Dagur og lærisveinar hans í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2025 21:51 Dagur er kominn með lið sitt í úrslit. EPA-EFE/ANTONIO BAT Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. Króatía skoraði fyrsta mark leiksins og lagði þar með línurnar fyrir það sem var í vændum. Vissulega var leikurinn jafn framan af en eftir að skora fimm mörk gegn einu á fimm mínútna kafla fór staðan úr því að vera 5-4 Króatíu í vil í að vera 10-5 Króatíu í vil. Munurinn var mestur orðinn níu mörk en Frakkar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og gáfu sér örþunnu líflínu fyrir síðari hálfleik leiksins, staðan í hálfleik 18-11 lærisveinum Dags í vil. Frakkar hófu síðari hálfleik af krafti, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk. Dika Mem gerði hvað hann gat í liði Frakklands.EPA-EFE/ANTONIO BAT Þeim tókst þó ekki að halda áfram að saxa á forystu Króatíu og var munurinn í kringum fjögur eða fimm mörk þangað til stutt var til leiksloka og Frakkland náði að minnka muninn niður í þrjú mörk. Króatía fór hins vegar aldrei á taugum og hélt Frökkunum ávallt í hæfilegri fjarlægð. Fór það svo að Króatía vann þriggja marka sigur, 31-28, og er komið í úrslit. 𝐂𝐑𝐎𝐀𝐓𝐈𝐀 𝐅𝐑𝐎𝐌 𝐀𝐍𝐎𝐓𝐇𝐄𝐑 𝐏𝐋𝐀𝐍𝐄𝐓 🔥🇭🇷 The co-hosts left little to no chance to France — 60 minutes of power hand them the ticket to the #CRODENNOR2025 final 💥#inspiredbyhandball pic.twitter.com/jLFrYOuA2f— International Handball Federation (@ihfhandball) January 30, 2025 Marin Jelinić og Zvonimir Srna voru markahæstir hjá Króatíu með sjö mörk hvor. Hjá Frakklandi var Dika Mem markahæstur með átta mörk. Á morgun kemur í ljós hvort Danmörk - ríkjandi heimsmeistarar - eða Portúgal mæti Króatíu í úrslitum. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Króatía skoraði fyrsta mark leiksins og lagði þar með línurnar fyrir það sem var í vændum. Vissulega var leikurinn jafn framan af en eftir að skora fimm mörk gegn einu á fimm mínútna kafla fór staðan úr því að vera 5-4 Króatíu í vil í að vera 10-5 Króatíu í vil. Munurinn var mestur orðinn níu mörk en Frakkar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og gáfu sér örþunnu líflínu fyrir síðari hálfleik leiksins, staðan í hálfleik 18-11 lærisveinum Dags í vil. Frakkar hófu síðari hálfleik af krafti, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk. Dika Mem gerði hvað hann gat í liði Frakklands.EPA-EFE/ANTONIO BAT Þeim tókst þó ekki að halda áfram að saxa á forystu Króatíu og var munurinn í kringum fjögur eða fimm mörk þangað til stutt var til leiksloka og Frakkland náði að minnka muninn niður í þrjú mörk. Króatía fór hins vegar aldrei á taugum og hélt Frökkunum ávallt í hæfilegri fjarlægð. Fór það svo að Króatía vann þriggja marka sigur, 31-28, og er komið í úrslit. 𝐂𝐑𝐎𝐀𝐓𝐈𝐀 𝐅𝐑𝐎𝐌 𝐀𝐍𝐎𝐓𝐇𝐄𝐑 𝐏𝐋𝐀𝐍𝐄𝐓 🔥🇭🇷 The co-hosts left little to no chance to France — 60 minutes of power hand them the ticket to the #CRODENNOR2025 final 💥#inspiredbyhandball pic.twitter.com/jLFrYOuA2f— International Handball Federation (@ihfhandball) January 30, 2025 Marin Jelinić og Zvonimir Srna voru markahæstir hjá Króatíu með sjö mörk hvor. Hjá Frakklandi var Dika Mem markahæstur með átta mörk. Á morgun kemur í ljós hvort Danmörk - ríkjandi heimsmeistarar - eða Portúgal mæti Króatíu í úrslitum.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira