Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 17:45 Dagur Sigurðsson gerði frábæra hluti með króatíska landsliðið á HM en liðið tapaði fyrir Dönum í úrslitaleiknum. Getty/Luka Stanzl Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur tjáð sig um þá ákvörðun fráfarandi stjórnar Handknattleikssambands Íslands að ráða hann ekki sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Dagur er nýkominn heim til Íslands eftir ævintýralegt heimsmeistaramót með króatíska landsliðinu. Hann var að hætta með japanska landsliðið þegar íslenska landsliðsþjálfarastarfið losnaði. Hann segist hafa haft áhuga á starfinu. Dagur var orðaður við starfið þegar Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið fyrir tæpum tveimur árum. Dagur fundaði með stjórn sambandsins en heyrði síðan ekki meira frá sambandinu. Þessi vinnubrögð stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd þar á meðal af Ólafi Stefánssyni, Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. „Fyrir mér er þetta bara í fortíðinni. Ég stend alveg við það og ég held að það geti allir verið sammála um að vinnubrögðin voru ekki góð. En að velja mig ekki er bara allt í lagi. Mér var boðið í gamla daga að taka íslenska landsliðið og þá sagði ég nei þannig að þeim er alveg heimilt að velja einhvern annan. En þú hringir samt tveimur dögum seinna og segir, heyrðu, við ætlum að fara aðra leið,“ segir Dagur Sigurðsson í samtali við Ríkisjónvarpið. Þar kemur einnig fram að Dagur sem heyrði ekki frá HSÍ í fimm vikur eftir að hafa rætt við sambandið. Sambandið ákvað síðan að semja við Snorra Stein Guðjónsson sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið síðan. Dagur tók aftur á móti við króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á dögunum. Ljóst er að breytingar verða hjá HSÍ í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður, og Reynir Stefánsson, varaformaður, hafa lýst því að þeir ætli að hætta. Dagur hrósar fráfarandi stjórnendum í viðtalinu. „Ég held að það sé búið að vinna alveg ágætis starf þó það megi alltaf eitthvað bæta. Við megum bara ekki vera alveg eins og svart og hvítt í þessu. Við verðum að vera smá diplómatísk. Þetta er fólk sem er að fórna sínum frítíma, þetta eru launalaus störf og ég held að það eigi allir skilið smá klapp á bakið,“ sagði Dagur en það má lesa allt viðtalið hér. HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Dagur er nýkominn heim til Íslands eftir ævintýralegt heimsmeistaramót með króatíska landsliðinu. Hann var að hætta með japanska landsliðið þegar íslenska landsliðsþjálfarastarfið losnaði. Hann segist hafa haft áhuga á starfinu. Dagur var orðaður við starfið þegar Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið fyrir tæpum tveimur árum. Dagur fundaði með stjórn sambandsins en heyrði síðan ekki meira frá sambandinu. Þessi vinnubrögð stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd þar á meðal af Ólafi Stefánssyni, Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. „Fyrir mér er þetta bara í fortíðinni. Ég stend alveg við það og ég held að það geti allir verið sammála um að vinnubrögðin voru ekki góð. En að velja mig ekki er bara allt í lagi. Mér var boðið í gamla daga að taka íslenska landsliðið og þá sagði ég nei þannig að þeim er alveg heimilt að velja einhvern annan. En þú hringir samt tveimur dögum seinna og segir, heyrðu, við ætlum að fara aðra leið,“ segir Dagur Sigurðsson í samtali við Ríkisjónvarpið. Þar kemur einnig fram að Dagur sem heyrði ekki frá HSÍ í fimm vikur eftir að hafa rætt við sambandið. Sambandið ákvað síðan að semja við Snorra Stein Guðjónsson sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið síðan. Dagur tók aftur á móti við króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á dögunum. Ljóst er að breytingar verða hjá HSÍ í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður, og Reynir Stefánsson, varaformaður, hafa lýst því að þeir ætli að hætta. Dagur hrósar fráfarandi stjórnendum í viðtalinu. „Ég held að það sé búið að vinna alveg ágætis starf þó það megi alltaf eitthvað bæta. Við megum bara ekki vera alveg eins og svart og hvítt í þessu. Við verðum að vera smá diplómatísk. Þetta er fólk sem er að fórna sínum frítíma, þetta eru launalaus störf og ég held að það eigi allir skilið smá klapp á bakið,“ sagði Dagur en það má lesa allt viðtalið hér.
HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira