Gerrard hafði betur gegn Lampard Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, er kominn með liðið sitt aftur á sigurbraut eftir að Villa tapaði gegn nýliðum Bournemouth í fyrstu umferð. Í dag hafði Gerrard og hans menn betur gegn lærisveinum Frank Lampard í Everton með 2-1 sigri. Enski boltinn 13. ágúst 2022 13:45
„Ég er ekki að sofa hjá honum“ Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er eitt heitasta umræðuefni fjölmiðlamanna í Bretlandi en Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, virðist vera orðinn þreyttur á endalausum spurningum um Haaland á fréttamannafundum félagsins. Sport 13. ágúst 2022 12:31
Fjórum leikmönnum Tottenham bannað að æfa með félaginu Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham hefur bannað Harry Winks, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Sergio Reguilón að æfa með aðalliðinu. Enski boltinn 13. ágúst 2022 12:00
Bréf frá Láru: Að losna úr viðjum matarfíknar Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata. Íslenski boltinn 13. ágúst 2022 10:00
Arsenal ekki hætt á markaðinum | Tilboð í Tielemans í bígerð Arsenal er ekki hætt að versla inn leikmenn í félagaskiptaglugganum en félagið er sagt vera að undirbúa tilboð í Youri Tielemans, miðjumann Leicester City. Enski boltinn 13. ágúst 2022 09:31
„Þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 160 milljónir fyrir þátttöku í Evrópukeppni“ Góður árangur íslensku liðanna á Evrópumótunum í fótbolta í sumar hefur verulega þýðingu, ekki síst fjárhagslega, segir formaður FH, Viðar Halldórsson, sem á sæti í nefnd knattspyrnusambands Evrópu sem skipuleggur keppnina. Fótbolti 13. ágúst 2022 09:00
Benzema, Courtois og De Bruyne tilnefndir sem leikmenn ársins hjá UEFA Evrópska knattspyrnusambandið UEFA birti í gær hvaða þrír leikmenn eiga möguleika á því að vera valdir knattspyrnumaður ársins hjá sambandinu. Fótbolti 13. ágúst 2022 08:00
„Naut þess mikið að vinna með Aubameyang hjá Dortmund“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segist alltaf hafa átt náið samband við framherjann Pierre-Emerick Aubameyang eftir að hafa unnið með honum hjá Dortmund. Enski boltinn 13. ágúst 2022 07:01
Enginn Messi á Ballon d'Or listanum í fyrsta skipti síðan 2005 Fyrr í kvöld var birtur listinn yfir þá þrjátíu leikmenn sem koma til greina til að vinna Gullknöttinn, Ballon d'Or. Í fyrsta skipt í 17 ár er nafn Lionel Messi hvergi sjáanlegt. Fótbolti 12. ágúst 2022 23:30
Barcelona skráir fjóra nýja leikmenn í tæka tíð Barcelona náði að skrá fjóra nýja leikmenn í tæka tíð fyrir fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni þegar Barcelona tekur á móti Rayo Vallecano á morgun. Fótbolti 12. ágúst 2022 23:01
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-3| Valur í bikarúrslit eftir að hafa afgreitt Stjörnuna í fyrri hálfleik Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikars-kvenna með auðveldum 1-3 sigri á Stjörnunni. Heimakonur voru sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið sem skilaði þremur mörkum og leikurinn gott sem búinn í hálfleik. Jasmín Erla skoraði sárabótamark en nær komst Stjarnan ekki. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 22:20
Ásdís Karen: Pétur sagði að þreyta væri bara í hausnum á okkur Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins eftir 1-3 sigur á Stjörnunni. Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, var afar ánægð með fyrri hálfleik liðsins. Sport 12. ágúst 2022 22:02
Fjölnir vann stórsigur og Grótta kom til baka Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld þegar Fjölnir vann öruggan 1-4 útisigur gegn KV og Grótta vann 4-2 sigur gegn Aftureldingu. Fótbolti 12. ágúst 2022 21:16
Dönsku meistararnir fara illa af stað Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar þeirra í danska meistaraliðinu FCK máttu þola 1-3 tap er liðið tók á móti Randers í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var þriðja tap liðsins í upphafi tímabils. Fótbolti 12. ágúst 2022 21:04
Ungu varamennirnir snéru taflinu við fyrir Dortmund Borussia Dortmund vann 1-3 endurkomusigur er liðið heimsótti Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það voru varamennirnir Jamie Bynoe-Gittens og Youssoufa Moukoko sem snéru taflinu við fyrir gestina. Fótbolti 12. ágúst 2022 20:23
FH styrkti stöðu sína á toppnum FH-ingar styrktu stöðu sína á toppi Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu er liðið vann góðan 1-0 heimasigur gegn Augnabliki. Fótbolti 12. ágúst 2022 19:53
Alexandra yfirgefur Frankfurt og gæti verið á leið til Ítalíu Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir hefur yfirgefið herbúðir þýska félagsins Eintracht Frankfurt. Fótbolti 12. ágúst 2022 19:30
Sigrar hjá Íslendingaliðunum í Noregi | Aron skoraði í dramatískum Íslendingaslag Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í norska og danska boltanum í kvöld og unnu þau öll örugga sigra. Fótbolti 12. ágúst 2022 18:57
Kristófer og félagar enn með fullt hús stiga Kristófer Ingi Kristinsson og félagar hans í SønderjyskE eru enn með fullt hús stiga í dönsku B-deildinni eftir öruggan 0-3 útisigur gegn Hobro í kvöld. Fótbolti 12. ágúst 2022 18:24
Íslendingalið Kristianstad vann sinn áttunda sigur í röð Íslendingalið Kristianstad, undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur, vann sinn áttunda deildarsigur í röð er liðið tók á móti Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-0. Fótbolti 12. ágúst 2022 17:55
„Ég held bara að ég hafi aldrei verið jafn spenntur fyrir tímabili og núna“ „Það er ótrúlegt hvað Mourinho hefur stuðningsmenn í lófa sér,“ segir Björn Már Ólafsson í þættinum Punktur og basta, sem er nýr hlaðvarpsþáttur um ítalska fótboltann. Rómverjar voru á meðal umræðuefna fyrsta þáttar. Fótbolti 12. ágúst 2022 16:45
Sveinn svarar Arnari: „Alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár“ Sveinn Arnarsson, fjórði dómari í leik KA og KR í Bestu deild karla á dögunum, hefur svarað ummælum Arnars Grétarssonar, sem sá síðarnefndi lét falla í Þungavigtinni í dag. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 15:54
Lennon nú aðeins fimm mörkum frá markameti bikarkeppninnar Steven Lennon skoraði þrjú mörk fyrir FH-inga í 4-2 sigri á Kórdrengjum í átta liða úrslitum Mjólkursbikars karla í gærkvöldi og stók stórt stökk á listanum yfir þá markahæstu í sögu bikarsins. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 15:00
Þriðja sinn sem sami þjálfari er rekinn rétt fyrir HM Vahid Halilhodzic var látinn fara í gær sem landsliðsþjálfari Marokkó en aðeins þrír mánuðir eru í að landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 12. ágúst 2022 14:31
Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. Fótbolti 12. ágúst 2022 13:30
Punktur og basta - nýtt hlaðvarp um ítalska boltann Punktur og basta er nýtt hlaðvarp þar sem fjallað er um ítölsku úrvalsdeildina. Fyrsti þátturinn er kominn inn á Vísi. Fótbolti 12. ágúst 2022 13:01
Blikar og Víkingar rökuðu inn milljónum í Evrópu Góður árangur Víkings og Breiðabliks í Evrópukeppnum í ár skilaði sér á bankabók félaganna. Víkingar sönkuðu að sér yfir milljón evra. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 12:30
Segist hafa orðið fyrir rasisma á Selfossi: „Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann“ Pólski fótboltamaðurinn Chris Jastrzembski segist hafa yfirgefið Selfoss vegna kynþáttafordóma. Hann ræður öðrum pólskum leikmönnum frá því að spila á Íslandi. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 12:01
Arnar rak fjórða dómarann út af skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir leik Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segist hafa farið langt yfir strikið í mótmælum sínum í leiknum gegn KR í Bestu deild karla. Hann vísaði fjórða dómara leiksins út af skrifstofu í KA-heimilinu daginn eftir. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 11:16
Dæmdur í leikbann meira en ári eftir að hann hætti í fótbolta Fabio Coentrao, fyrrum leikmaður Real Madrid, vakti athygli fyrir einu og hálfu ári síðan þegar hann hætti í fótbolta og snéri sér að fiskveiðum. Nú er kappinn aftur í fréttum. Fótbolti 12. ágúst 2022 10:31