Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Meiðsla­hrjáð hetja Róm­verja

Hinn 22 ára gamli Nicolò Zaniolo reyndist hetja Roma er liðið vann Feyenoord 1-0 í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Zaniolo hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einkar óheppinn með meiðsli og til að mynda tvívegis slitið krossband í hné.

Fótbolti
Fréttamynd

Staðgengill Elíasar hetja Midtjylland

Midtjylland er danskur bikarmeistari í fótbolta eftir sigur á OB í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 0-0 jafntefli í úrslitaleiknum í Kaupmannahöfn í dag. Hinn 37 ára gamli David Ousted var hetja Midtjylland.

Fótbolti
Fréttamynd

Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tárvotur Mourinho skrifar söguna í Rómarborg

Ítalska liðið Roma vann í gærkvöld sinn fyrsta titil í 14 ár eftir 1-0 sigur á Feyenoord frá Hollandi í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho, stjóri Roma, gat vart haldið aftur af tárunum í leikslok og kveðst vera afar stoltur.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt í Íslendingaslagnum í Noregi

Það var nóg af mínútum hjá íslenskum konum og körlum í norska fótboltanum í dag. Það voru skoruð mörk í öllum leikjum en jafntefli var niðurstaðan í uppgjöri Íslendingaliðanna Bodø/Glimt og Strømsgodset.

Fótbolti