigu írsks fjárfestingarsjóðs sem hefur skuldbundið sig til að tryggja félaginu um fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé. Sjóðurinn er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair. Sveinn segir að búið sé að tryggja fjármögnun. Ekki hafi verið fyrirvari í kaupsamningi um fjármögnun WAB hópsins. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi fjársterki aðili sem er að koma inn í félagið komi ekki með fjármagnið. Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp,“ segir Sveinn Ingi. Hann bendir á að WAB sé vinnuheiti. „Nafnið á félaginu verður kynnt síðar. Þetta er flugfélag fólksins. Við ætlum að bjóða góð verð til og frá landinu og bara líf og fjör eins og í gamla WOW,“ segir Sveinn Ingi.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira