Íslenskir sigrar í Skandinavíu Örebro og Piteå, Íslendingaliðin í Svíþjóð unnu bæði sigur í leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Rosenborg, lið Selmu Sól Magnúsdóttur, 0-2 sigur á útivelli gegn Kolbotn. Fótbolti 14. ágúst 2022 16:45
Uppfært: Man Utd ætlar ekki að rifta við Ronaldo Hermt var að Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. Það reyndist ekki vera rétt. Enski boltinn 14. ágúst 2022 16:00
Fyrsti sigur Forest í Úrvalsdeildinni í 23 ár Taiwo Awoniyi tryggði Nottingham Forest fyrsta sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í 23 ár en Forest lék síðasti sigurleikur Forest í úrvalsdeildinni kom árið 1999. Awoniyi skoraði eina markið í 1-0 sigri á West Ham. Enski boltinn 14. ágúst 2022 14:55
Tekst Mourinho að skáka röndóttu liðunum úr Norðrinu? Hitabylgja gekk yfir landið, ríkisstjórnin féll og Íslendingar hrönnuðust á helstu ferðamannastaðina. Með öðrum orðum eru þetta nokkuð hefðbundnir sumarmánuðir sem líða undir lok á Ítalíu um helgina. Á mánudaginn 15. ágúst halda Ítalír hátíðlegan svokallaðan Ferragosto – dag sem markar upphaf tveggja vikna sumarleyfis heimamanna. Hitinn lækkar niður í þolanlegar tölur og farið er að hægja á ferðamannastraumnum þetta árið. Þessi helgi markar þó einnig upphaf tímabilsins í ítölsku A deildinni með heilli umferð sem hófst á leik ríkjandi meistara AC Milan gegn Udinese á stærsta sviðinu – La Scala knattspyrnunnar, San Siro. Fótbolti 14. ágúst 2022 14:15
Arteta: Aldrei upplifað annað eins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði stuðningsmönnum liðsins í hástert eftir 4-2 sigur Arsenal á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var fyrsti leikur Arsenal á heimavelli á þessu leiktímabili. Enski boltinn 14. ágúst 2022 13:30
Ancelotti ætlar að hætta í fótbolta eftir Real Madrid Carlo Ancelotti hefur gefið það út að hann mun ekki taka við öðru knattspyrnufélagi á sínum ferli eftir að hann yfirgefur Real Madrid. Fótbolti 14. ágúst 2022 12:45
Þrjóska Ten Hag kemur í veg fyrir fleiri félagaskipti hjá United Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, setti Frenkie De Jong efstan á óskalistann sinn í félagaskiptaglugganum núna í sumar. Enski boltinn 14. ágúst 2022 12:00
De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. Enski boltinn 14. ágúst 2022 10:00
Róbert hafði betur í Íslendingaslag MLS Róbert Orri Þorkelsson og liðsfélagar hans í CF Montreal höfðu betur gegn Houston Dynamo, þar sem Þorleifur Úlfarsson leikur, í Bandarísku MLS deildinni í nótt. Montreal vann leikinn 3-2. Fótbolti 14. ágúst 2022 09:30
Redknapp: Martinez of lítill til að spila í hjarta varnarinnar Jamie Redknapp, sérfræðingur Skysports um ensku úrvalsdeildina í fótbolta karla, telur að Manchester United geti ekki stillt argentínska leikmanninum Lisandro Martinez upp í hjarta varnarinnar ætli liðið að snúa taflinu sér í vil í næstu leikjum liðsins. Fótbolti 14. ágúst 2022 09:00
Gary Neville: „Aldrei liðið jafn illa á 42 ára ferli mínum sem United-maður Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, fór ekki fögrum orðum um sitt fyrrum félag þegar hann ræddi háðulegt tap liðsins gegn Brentford í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. Enski boltinn 13. ágúst 2022 23:13
Birkir Bjarnason á toppnum í Tyrklandi Adana Demirspor bar 3-0 úr býtum þegar liðið atti kappi við Sivasspor í annarri umferð tyrknesku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. Fótbolti 13. ágúst 2022 22:36
Rooney hrósar Guðlaugi Victori í hástert Wayne Rooney, þjálfari MLS-liðsins í fótbolta karla, DC United segir að Guðlaugur Victor Pálsson muni koma með leiðtogahæfileika sem liðið vanti inn á völlinn þegar hann þreytir frumraun sína. Fótbolti 13. ágúst 2022 21:44
Góð byrjun Galtier hjá PSG - Neymar á skotskónum Paris Saint-Germain fer vel af stað undir stjórn Christophe Galtier en liðið vann sannfærandi 5-2 sigur þegar liðið fékk Montpellier í heimsókn á Parc des Princes í annarri umferð frönsku efstu deildarinnar í kvöld. Fótbolti 13. ágúst 2022 21:31
Nýju leikmennnirnir náðu ekki að stimpla sig inn hjá Barcelona Barcelona gerði markalaust jafntefli við Rayo Vallecano í leik liðanna í fyrstu umferð spænsku efstu deildarinnar í fótbolta karla á Nývangi í kvöld. Fótbolti 13. ágúst 2022 21:18
Lukaku skoraði í endurkomu sinni Inter Milan lagði Lecce að velli með tveimur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á Stadio Via del Mare í fyrstu umferð ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. Fótbolti 13. ágúst 2022 21:03
Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt" Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. Fótbolti 13. ágúst 2022 20:51
Elías Már skoraði markið sem skildi liðin að Elías Már Ómarsson skoraði sigurmark Nimes Olympique þegar liðið mætti Rodez í þriðju umferð frönsku B-deildarinnar í fótbolta karla í dag. Fótbolti 13. ágúst 2022 20:01
Tindastóll andar ofan í hálsmál HK Tindastóll og Víkingur mættust í miklum markaleik í Lengjudeild kvenna í fótbolta á Sauðárkróki í kvöld. Fótbolti 13. ágúst 2022 19:33
AC Milan hóf titilvörninina vel AC Milan varð ítalskur meistari í fótbolta karla á síðasta tímabili hóf titilvörn sína þegar liðið fékk Udinese í heimsókn í fyrstu umferð deildarinnar. Fótbolti 13. ágúst 2022 19:08
Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. Enski boltinn 13. ágúst 2022 18:26
Aron spilaði allan tímann í markalausum leik Sirius gerði markalaust jafntefli við Helsingborg þegar liðin leiddu saman hesta sína í sænsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. Fótbolti 13. ágúst 2022 18:25
Jón Daði kom inná í jafntefli Jón Daði Böðvarsson spilaði um það bil hálftíma þegar lið hans, Bolton Wanderers, gerði markalaust jafntefli við Port Vale í ensku C-deildinni í fótbolta karla í dag. Fótbolti 13. ágúst 2022 18:02
Berglind Björg leysti Svövu Rós af hólmi í hálfleik Brann gerði 1-1 jafntefli við Stabæk þegar liðin áttus við í 17. umferð norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag. Fótbolti 13. ágúst 2022 17:50
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 13. ágúst 2022 16:52
Fylkir stefnir hraðbyri að sæti í efstu deild Fylkir er á góðri leið með að endurheimta sæti sitt í efstu deild karla í fótbolta. Fylkismenn höfðu betur gegn Vestra með einu marki gegn engu í 16. umferð Lengjudeildarinnar í dag. Fótbolti 13. ágúst 2022 16:51
„Héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna“ Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega kátur í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkubikars kvenna með 0-2 útisigri gegn Selfyssingum á Jáverk-velinum á Selfossi í dag. Íslenski boltinn 13. ágúst 2022 16:23
Haaland ekki á meðal markaskorara er City skoraði fjögur Manchester City átti ekki í vandræðum með nýliða Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en City vann mjög sannfærandi 4-0 sigur. Enski boltinn 13. ágúst 2022 16:15
Þrjú jafntefli í þremur leikjum í enska Southampton og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan bæði Wolves og Fulham ásamt Brighton og Newcastle, gerðu markalaus jafntefli. Enski boltinn 13. ágúst 2022 16:10
Jesus allt í öllu í sigri Arsenal á Leicester Gabriel Jesus kom sá og sigraði þegar hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 4-2 sigri Arsenal gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 13. ágúst 2022 16:05