HM 2025 í handbolta karla

HM 2025 í handbolta karla

HM í handbolta karla fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi dagana 14. janúar til 2. febrúar 2025.

Fréttamynd

Mundi lof­orðið til kennarans

Dominik Kuzmanovic er einn af stærstu hetjunum í leikmannahópi Dags Sigurðssonar og þessi ungi markvörður á sinn þátt í því að Króatía skuli spila til úrslita á HM í handbolta á sunnudaginn. Hann fann stund milli stríða í vikunni til að senda gömlu kennslukonunni sinni kærkomna gjöf.

Handbolti
Fréttamynd

Ó­sam­mála Al­freð: „Auð­vitað er þetta bak­slag“

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu eru úr leik á HM í handbolta, eftir tap gegn Portúgal í framlengdum spennutrylli í gær. Fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands eru algjörlega ósammála Alfreð um hvað þýði að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag

„Það eru allir meiddir,“ segir Denis Spoljaric, aðstoðarmaður Dags Sigurðssonar hjá króatíska landsliðinu. Menn ætla þó að harka af sér í kvöld, gegn Frökkum í undanúrslitum á HM, og stórstjarnan sem Dagur var vændur um að hafa rifist við hefur nú bæst í hópinn.

Handbolti
Fréttamynd

Súrustu töpin í sögu strákanna okkar

Af nokkrum súrum og svekkjandi töpum strákanna okkar á stórmótum er eitt tap sem stendur upp úr. Vísir skoðaði þessi grátlegustu töp íslenska karlalandsliðsins í sögu HM, EM og ÓL.

Handbolti
Fréttamynd

Danir flugu inn í undanúr­slitin

Danmörk, ríkjandi heimsmeistari karla í handbolta, lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Brasilíu þegar þjóðirnar mættust í 8-liða úrslitum. Danir hafa unnið hvern stórsigurinn til þessa á mótinu og það sama var upp á teningnum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ó­sáttur bæjar­stjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags

Darko Milinovic, bæjarstjóra Gospic í Króatíu, var ekki skemmt yfir þeirri ákvörðun alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að gefa Króötum ekki seinni leik kvöldsins á HM í handbolta í gær, þrátt fyrir að þeir væru gestgjafar. Hann ákvað að gefa bæjarbúum frí til að mæta á leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Báðu Dag að sýna til­finningar: „Ég er glaður“

Eftir tíu mánuði í starfi er Dagur Sigurðsson kominn með Króatíu í undanúrslit á HM í handbolta og því öruggt að liðið mun spila um verðlaun á mótinu. Króatíski miðillinn 24 Sata segir Dag hafa sýnt á sér nýja hlið eftir ótrúlegan sigur á Ungverjum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Sigur­mark frá miðju og Dagur mætir Frökkum

Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar.

Handbolti
Fréttamynd

Sturluð endur­koma og Dagur í undanúr­slit

Króatar unnu Ungverjaland 31-30 með marki á síðustu sekúndu, eftir ótrúlega endurkomu, í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld. Þar með er ljóst að Króatarnir hans Dags Sigurðssonar spila um verðlaun á mótinu.

Handbolti
Fréttamynd

„Við getum bara verið fúlir“

Íslenska landsliðið í handbolta hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu. Átta stig í milliriðli dugðu liðinu ekki til þess að komast í átta liða úrslitin. Fyrrverandi landsliðsmaður segir liðið þó vera á réttri leið.

Handbolti
Fréttamynd

Að­eins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ís­land á HM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli besti maður Ís­lands á HM

Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson.

Handbolti