Veðbankar telja Neymar og félaga líklegasta til að vinna HM Nú þegar búið er að draga í riðla á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu hafa veðbankar tekið saman hvaða þjóðir eru líklegasta til að fara langt. Þrjár Evrópuþjóðir og tvær frá Suður-Ameríku tróna á toppi listans. Fótbolti 2. apríl 2022 10:31
Tveir erlendir leikmenn til liðs við KR KR hefur sótt tvo leikmenn til að styrkja hópinn fyrir komandi átök í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Um er að ræða tvo leikmenn sem hafa báðir leikið með yngri landsliðum Ástralíu. Íslenski boltinn 2. apríl 2022 09:31
Shearer sá dýrasti miðað við gengi Alan Shearer gekk í raðir Newcastle United sumarið 1996. Þáverandi framherji Blackburn Rovers var keyptur á 15 milljónir punda. Ef það væri yfirfært yfir á daginn í dag myndi Shearer kosta litlar 222 milljónir punda. Enski boltinn 2. apríl 2022 07:01
Manchester-liðin og Chelsea borguðu mest til umboðsmanna Alls borguðu ensk úrvalsdeildarfélög umboðsmönnum leikmanna 272,6 milljónir punda frá 2021-2022. Samsvarar það rúmlega 46 milljörðum íslenskra króna. Manchester City, topplið deildarinnar, borgaði mest allra liða í deildinni. Enski boltinn 1. apríl 2022 23:30
Söfnuðu stórfé þegar kvikmyndakempur í misgóðu formi tókust á Íslenskir kvikmyndargerðarmenn tóku höndum saman við erlenda í dag og söfnuðu á fjórðu milljón króna fyrir kvikmyndargerðarmann sem slasaðist við tökur um árið. Farin var óhefðbundin leið; þeir spiluðu fótbolta til fjáröflunar. Lífið 1. apríl 2022 23:01
Baldur Sig heim í Völsung Hinn 36 ára Baldur Sigurðsson hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Völungs, uppeldisfélag síns. Lék Baldur síðast með Völsungi árið 2004. Íslenski boltinn 1. apríl 2022 23:00
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Breiðablik 1-2 | Blikakonur Lengjubikarmeistarar Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna í fótbolta fór fram í Garðabæ í kvöld. Heimastúlkur í Stjörnunni tóku þá á móti Breiðablik í leik sem var hin mesta skemmtun. Breiðablik stóð uppi sem Lengjubikarmeistari kvenna árið 2022 eftir 1-2 sigur. Íslenski boltinn 1. apríl 2022 22:09
Ákærður fyrir að kasta bjórglasi í dómara Þýskur karlmaður, 38 ára gamall, hefur verið ákærður af lögreglunni í Bochum fyrir að verða þess valdur að aðstoðardómari á leik liðsins gegn Borussia Mönchengladbach endaði á sjúkrahúsi. Fótbolti 1. apríl 2022 20:16
Xavi vill þrjá varnarmenn Chelsea Spænska knattspyrnufélagið Barcelona stefnir á að sækja þrjá varnarmenn Chelsea í sumar. Enski boltinn 1. apríl 2022 19:30
Riðlarnir á HM klárir: England leikur á fyrsta degi síðan 1966 og Danir mæta Frökkum Dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í dag. Dregið var í Doha, höfuðborg Katar en mótið fer þar fram. Mótið hefst þann 21. nóvember og fer úrslitaleikurinn fram 18. desember. Hér að neðan má sjá riðlakeppni mótsins, enn á eiga þrjár þjóðir eftir að tryggja sér þátttökurétt. Fótbolti 1. apríl 2022 17:30
Kallar eftir fullkomnun hjá sínum mönnum í Katar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur kallað eftir því að lið hans spili fullkomlega á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Engin pressa. Fótbolti 1. apríl 2022 15:30
Má ekki spila í þremur fyrstu umferðum Bestu deildarinnar Leikmaður KA má ekki spila með liðinu fyrr en í fjórðu umferð Bestu deildarinnar á komandi tímabili en KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn í byrjun keppnistímabilsins 2022. Íslenski boltinn 1. apríl 2022 15:01
KA fær Úkraínumann á láni KA hefur fengið liðsstyrk fyrir átök sumarsins í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Úkraínumaðurinn Oleksiy Bykov er kominn á láni til félagsins. KA greindi frá. Íslenski boltinn 1. apríl 2022 11:46
Framherji KR fótbrotnaði í æfingaleik Kristján Flóki Finnbogason, framherji Bestu-deildarliðs KR í knattspyrnu, fótbrotnaði í æfingaleik gegn HK. Óvíst er hvenær hann getur snúið aftur á völlinn en hann bíður nú eftir að komast í aðgerð. Íslenski boltinn 1. apríl 2022 11:15
Dregið í riðla á HM í dag: Allt sem þarf að vita Í dag kemur í ljós hvaða þjóðir verða saman í riðlum á HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar í nóvember og desember á þessu ári. Hér að neðan er farið yfir allt sem mögulega þarf að vita fyrir drátt dagsins. Fótbolti 1. apríl 2022 11:00
Liechtenstein-leikirnir koma Arnari yfir Eyjólf og úr neðsta sætinu Það er óhætt að segja að byrjun Arnars Þór Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafi gengið sögulega illa. Fótbolti 1. apríl 2022 09:31
Sveindís Jane hlaðin lofi eftir frábæra frammistöðu Sveindís Jane Jónsdóttir nýtti heldur betur tækifærið er hún byrjaði stórleik Wolfsburg og Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún lagði upp bæði mörk Wolfsburg í 2-0 sigri og átti risastóran þátt í að liðið er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 1. apríl 2022 09:01
Úkraínskur flóttamaður æfir með Man City: Bróðir hans berst við Rússa heima fyrir Úkraínskur flóttamaður hefur fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Enski boltinn 1. apríl 2022 08:01
Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. Fótbolti 1. apríl 2022 07:01
Sara kom inn af bekknum er Lyon tryggði sér sæti í undanúrslitum Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon snéru taflinu við gegn Juventus í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið vann 3-1 sigur eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-1 og er því á leið í undanúrslit. Fótbolti 31. mars 2022 21:00
Sveindís bjó til bæði mörkin er Wolfsburg tryggði sér sæti í undanúrslitum Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg unnu 2-0 sigur gegn Arsenal í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Wolfsburg fer því áfram eftir samanlagðan 3-1 sigur. Fótbolti 31. mars 2022 18:46
Van Nistelrooy verður næsti knattspyrnustjóri PSV Eindhoven Ruud van Nistelrooy verður nýjasti fyrrum lærisveinn Sir Alex Ferguson sem reynir fyrir sér sem knattspyrnustjóri. Fótbolti 31. mars 2022 17:46
Heimavöllur Fram ekki tilbúinn fyrir fyrstu umferð Bestu-deildarinnar Fram leikur Bestu-deild karla í knattspyrnu í sumar. Verður það í fyrsta skipti í átta ár sem liðið leikur í efstu deild. Heimavöllur liðsins verður hins vegar ekki klár þegar mótið hefst og því óvíst hvar leikurinn fer fram. Íslenski boltinn 31. mars 2022 17:00
Sú besta eftir leikinn á troðfullum Nývangi: „Töfrum líkast“ Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims, átti hreinlega ekki orð til að lýsa tilfinningum sínum eftir magnaðan 5-2 sigur Barcelona á Real Madríd í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leikurinn fór fram fyrir framan 91533 áhorfendur en það er heimsmet. Fótbolti 31. mars 2022 15:01
Fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni Félögin í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa samþykkt að fimm skiptingar verði leyfðar hjá hvoru liði í leikjum í deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti 31. mars 2022 14:28
Saksóknari undir feld í máli Arons og Eggerts Saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara hefur nú til skoðunar hvort gefin verði út ákæra í máli knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Rannsókn lögreglu er lokið, ákærusvið lögreglu hefur skilað málinu til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun í málinu. Innlent 31. mars 2022 13:52
Skytturnar vonast til að Wolfsburg sofni á verðinum undir lok leiks Arsenal mætir Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Skytturnar skoruðu undir lok leiks en Wolfsburg á það til að sofna á verðinum undir lok leikja. Fótbolti 31. mars 2022 13:30
Elísabet hætti að stela bílum og gerðist þjálfari Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad, er í ítarlegu viðtali hjá sænska miðlinum Expressen. Þar ræðir hún meðal annars hvað gerði það að verkum að hún fór að þjálfa fótbolta og að hún hafi stolið bíl á sínum yngri árum. Fótbolti 31. mars 2022 12:32
Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. Fótbolti 31. mars 2022 10:31
Rúmlega fjórar milljónir flúið frá upphafi innrásar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúmlega fjórar milljónir Úkraínumanna hafi flúið land undan innrás Rússa til nágrannaríkja. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, eða um 2,3 milljónir manna. Innan Úkraínu eru 6,5 milljónir manna á vergangi. Heimsmarkmiðin 31. mars 2022 10:29
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti