Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 08:03 Gunnar Magnússon starfaði í hátt í tvö áratugi hjá HSÍ. Ýmist sem þjálfari yngri landsliða, aðstoðarþjálfari A-landsliðsins, leikgreinandi eða afreksstjóri sambandsins. Vísir/Vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu. Skrif Víðis Sigurðssonar um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu hafa vakið athygli en Ísland tapaði þeim leik og missti þannig af sæti í útsláttarkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Gunnar Magnússon, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og núverandi þjálfari Aftureldingar, leikgreindi íslenska liðið fyrir Dag Sigurðsson, þjálfara þess króatíska. Gunnar fékk einhver skilaboð eftir skrifin þar sem fólk virðist hafa misskilið hlutverk hans, að það væri einvörðungu að leikgreina Ísland. Það er ekki svo. Gunnar hefur leikgreint alla andstæðinga Króatíu síðustu misseri. „Ég byrjaði að vinna með Degi fyrir tæpu ári síðan þegar hann tók við króatíska landsliðinu. Þá var stutt í undankeppni Ólympíuleikana og hafði hann ekki langan tíma til að undirbúa liðið. Ég ákvað að hjálpa honum við þetta verkefni enda mikilvægt fyrir hann að koma liðinu á Ólympíuleikana,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Þeir tryggðu sig inn á Ólympíuleikana og í kjölfarið buðu þeir mér starf. Ég hafði mjög gaman að vinna með Degi og það var spennandi að prófa eitthvað nýtt þannig að ég ákvað því taka þessu tilboði frá þeim. Síðan þá hef ég unnið með þeim á Ólympíuleikum, undankeppni EM og svo núna á HM.“ Mest í fjarvinnu en leit við í Zagreb Hann segir samstarfið við Dag hafa gengið vel enda árangurinn framar vonum í janúar. Króatía hlaut silfur á HM eftir tap fyrir Dönum í úrslitum í fyrradag. „Samstarfið hefur verið mjög gott frá fyrsta degi og hentar þetta mér mjög vel þar sem mest öll vinnan er unnin í fjarvinnu. Ég hef kíkt út á nokkra leiki en annars vinnum við þetta mest í fjarvinnu.“ „Það var auðvitað mjög mikilvægt að komast inn á Ólympíuleikana en árangurinn þar var ekki eins og vonir stóðu til en Dagur lærði mikið á þeirri keppni. Sá lærdómur hjálpaði liðinu mikið að ná þessum frábæra árangri á HM,“ segir Gunnar. Sakaður um að svíkja land og þjóð Króatía vann öruggan sigur á Íslandi á mótinu. Sá sigur tryggði Króata áfram með Egyptum úr milliriðli, á kostnað Íslands. Það tap var kveikja að grein Víðis þar sem spurningamerki er sett við siðferði Gunnars, sem starfsmann HSÍ og karlalandsliðsins til margra ára, að veita innanbúðaupplýsingar um íslenska liðið á stóra sviðinu. „Ég skil ekkert í honum að svíkja land og þjóð á þennan hátt og afhenda mótherjum Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið,“ segir meðal annars í greininni. „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð? Ég er ekki viss um það,“ skrifar Víðir svo. Mikil vonbrigði Greinin uppskar mikla gagnrýni, til að mynda frá silfurdrengnum Hreiðari Levý Guðmundssyni og fyrrum landsliðsmanninum og landsliðsþjálfaranum Geiri Sveinsyni. Gunnar segir sjálfur skrifin hafa slegið sig. „Ég var mjög hissa þegar ég sá þessa grein enda ekki oft sem það er verið að bendla menn við landráð á sviði íþrótta. Ég sá strax að hann var ekki með heildarmyndina á þessu máli. Auðvitað voru þetta mikil vonbrigði að Víðir skuli ekki hafa haft samband við mig eða kynnt sér málin betur áður en hann skrifaði greinina,“ segir Gunnar sem hlaut skilaboð víða að í kjölfarið. „Ég verð að játa það að viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Ég hef fengið símtöl og skilaboð úr öllum áttum. Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið og auðvitað hjálpar þetta manni mikið.“ Víðir beðist afsökunar Hefur Víðir haft samband? „Já hann hefur haft samband við mig og beðið mig afsökunar á þessum skrifum sínum. Hann er maður að meiri að hafa beðist afsökunar og þar með er málinu lokið af minni hálfu.“ Gunnar segir það gott, að málinu sé lokið og hann einbeitir sér að komandi baráttu í Olís-deild karla. Hans menn í Aftureldingu spila sinn fyrsta leik eftir HM-pásuna við ÍR klukkan 19:30 að Varmá í kvöld. Afturelding situr í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppliði FH. „Það er mjög gott, enda óskaði ég ekki eftir að standa í þessu máli. Það er mjög gott að deildin sé að byrja og verður gaman að komast aftur á fulla ferð með Aftureldingu.“ HSÍ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Skrif Víðis Sigurðssonar um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu hafa vakið athygli en Ísland tapaði þeim leik og missti þannig af sæti í útsláttarkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Gunnar Magnússon, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og núverandi þjálfari Aftureldingar, leikgreindi íslenska liðið fyrir Dag Sigurðsson, þjálfara þess króatíska. Gunnar fékk einhver skilaboð eftir skrifin þar sem fólk virðist hafa misskilið hlutverk hans, að það væri einvörðungu að leikgreina Ísland. Það er ekki svo. Gunnar hefur leikgreint alla andstæðinga Króatíu síðustu misseri. „Ég byrjaði að vinna með Degi fyrir tæpu ári síðan þegar hann tók við króatíska landsliðinu. Þá var stutt í undankeppni Ólympíuleikana og hafði hann ekki langan tíma til að undirbúa liðið. Ég ákvað að hjálpa honum við þetta verkefni enda mikilvægt fyrir hann að koma liðinu á Ólympíuleikana,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Þeir tryggðu sig inn á Ólympíuleikana og í kjölfarið buðu þeir mér starf. Ég hafði mjög gaman að vinna með Degi og það var spennandi að prófa eitthvað nýtt þannig að ég ákvað því taka þessu tilboði frá þeim. Síðan þá hef ég unnið með þeim á Ólympíuleikum, undankeppni EM og svo núna á HM.“ Mest í fjarvinnu en leit við í Zagreb Hann segir samstarfið við Dag hafa gengið vel enda árangurinn framar vonum í janúar. Króatía hlaut silfur á HM eftir tap fyrir Dönum í úrslitum í fyrradag. „Samstarfið hefur verið mjög gott frá fyrsta degi og hentar þetta mér mjög vel þar sem mest öll vinnan er unnin í fjarvinnu. Ég hef kíkt út á nokkra leiki en annars vinnum við þetta mest í fjarvinnu.“ „Það var auðvitað mjög mikilvægt að komast inn á Ólympíuleikana en árangurinn þar var ekki eins og vonir stóðu til en Dagur lærði mikið á þeirri keppni. Sá lærdómur hjálpaði liðinu mikið að ná þessum frábæra árangri á HM,“ segir Gunnar. Sakaður um að svíkja land og þjóð Króatía vann öruggan sigur á Íslandi á mótinu. Sá sigur tryggði Króata áfram með Egyptum úr milliriðli, á kostnað Íslands. Það tap var kveikja að grein Víðis þar sem spurningamerki er sett við siðferði Gunnars, sem starfsmann HSÍ og karlalandsliðsins til margra ára, að veita innanbúðaupplýsingar um íslenska liðið á stóra sviðinu. „Ég skil ekkert í honum að svíkja land og þjóð á þennan hátt og afhenda mótherjum Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið,“ segir meðal annars í greininni. „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð? Ég er ekki viss um það,“ skrifar Víðir svo. Mikil vonbrigði Greinin uppskar mikla gagnrýni, til að mynda frá silfurdrengnum Hreiðari Levý Guðmundssyni og fyrrum landsliðsmanninum og landsliðsþjálfaranum Geiri Sveinsyni. Gunnar segir sjálfur skrifin hafa slegið sig. „Ég var mjög hissa þegar ég sá þessa grein enda ekki oft sem það er verið að bendla menn við landráð á sviði íþrótta. Ég sá strax að hann var ekki með heildarmyndina á þessu máli. Auðvitað voru þetta mikil vonbrigði að Víðir skuli ekki hafa haft samband við mig eða kynnt sér málin betur áður en hann skrifaði greinina,“ segir Gunnar sem hlaut skilaboð víða að í kjölfarið. „Ég verð að játa það að viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Ég hef fengið símtöl og skilaboð úr öllum áttum. Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið og auðvitað hjálpar þetta manni mikið.“ Víðir beðist afsökunar Hefur Víðir haft samband? „Já hann hefur haft samband við mig og beðið mig afsökunar á þessum skrifum sínum. Hann er maður að meiri að hafa beðist afsökunar og þar með er málinu lokið af minni hálfu.“ Gunnar segir það gott, að málinu sé lokið og hann einbeitir sér að komandi baráttu í Olís-deild karla. Hans menn í Aftureldingu spila sinn fyrsta leik eftir HM-pásuna við ÍR klukkan 19:30 að Varmá í kvöld. Afturelding situr í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppliði FH. „Það er mjög gott, enda óskaði ég ekki eftir að standa í þessu máli. Það er mjög gott að deildin sé að byrja og verður gaman að komast aftur á fulla ferð með Aftureldingu.“
HSÍ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira