HM 2025 í handbolta karla

HM 2025 í handbolta karla

HM í handbolta karla fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi dagana 14. janúar til 2. febrúar 2025.

Fréttamynd

Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frí­merki

Íslenski þjálfarinn Dagur Sigurðsson gerði frábæra hluti með króatíska handboltalandsliðið á heimsmeistaramótinu í janúar eins og frægt er. Króatar vildu líka heiðra þennan frábæran árangur með sérstökum hætti.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sviptur HM vegna mis­taka í lyfja­prófi

Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins er saklaus og má nú spila handbolta að nýju, eftir að hafa ranglega verið settur í bann vegna lyfjamáls og misst af nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Hann er ánægður en vill komast til botns í því hvernig þetta gat gerst.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli næst bestur á HM

Viktor Gísli Hallgrímsson var næst besti markvörður heimsmeistaramóts karla í handbolta samkvæmt tölfræðinni. Aðeins Daninn Emil Nielsen varði hlutfallslega meira.

Handbolti
Fréttamynd

Skrif Víðis „von­brigði“ en málinu lokið

Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu.

Handbolti
Fréttamynd

Finnst um­ræðan skrýtin: „Ó­dýr þvæla“

„Mér finnst sú um­ræða bara vera skrýtin ef ég á að vera alveg hrein­skilinn,“ segir Snorri Steinn Guðjóns­son, lands­liðsþjálfari Ís­lands í hand­bolta, um gagn­rýni sem beindist gegn HSÍ og heim­ferðarplönum af HM áður en að Ís­land var úr leik á mótinu.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur heldur á­fram: „Fannst ég endur­fæddur“

„Það verður að hrósa sérstaklega þjálfaranum Degi Sigurðssyni,“ segir í grein króatíska miðilsins 24 Sata þar sem Dagur staðfestir að hann verði áfram þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta nú þegar HM er lokið.

Handbolti
Fréttamynd

Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM

Danir brunuðu í fjórða úrslitaleik heimsmeistaramótsins í röð með sannfærandi þrettán marka sigri á Portúgal í undanúrslitunum. Næst á dagskrá er úrslitaleikur á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í króastíska landsliðinu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Grein Morgun­blaðsins til skammar

Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar, íþróttablaðamanns hjá Morgunblaðinu, um Gunnar Magnússon til skammar. Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni.

Sport