Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Benzema bjargaði Real

Karim Benzema skoraði tvívegis á lokamínútunum í 3-1 sigri Real Madrid á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sætasti sigur sem ég hef unnið”

Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur á KA á Akureyri í dag eftir að hafa lent 2-1 undir í síðari hálfleik. Birnir Snær Ingason skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90. mínútur og kveðst sjálfur aldrei hafa unnið eins sætan sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Oliver: Yndislegt að gefa til baka

„Þetta var geggjað, fyrsta markið fyrir klúbbinn og merkileg stund fyrir mig,“ sagði Oliver Stefánsson leikmaður ÍA eftir 1-0 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í dag. Oliver skoraði eina mark leiksins á 89.mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum

Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron Elís hafði betur gegn Stefáni Teit

Miðað við fjölda Íslendinga í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár þá verða Íslendingaslagir nánast hverja helgi þetta tímabilið. Aron Elís Þrándarson og liðsfélagar hans í OB unnu rétt í þessu 1-2 útisigur á Stefáni Teit Þórðarsyni og Silkeborg í uppgjör Íslendingaliða í dönsku úrvalsdeildinni þessa helgina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kane sá um Forest

Harry Kane skoraði bæði mörk Tottenham í 0-2 sigri liðsins á útivelli gegn Nottingham Forest í lokaleik 4. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Enski boltinn
Fréttamynd

Klopp: Gætum ekki borið meiri virðingu fyrir Bournemouth

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag að leikmennirnir sínir sýndu almennileg viðbrögð við slæmri byrjun félagsins í fyrstu þremur umferðunum. Hann hafi þó ekki vilja niðurlægja Bournemouth á þann hátt sem Liverpool gerði

Enski boltinn