Viðskipti innlent

Forsvarsmenn WAB air búnir að sækja um flugrekstrarleyfi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Á meðal forsvarsmanna WAB air eru fyrrverandi starfsmenn WOW air.
Á meðal forsvarsmanna WAB air eru fyrrverandi starfsmenn WOW air. vísir/vilhelm
Forsvarsmenn fyrirtækisins WAB air eru búnir að sækja um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu.

Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnandi WAB air sem áður vann í hagdeild hjá WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins, segir að undirbúningur gangi mjög vel.

Kaup bandarísks fyrirtækis á öllum eignum úr þrotabúi WOW air hafi ekki haft áhrif á fyrirætlanir þeirra um að nýtt flugfélag verði stofnað í haust.

Sótt var um flugrekstrarleyfið fyrir um þremur vikum.

„Við erum íslenskt félag með íslenskra kennitölur og ætlum að vera með íslenskt flugrekstrarleyfi. Við ætlum að vera flugfélag fólksins,“ segir Sveinn Ingi.


Tengdar fréttir

Skúli ekki hluti af „We are back“ air

Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag.

Ameríkanar endurreisa WOW

Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.