Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 09:31 Þarf íslenska liðið að spila hraðari bolta? Tölfræðin sýnir að Ísland var í hópi þeirra þjóða sem náðu fæstum sóknum að meðaltali í leik. Vísir/Vlhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir. Alþjóða handboltasambandið tekur saman ítarlega tölfræði á mótinu og meðal annars eru taldar sóknir allra liðanna. Þar kemur íslenska liðið ekki vel út þegar litið er á fjölda sókna. Í tölfræði IHF eru aðeins tvær þjóðir sem hafa spilað hægari bolta til þessa í mótinu, það er eru með færri sóknir að meðaltali í leik. Íslenska landsliðið er nefnilega í 30. sæti af 32 liðum yfir flestar sóknir að meðaltali í leik. Íslenska liðið spilaði 318 sóknir í leikjunum sex eða 53 að meðaltali í leik. Austurríkismenn spiluðu 51,3 sóknir í leik og neðstir eru Tékkar með 50,5 sóknir að meðaltali í leik. Það var vissulega spilað frekar hægt í riðli Íslands því Króatar eru í 26. sæti, Slóvenar í 28. sæti og Egyptar eru í sæti á undan Íslandi, í 29. sætinu. Íslenska liðið spilaði samt hægast af þeim öllum. Gínea er í efsta sætinu með 60,3 sóknir í leik en af þeim þjóðum sem voru í keppni um sæti í átta liða úrslitunum eru Portúgalar efstir með 58,7 sóknir í leik. Á eftir þeim komu síðan Svíar, Frakkar og Danir. Aðalástæðan fyrir því hversu sláandi þessi tölfræði er má rekja til hvernig þjálfari Snorri Steinn Guðjónsson var með Val. Valslðið keyrði nefnilega upp hraðann í sínum leikjum eins og enginn væri morgundagurinn. Það breyttist heldur ekki þegar liðið mætti á stóra sviðið í Evrópudeildinni. Hann hélt áfram að keyra á mótherjana. Þegar Snorri tók við íslenska landsliðinu þá talaði hann líka um að losa handbremsuna. Íslenska liðið spilaði hraðan handbolta í fyrstu leikjunum undir hans stjórn en síðan er eins og það hafi smá saman hægt og hægst á liðinu. Hvort þetta sé komið til að vera verður að koma í ljós en það vantaði bara svo ofboðslega lítið upp á að íslenska liðið færi lengra í keppninni. Hér fyrir neðan má sjá allan listann hjá IHF. IHF HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Alþjóða handboltasambandið tekur saman ítarlega tölfræði á mótinu og meðal annars eru taldar sóknir allra liðanna. Þar kemur íslenska liðið ekki vel út þegar litið er á fjölda sókna. Í tölfræði IHF eru aðeins tvær þjóðir sem hafa spilað hægari bolta til þessa í mótinu, það er eru með færri sóknir að meðaltali í leik. Íslenska landsliðið er nefnilega í 30. sæti af 32 liðum yfir flestar sóknir að meðaltali í leik. Íslenska liðið spilaði 318 sóknir í leikjunum sex eða 53 að meðaltali í leik. Austurríkismenn spiluðu 51,3 sóknir í leik og neðstir eru Tékkar með 50,5 sóknir að meðaltali í leik. Það var vissulega spilað frekar hægt í riðli Íslands því Króatar eru í 26. sæti, Slóvenar í 28. sæti og Egyptar eru í sæti á undan Íslandi, í 29. sætinu. Íslenska liðið spilaði samt hægast af þeim öllum. Gínea er í efsta sætinu með 60,3 sóknir í leik en af þeim þjóðum sem voru í keppni um sæti í átta liða úrslitunum eru Portúgalar efstir með 58,7 sóknir í leik. Á eftir þeim komu síðan Svíar, Frakkar og Danir. Aðalástæðan fyrir því hversu sláandi þessi tölfræði er má rekja til hvernig þjálfari Snorri Steinn Guðjónsson var með Val. Valslðið keyrði nefnilega upp hraðann í sínum leikjum eins og enginn væri morgundagurinn. Það breyttist heldur ekki þegar liðið mætti á stóra sviðið í Evrópudeildinni. Hann hélt áfram að keyra á mótherjana. Þegar Snorri tók við íslenska landsliðinu þá talaði hann líka um að losa handbremsuna. Íslenska liðið spilaði hraðan handbolta í fyrstu leikjunum undir hans stjórn en síðan er eins og það hafi smá saman hægt og hægst á liðinu. Hvort þetta sé komið til að vera verður að koma í ljós en það vantaði bara svo ofboðslega lítið upp á að íslenska liðið færi lengra í keppninni. Hér fyrir neðan má sjá allan listann hjá IHF. IHF
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira