Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mætast í fyrsta sinn í úrslitum

Þótt Stjarnan og Breiðablik hafi samtals fjórtán sinnum orðið bikarmeistarar mætast þau í fyrsta sinn í bikar­úrslitum í kvöld. Blikar unnu báða leiki liðanna í Pepsi-deildinni, þann fyrri með fjögurra marka mun.

Fótbolti
Fréttamynd

Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna

A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag.

Fótbolti