Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2025 07:00 Filip Glavas og Ivan Martinovic fögnuðu gríðarlega eins og aðrir Króatar eftir sigurmarkið í blálok leiksins við Ungverja í gær. Getty/Sanjin Strukic Darko Milinovic, bæjarstjóra Gospic í Króatíu, var ekki skemmt yfir þeirri ákvörðun alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að gefa Króötum ekki seinni leik kvöldsins á HM í handbolta í gær, þrátt fyrir að þeir væru gestgjafar. Hann ákvað að gefa bæjarbúum frí til að mæta á leikinn. Króatískir stuðningsmenn gætu hafa gert gæfumuninn í gær í ævintýralegri endurkomu Króata sem unnu Ungverja, 31-30, með marki á lokasekúndunni. Í 8-liða úrslitunum á HM eru spilaðir tveir leikir á dag og hófst leikur Króatíu og Ungverjalands klukkan 18 að staðartíma í Zagreb í gærkvöld. Frakkland og Egyptaland spiluðu svo seinni leikinn, sem hófst klukkan 21 að staðartíma, sem bæði er betri sjónvarpstími og hentar jafnan betur fyrir vinnandi fólk, sérstaklega þá sem búa ekki í króatísku höfuðborginni. Peningar réðu því að gestgjafarnir áttu ekki seinni leikinn, samkvæmt frétt 24 Sata í Króatíu, þar sem segir að franska sjónvarpið geti vegna sérsamninga við Sportfive, sem heldur utan um sýningarrétt frá mótinu, ráðið því hvenær Frakkar spili. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fagna.Getty/Sanjin Strukic Mæta þjóðinni sem réði leiktímanum Milinovic vildi ekki láta þessa ákvörðun spilla gleðinni og gerði sitt til þess að það yrði fullt hús á leiknum dramatíska við Ungverja. „Þeir breyttu tímasetningu leiksins við Ungverja frá 9 til 6. Það er talið að þeir sem ætli á leikinn muni eiga erfitt með að vera mættir klukkan sex og þurfi að hætta fyrr í vinnu. Bæjarstjórinn í Gospic vill senda skilaboð til IHF og Frakka sem settu fram þessar kröfur: Allir íbúar Gospic sem ætla á leikinn, og vinna hjá bænum eða fyrirtækjum hans, fá frídag á launum. Áfram Króatía!“ skrifaði Milinovic á Facebook. Nú er svo orðið ljóst að Frakkland og Króatía mætast í undanúrslitum annað kvöld, í lokaleiknum í Zagreb en hinn undanúrslitaleikurinn á mótinu, sem og leikirnir um gull og brons, fara fram í Bærum í Noregi. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Króatískir stuðningsmenn gætu hafa gert gæfumuninn í gær í ævintýralegri endurkomu Króata sem unnu Ungverja, 31-30, með marki á lokasekúndunni. Í 8-liða úrslitunum á HM eru spilaðir tveir leikir á dag og hófst leikur Króatíu og Ungverjalands klukkan 18 að staðartíma í Zagreb í gærkvöld. Frakkland og Egyptaland spiluðu svo seinni leikinn, sem hófst klukkan 21 að staðartíma, sem bæði er betri sjónvarpstími og hentar jafnan betur fyrir vinnandi fólk, sérstaklega þá sem búa ekki í króatísku höfuðborginni. Peningar réðu því að gestgjafarnir áttu ekki seinni leikinn, samkvæmt frétt 24 Sata í Króatíu, þar sem segir að franska sjónvarpið geti vegna sérsamninga við Sportfive, sem heldur utan um sýningarrétt frá mótinu, ráðið því hvenær Frakkar spili. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fagna.Getty/Sanjin Strukic Mæta þjóðinni sem réði leiktímanum Milinovic vildi ekki láta þessa ákvörðun spilla gleðinni og gerði sitt til þess að það yrði fullt hús á leiknum dramatíska við Ungverja. „Þeir breyttu tímasetningu leiksins við Ungverja frá 9 til 6. Það er talið að þeir sem ætli á leikinn muni eiga erfitt með að vera mættir klukkan sex og þurfi að hætta fyrr í vinnu. Bæjarstjórinn í Gospic vill senda skilaboð til IHF og Frakka sem settu fram þessar kröfur: Allir íbúar Gospic sem ætla á leikinn, og vinna hjá bænum eða fyrirtækjum hans, fá frídag á launum. Áfram Króatía!“ skrifaði Milinovic á Facebook. Nú er svo orðið ljóst að Frakkland og Króatía mætast í undanúrslitum annað kvöld, í lokaleiknum í Zagreb en hinn undanúrslitaleikurinn á mótinu, sem og leikirnir um gull og brons, fara fram í Bærum í Noregi.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn