Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Rúnar Þór spilaði kvið­slitinn

Bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Keflavíkur er liðið hóf leik í Bestu deild karla. Rúnar Þór hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og er kviðslitinn en spilaði samt sem áður 75 mínútur í 4-1 tapi á Kópavogsvelli í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þögn ríkir hjá FH um málefni Eggerts

Fundað var um stöðu knattspyrnumannsins Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá FH í Kaplakrika í gær vegna gagnrýni á veru hans í liði FH á sama tíma og embætti héraðssaksóknara er með mál hans til skoðunar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rangnick: Þeir eru sex árum á undan okkur

Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, var niðurlútur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Liverpool í stórleik ensku urvalsdeildarinnar í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi einfaldelga ekki verið nógu góðir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óskar Örn: Eigum að klára svona leik með sigri

Óskar Örn Hauksson er kominn á blað með Stjörnumönnnum í Bestu-deildinnni í fótbolta karla en hann skoraði seinna mark liðsins þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Skagamönnum í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar Hrafn: „Leikmenn voru rétt stilltir í dag“

„Þetta var virkilega góður leikur hjá okkur að stærstum hluta. Fyrstu 65 mínúturnar fannst mér virkilega góðar, mikil orka og mikill kraftur en síðan gáfum við eftir og hleyptum þeim fullmikið inn í leikinn fyrir minn smekk,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Þiggur laun fyrir að tala vel um HM í Katar

Danska landsliðskonan Nadia Nadim hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna starfa sinna sem sendiherra fyrir HM karla í fótbolta sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Hún fær greitt fyrir að auglýsa mótið.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Daði dýrkaður og dáður hjá Bol­ton

Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson átti frábæra innkomu um helgina er hann kom inn af bekknum hjá Bolton Wanderers og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Accrington Stanley. Gaf hann sér svo tíma til að leika við ungan aðdáanda Bolton-liðsins á leiðinni heim.

Enski boltinn