Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 09:02 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur upplifað erfiða daga síðan íslenska landsliðið lauk keppni á HM. Alltof snemma að margra mati en fimm sigrar í sex leikjum dugðu ekki. Vísir/Vilhelm Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra. Aron Guðmundsson hitti Snorra og fór yfir málin með honum eftir annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið náði betri árangri en á síðustu mótum og vann fimm af sex leikjum sínum. Vonbrigðin voru engu að síður mikil að missa af sæti í átta liða úrslitunum. Hvernig hafa síðustu dagar verið fyrir Snorra Stein Guðjónsson? Hafa verið þungur dagar fyrir mig „Þeir hafa ekki verið neitt frábærir. Það er samt alltaf gott að koma heim til konu og barna. Inn á milli getur verið fínt að setja í vél og elda kvöldmat. Svekkelsið er það mikið að þetta hafa verið þungur dagar fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn. „Að það þurfi ekki meira til að komast ekki í þessi átta liða úrslit. Fyrir mína parta og ég held ég tali fyrir alla strákana líka, þá var það bara sárt og grátlegt að þetta skyldi ekki duga til,“ sagði Snorri. „Það gerir það bara sárara þegar þér finnst þú hafa verið að gera góða hluti og finnst vera meðbyr með þér. Svona stórmót snúast að mörgu leyti um ákveðið mójó og að finna einhvern takt. Ég upplifði það margoft sem leikmaður að takturinn var bara ekki þarna og maður fór snemma heim,“ sagði Snorri. Fannst hlutir vera að tikka „Mér fannst hlutir vera að tikka fyrir okkur,“ sagði Snorri. Hann er kominn heim en heimsmeistaramótið er enn í gangi. Hefur hann verið að horfa á leikina á HM eftir að Ísland datt út? „Nei, ég hef ekki horft á það. Það bara svíður að vita að mótið sé í gangi og finnast að máður kannski hafa getið verið þarna. Þar fyrir utan þá er ég búinn að horfa á yfirdrifið nóg af handbolta,“ sagði Snorri. Það er sorgartímabil núna en svo tekur næsta verkefni við hjá landsliðinu eftir um sex vikur. Það er undankeppni næsta Evrópumóts. Hætta að vorkenna sjálfum sér „Á einhverjum tímapunkti þá þarf maður bara að hætta að vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast eitthvað í drasl. Horfa fram á veginn. Ég kem til með að greina þessa leiki strax eftir helgi. Koma síðan með fyrir mig og okkar teymi einhverja lokaniðurstöðu,“ sagði Snorri. Það má sjá fréttina með viðtalinu hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. Klippa: Uppjör á HM í handbolta með Snorra Steini HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Aron Guðmundsson hitti Snorra og fór yfir málin með honum eftir annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið náði betri árangri en á síðustu mótum og vann fimm af sex leikjum sínum. Vonbrigðin voru engu að síður mikil að missa af sæti í átta liða úrslitunum. Hvernig hafa síðustu dagar verið fyrir Snorra Stein Guðjónsson? Hafa verið þungur dagar fyrir mig „Þeir hafa ekki verið neitt frábærir. Það er samt alltaf gott að koma heim til konu og barna. Inn á milli getur verið fínt að setja í vél og elda kvöldmat. Svekkelsið er það mikið að þetta hafa verið þungur dagar fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn. „Að það þurfi ekki meira til að komast ekki í þessi átta liða úrslit. Fyrir mína parta og ég held ég tali fyrir alla strákana líka, þá var það bara sárt og grátlegt að þetta skyldi ekki duga til,“ sagði Snorri. „Það gerir það bara sárara þegar þér finnst þú hafa verið að gera góða hluti og finnst vera meðbyr með þér. Svona stórmót snúast að mörgu leyti um ákveðið mójó og að finna einhvern takt. Ég upplifði það margoft sem leikmaður að takturinn var bara ekki þarna og maður fór snemma heim,“ sagði Snorri. Fannst hlutir vera að tikka „Mér fannst hlutir vera að tikka fyrir okkur,“ sagði Snorri. Hann er kominn heim en heimsmeistaramótið er enn í gangi. Hefur hann verið að horfa á leikina á HM eftir að Ísland datt út? „Nei, ég hef ekki horft á það. Það bara svíður að vita að mótið sé í gangi og finnast að máður kannski hafa getið verið þarna. Þar fyrir utan þá er ég búinn að horfa á yfirdrifið nóg af handbolta,“ sagði Snorri. Það er sorgartímabil núna en svo tekur næsta verkefni við hjá landsliðinu eftir um sex vikur. Það er undankeppni næsta Evrópumóts. Hætta að vorkenna sjálfum sér „Á einhverjum tímapunkti þá þarf maður bara að hætta að vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast eitthvað í drasl. Horfa fram á veginn. Ég kem til með að greina þessa leiki strax eftir helgi. Koma síðan með fyrir mig og okkar teymi einhverja lokaniðurstöðu,“ sagði Snorri. Það má sjá fréttina með viðtalinu hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. Klippa: Uppjör á HM í handbolta með Snorra Steini
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira