Thomas Meunier til Dortmund Thomas Meunier, 28 ára gamall belgískur landsliðsmaður, hefur samið við Borussia Dortmund til fjögurra ára. Fótbolti 25. júní 2020 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 3-2 | Kristinn hetja Blika Breiðablik komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík. Keflvíkingar voru 2-1 yfir þegar níu mínútur voru eftir. Íslenski boltinn 25. júní 2020 22:00
„Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. Enski boltinn 25. júní 2020 21:54
Sjáðu mörkin í naumum sigri Blika á Keflvíkingum Kristinn Steindórsson kom Breiðabliki til bjargar með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum í 3-2 sigri á Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 25. júní 2020 21:40
Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. Enski boltinn 25. júní 2020 21:01
Reginn vísar á bug fullyrðingum um óviðunandi ástand vallarins í Egilshöll Fasteignafélagið Reginn hefur vísað á bug fullyrðingum um að gervigrasið í Egilshöll uppfylli ekki kröfur eða að viðhaldi vallarins sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. Fótbolti 25. júní 2020 20:20
Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Fótbolti 25. júní 2020 19:52
Arsenal upp í níunda sæti með sigri - Burnley vann án Jóhanns Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins komst Arsenal á beinu brautina í dag með 2-0 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Burnley vann Watford 1-0. Enski boltinn 25. júní 2020 19:00
Þrír Arnórar skoruðu samtals sex mörk fyrir Fylki | Sjáðu mörkin Fylkir vann 8-0 stórsigur á 4. deildarliði ÍH í gær og nafnarnir Arnór Borg Guðjohnsen, Arnór Gauti Ragnarsson og Arnór Gauti Jónsson fóru mikinn í liði Fylkis. Íslenski boltinn 25. júní 2020 18:00
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Fótbolti 25. júní 2020 17:49
Sjáðu markasúpuna úr ítalska boltanum í gær Tveir magnaðir leikir fóru fram í ítölsku Seria-A deildinni í gær. Sjáðu öll 11 mörkin úr leikjunum tveimur. Fótbolti 25. júní 2020 17:45
Sneijder greinir frá áfengisvanda sínum hjá Real Madrid Wesley Sneijder, hollenskur fyrrum atvinnumaður í fótbolta, greinir frá því í sjálfsævisögu sinni að hann hafi átt við áfengisvanda að stríða þegar hann var leikmaður Real Madrid. Fótbolti 25. júní 2020 17:00
Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. Fótbolti 25. júní 2020 16:35
Segir lögin úrelt því veðmálastarfsemi sé auglýst í gegnum Lengjuna Sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni. Íslenski boltinn 25. júní 2020 16:00
Valskonur elta Breiðablik og skoruðu sex og Stjarnan tryggði sér góðan sigur undir lokin | Sjáðu öll mörk gærkvöldsins Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi. Valur lék sama leik og Breiðablik kvöldið áður og skoraði sex mörk á heimavelli. Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu fyrir Valsara - líkt og Berglind Björg gerði fyrir Breiðablik á þriðjudaginn. Stjarnan sigraði ÍBV 1-0 í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 25. júní 2020 15:15
Hallgrímur mögulega með slitið krossband Hallgrímur Jónasson, varnarmaður KA, er mögulega með slitið krossband eftir leik KA og Leiknis Reykjavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins sem fram fór í gær. KA vann leikinn 6-0. Íslenski boltinn 25. júní 2020 14:50
Ungstirni verðandi Englandsmeistara Liverpool segir Beckham þann besta í sögunni Trent Alexander-Arnold segir David Beckham þann besta til að taka aukaspyrnur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 25. júní 2020 14:30
Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Þó nær allir spekingar landsins hafi spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta yrði jafnari en oft áður þá virðist sem Valur og Breiðablik séu í sérflokki líkt og á síðasta tímabili. Íslenski boltinn 25. júní 2020 14:00
Klara segir árskortin og derhúfurnar ólík mál Klarta Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það óvíst hvort að hún muni senda mál er varðar árskort Þórsara til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. Íslenski boltinn 25. júní 2020 13:30
Rúrik samdi um starfslok við Sandhausen Rúrik Gíslason er farinn frá SV Sandhausen í þýsku B-deildinni en þetta staðfesti fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Fótbolti 25. júní 2020 13:15
Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. Enski boltinn 25. júní 2020 13:00
Umdeilt atvik á Akureyri: „Af því við erum stelpur, fáum við alltaf lélegustu dómarana?“ Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. Íslenski boltinn 25. júní 2020 12:30
Glöggur Atli bjargaði FH frá því að vera dæmdir úr Mjólkurbikarnum Glöggsemi Atla Guðnasonar, framherja FH, bjargaði FH frá því að vera dæmdir úr leik í Mjólkurbikarnum í gær en liðið vann 2-1 sigur á Þrótti. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf. Íslenski boltinn 25. júní 2020 12:00
Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. Íslenski boltinn 25. júní 2020 11:30
Veltur á Manchester City hvort Liverpool verði meistari í kvöld Það veltur á ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City hvort Liverpool verði Englandsmeistarar í kvöld eða þurfi að bíða aðeins lengur. Enski boltinn 25. júní 2020 11:00
Einungis þrír leikmenn fengu hærri einkunn en Gylfi Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af bekknum í hálfleik í gær er Everton vann 1-0 sigur á Norwich á útivelli en Gylfi Þór lét til sín taka. Enski boltinn 25. júní 2020 10:30
Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. Íslenski boltinn 25. júní 2020 09:30
Fullyrðir að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungs hafi ekki kunnað reglurnar: „Fyrir mér er þetta lágpunktur“ Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Íslenski boltinn 25. júní 2020 09:00
Dagskráin í dag: Mjókurbikarinn, Pepsi Max Mörkin, Norðurálsmótið og spænski boltinn Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag. Íslenski fótboltinn er farinn að rúlla eins og margar aðrar deildir eftir rúmt þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Sport 25. júní 2020 09:00
Sá dýrasti segist aldrei ætla að leika fyrir Mourinho aftur Svo virðist sem aðferðir José Mourinho sé ekki að ná til allra leikmanna Tottenham Hotspur. Enski boltinn 25. júní 2020 07:31