Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 09:33 Dagur Sigurðsson sést hér stýra króatíska landsliðinu á HM. Nú er hann bara einum leik frá því að spila um gullið. Getty/Sanjin Strukic Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. Þórir Hergeirsson hefur auðvitað gert það sjö sinnum með kvennalið Noregs en enginn Íslendingur hafði áður náð þessu á HM karla. Þetta verður því í fyrsta sinn sem íslenskur þjálfari fær tækifæri til að spila um verðlaun á HM í handbolta. Dagur gæti vissulega fengið annan í hópinn í kvöld þegar Alfreð Gíslason stýrir þýska landsliðinu á móti Portúgal í átta liða úrslitum. Ísland gæti því verið með tvo þjálfara í undanúrslitum fari allt vel hjá Alfreð. Íslenskir þjálfarar höfðu nokkrum sinnum setið eftir í átta liða úrslitum í gegnum tíðina og um tíma leit það út að ætla einnig að verða hlutskipti Dags. Dagur og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu tókst hins vegar að vinna upp fjögurra marka forskot Ungverja á lokakaflanum og tryggja sér eins marks sigur, 31-30. Króatar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins. Degi hafði mistekist áður að komast í gegnum átta liða úrslitin. Þýska landsliðið tapaði 26-24 á móti heimamönnum í Katar í átta liða úrslitum á HM 2015. Tveimur árum síðar sló Katar þýska liðið út í sextán liða úrslitunum en í millitíðinni gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum. Alfreð Gíslason þekkir það að tapa í átta liða úrslitum með íslenska landsliðinu en Ísland tapaði 41-42 á móti Dönum í framlengdum leik í átta liða úrslitum á HM í Þýskalandi 2007. Hann tapaði líka með þýska landsliðinu í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði 35-28 á móti Frakklandi. Guðmundur Guðmundsson hefur verið nálægt því að komast í undanúrslit með íslenska landsliðinu en oftast var þá um milliriðil að ræða áður en kom að undanúrslitum. Guðmundur tapaði hins vegar með Dönum á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar 2015. Guðmundur stýrði danska landsliðinu á bæði HM 2015 og HM 2017 en það eru einu heimsmeistaramótin á undanförnum tveimur áratugum þar sem Danir hafa ekki spilað um verðlaun á HM. Þorbjörn Jensson fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslit á HM 1997 en íslenska liðið tapaði þá á móti Ungverjum. Það er enn besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti því liðið vann keppnina um fimmta sætið. Annar íslenskur þjálfari hefur einnig tapað í átta liða úrslitum en það er Kristján Andrésson sem fór með Svía í átta liða úrslitin HM 2017 þar sem Svíar töpuðu 30-33 á móti Frökkum. Á næsta heimsmeistaramóti á eftir voru engin átta liða úrslit heldur bara milliriðliar og undanúrslit. Sænska liðið endaði þá í fimmta sæti undir stjórn Kristjáns. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Þórir Hergeirsson hefur auðvitað gert það sjö sinnum með kvennalið Noregs en enginn Íslendingur hafði áður náð þessu á HM karla. Þetta verður því í fyrsta sinn sem íslenskur þjálfari fær tækifæri til að spila um verðlaun á HM í handbolta. Dagur gæti vissulega fengið annan í hópinn í kvöld þegar Alfreð Gíslason stýrir þýska landsliðinu á móti Portúgal í átta liða úrslitum. Ísland gæti því verið með tvo þjálfara í undanúrslitum fari allt vel hjá Alfreð. Íslenskir þjálfarar höfðu nokkrum sinnum setið eftir í átta liða úrslitum í gegnum tíðina og um tíma leit það út að ætla einnig að verða hlutskipti Dags. Dagur og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu tókst hins vegar að vinna upp fjögurra marka forskot Ungverja á lokakaflanum og tryggja sér eins marks sigur, 31-30. Króatar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins. Degi hafði mistekist áður að komast í gegnum átta liða úrslitin. Þýska landsliðið tapaði 26-24 á móti heimamönnum í Katar í átta liða úrslitum á HM 2015. Tveimur árum síðar sló Katar þýska liðið út í sextán liða úrslitunum en í millitíðinni gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum. Alfreð Gíslason þekkir það að tapa í átta liða úrslitum með íslenska landsliðinu en Ísland tapaði 41-42 á móti Dönum í framlengdum leik í átta liða úrslitum á HM í Þýskalandi 2007. Hann tapaði líka með þýska landsliðinu í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði 35-28 á móti Frakklandi. Guðmundur Guðmundsson hefur verið nálægt því að komast í undanúrslit með íslenska landsliðinu en oftast var þá um milliriðil að ræða áður en kom að undanúrslitum. Guðmundur tapaði hins vegar með Dönum á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar 2015. Guðmundur stýrði danska landsliðinu á bæði HM 2015 og HM 2017 en það eru einu heimsmeistaramótin á undanförnum tveimur áratugum þar sem Danir hafa ekki spilað um verðlaun á HM. Þorbjörn Jensson fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslit á HM 1997 en íslenska liðið tapaði þá á móti Ungverjum. Það er enn besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti því liðið vann keppnina um fimmta sætið. Annar íslenskur þjálfari hefur einnig tapað í átta liða úrslitum en það er Kristján Andrésson sem fór með Svía í átta liða úrslitin HM 2017 þar sem Svíar töpuðu 30-33 á móti Frökkum. Á næsta heimsmeistaramóti á eftir voru engin átta liða úrslit heldur bara milliriðliar og undanúrslit. Sænska liðið endaði þá í fimmta sæti undir stjórn Kristjáns.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira