Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 11:32 Snorri Steinn Guðjónsson með aðstoðarmanni sínum Arnóri Atlasyni eftir lokaleik Íslands á heimsmeistaramótinu þar sem íslenska liðið vann sinn fimmta sigur í sex leikjum. Vísir/Vilhelm Eitt heitasta málið eftir heimsmeistaramótið var aðkoma Gunnars Magnússonar að undirbúningi Króatar fyrir leikinn afdrifaríka á móti Íslandi. Íslenski landsliðsþjálfarinn hefur sjálfur skoðun á þeirri umræðu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lenti ekki aðeins í króatíska landsliðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu í handbolta heldur var við stjórnvölinn hjá þeim Dagur Sigurðsson sem gjörþekktir íslenska liðið. Í viðbót var til aðstoðar Gunnar Magnússon sem hefur hefur klippt myndbönd fyrir íslenska landsliðið í mörg ár. Aðkoma Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu fékk harðan dóm frá Víði Sigurðssyni, íþróttablaðamanni hjá Morgunblaðinu, reyndasta starfandi íþróttablaðamanni Íslands. Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis um Gunnar til skammar og að Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Fleiri hafa hneykslast yfir því sjónarmiði að saka Gunnar um föðurlandssvik og að hann hafi í raun þarna afhent mótherja Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið. En hvað finnst Snorra Stein sjálfum um þessa umræðu. Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, bar þetta undir hann um leið og þeir gerðu upp heimsmeistaramótið saman. „Það er kjánaskapur að halda því fram og rúmlega það. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé einhver umræða og ótrúleg spurning,“ sagði Snorri Steinn og hló. Klippa: Snorri Steinn tjáir sig um Gunna Mag málið „Ég sé ekki vandamálið. Dagur er að þjálfa Króatíu og er að fá Gunna til að hjálpa sér. Þetta er bara vinna manna og ég sé akkúrat ekkert athugavert við það,“ sagði Snorri. Króatar mæta Danmörku í úrslitaleiknum í kvöld. Þeir fóru illa með Ísland í fyrri hálfleiknum og léku sér einnig að Frökkum fram eftir leik. Eiga Króatarnir einhverja möguleika á móti hinu geysisterka danska liði? Geta þeir unnið þetta? „Lið sem fer í úrslitaleik á heimsmeistaramóti getur unnið mótið. Auðvitað eru Danir sigurstranglegri enda með ótrúlegt lið. Þeir eru búnir að búa til einhverja vél sem er erfitt við að eiga,“ sagði Snorri. „Þeir töpuðu samt úrslitaleiknum á EM í fyrra og af hverju ættu þeir ekki að geta tapað honum núna á móti Króötum? Ég get alveg séð það fyrir mér en ég held að stuðullinn sé örugglega lægri á Danina,“ sagði Snorri. Hann heldur með Degi Sigurðssyni og Króötum í úrslitaleiknum. Hér fyrir ofan má sjá Snorra Stein svara spurningunni um Gunnar Magnússon en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er líka aðgengilegur og öllum hlaðvarpsveitum. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar segist eiga meira inni EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lenti ekki aðeins í króatíska landsliðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu í handbolta heldur var við stjórnvölinn hjá þeim Dagur Sigurðsson sem gjörþekktir íslenska liðið. Í viðbót var til aðstoðar Gunnar Magnússon sem hefur hefur klippt myndbönd fyrir íslenska landsliðið í mörg ár. Aðkoma Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu fékk harðan dóm frá Víði Sigurðssyni, íþróttablaðamanni hjá Morgunblaðinu, reyndasta starfandi íþróttablaðamanni Íslands. Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis um Gunnar til skammar og að Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Fleiri hafa hneykslast yfir því sjónarmiði að saka Gunnar um föðurlandssvik og að hann hafi í raun þarna afhent mótherja Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið. En hvað finnst Snorra Stein sjálfum um þessa umræðu. Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, bar þetta undir hann um leið og þeir gerðu upp heimsmeistaramótið saman. „Það er kjánaskapur að halda því fram og rúmlega það. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé einhver umræða og ótrúleg spurning,“ sagði Snorri Steinn og hló. Klippa: Snorri Steinn tjáir sig um Gunna Mag málið „Ég sé ekki vandamálið. Dagur er að þjálfa Króatíu og er að fá Gunna til að hjálpa sér. Þetta er bara vinna manna og ég sé akkúrat ekkert athugavert við það,“ sagði Snorri. Króatar mæta Danmörku í úrslitaleiknum í kvöld. Þeir fóru illa með Ísland í fyrri hálfleiknum og léku sér einnig að Frökkum fram eftir leik. Eiga Króatarnir einhverja möguleika á móti hinu geysisterka danska liði? Geta þeir unnið þetta? „Lið sem fer í úrslitaleik á heimsmeistaramóti getur unnið mótið. Auðvitað eru Danir sigurstranglegri enda með ótrúlegt lið. Þeir eru búnir að búa til einhverja vél sem er erfitt við að eiga,“ sagði Snorri. „Þeir töpuðu samt úrslitaleiknum á EM í fyrra og af hverju ættu þeir ekki að geta tapað honum núna á móti Króötum? Ég get alveg séð það fyrir mér en ég held að stuðullinn sé örugglega lægri á Danina,“ sagði Snorri. Hann heldur með Degi Sigurðssyni og Króötum í úrslitaleiknum. Hér fyrir ofan má sjá Snorra Stein svara spurningunni um Gunnar Magnússon en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er líka aðgengilegur og öllum hlaðvarpsveitum.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar segist eiga meira inni EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Sjá meira