Jürgen Klopp: Enginn úr aðalliði Liverpool mun spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town í gær og ljóst að það yrði annar leikur varð knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp að taka erfiða ákvörðun - trufla vetrarfrí leikmanna sinna eða mæta í endurtekna leikinn með varalið. Enski boltinn 27. janúar 2020 08:00
Í beinni í dag: Arsenal og Bournemouth mætast í bikarnum Eftir rosalega helgi þar sem það voru yfir 20 beinar útsendingar er aðeins ein slík í dag. Það er leikur AFC Bournemouth og Arsenal. Sport 27. janúar 2020 06:00
Breiðablik kaupir markvörð frá Njarðvík Pepsi Max deildarlið Breiðabliks hefur fest kaup á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik síðan síðasta tímabili lauk en Anton Ari Einarsson gekk til liðs við félagið frá Val fyrr í vetur. Íslenski boltinn 26. janúar 2020 23:00
Hólmar Örn í ensku úrvalsdeildina? Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður Levski Sofia og íslenska landsliðsins, er mögulega á leiðinni í ensku úrvalsdeildina áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar þann 1. febrúar. Enski boltinn 26. janúar 2020 22:30
Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. Fótbolti 26. janúar 2020 22:00
Ronaldo skoraði er Juventus tapaði gegn Napoli Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum en hann hefur nú skorað 12 mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum með Juventus. Því miður dugði það ekki til í kvöld er liðið tapaði 2-1 fyrir Napoli á útivelli. Þá gerðu erkifjendurnir í Roma og Lazio 1-1 jafntefli fyrr í dag. Fótbolti 26. janúar 2020 22:00
Real Madrid marði Real Valladolid og hirti toppsætið Real Madrid tyllti sér á topp sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á Real Valladolid í kvöld. Fótbolti 26. janúar 2020 21:30
Hollenskur landsliðsmaður á leið til Tottenham? Tottenham Hotspur virðist vera horfa til Hollands í von sinni um að bólstra framlínu sína áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar nú um mánaðarmótin. Nú er félagið orðað við Steven Bergwijn, hollenskan kantmann PSV Eindhoven. Enski boltinn 26. janúar 2020 20:30
Hetja Shrewsbury: Hefði verið betra ef ég hefði skorað þrennu Leikmenn Shrewsbury Town voru eðlilega yfir sig ánægðir í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir ótrúlegt 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool í 5. umferð FA bikarsins í dag. Enski boltinn 26. janúar 2020 19:30
Shrewsbury Town kom til baka og tryggði sér leik á Anfield | Sjáðu mörkin Shrewsbury Town tókst á einhvern ótrúlegan hátt að ná í 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool eftir að hafa lent 2-0 undir í dag. Lokatölur 2-2 og ljóst að liðin þurfa að mætast aftur á Anfield. Enski boltinn 26. janúar 2020 19:00
Maguire maður leiksins er Man Utd valtaði yfir Tranmere Harry Maguire, miðvörður Manchester United, var besti leikmaður vallarins er liðið vann Tranmere Rovers örugglega 6-0 á útivelli í FA bikarnum í dag. Maguire gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með þrumuskoti fyrir utan teig. Enski boltinn 26. janúar 2020 18:15
Manchester United pakkaði Tranmere Rovers saman | Sjáðu mörkin Tranmere Rovers, sem sló Watford nokkuð óvænt út úr FA bikarnum í miðri viku, mátti þola stórtap gegn Manchester United á heimavelli sínum Prenton Park í dag. Lokatölur 6-0 fyrir úrvalsdeildarfélaginu. Enski boltinn 26. janúar 2020 17:00
Fyrsta skipti sem Man Utd skorar fimm í fyrri hálfleik síðan 2001 Manchester United leikur nú gegn Tranmere Rovers í FA bikarnum. Staðan í hálfleik er 5-0 Manchester United í vil en þetta er í fyrsta skipti siðan árið 2001 sem félagið skorar fimm mörk í fyrri hálfleik. Enski boltinn 26. janúar 2020 16:15
Jesus skoraði tvö og fiskaði víti þegar bikarmeistararnir flugu áfram Manchester City átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Fulham að velli. Enski boltinn 26. janúar 2020 14:45
Heimavöllur Tranmere í hræðilegu ásigkomulagi | Myndir Prenton Park, þar sem leikur Tranmere Rovers og Manchester United, er eins og körtöflugarður. Enski boltinn 26. janúar 2020 14:17
Young lagði upp í þriðja jafntefli Inter í röð Inter hefur gefið eftir að undanförnu. Fótbolti 26. janúar 2020 13:27
Grétar Rafn í liði áratugarins hjá Bolton Siglfirðingurinn var valinn í lið síðasta áratugar hjá Bolton Wanderers. Enski boltinn 26. janúar 2020 12:42
United þurfti að víkja fyrir dansstjörnum Hótelið sem Manchester United dvelur oftast á fyrir leiki var uppbókað. Enski boltinn 26. janúar 2020 09:54
„Hann er eins og Terminator eða Sauron með hringinn“ Svona lýsa Tim Spiers og James Pearce, blaðamann The Athletic, hinu eldfljóta og nautsterka afmælisbarni dagsins, Adama Traore. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, fór fögrum orðum um Traore eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni nýverið. Enski boltinn 26. janúar 2020 09:00
Mourinho ekki par sáttur með Inter Milan José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt ítalska félagið Inter Milan vegna þess hve seint þeir virðast ætla að næla í hinn danska Christian Eriksen. Aðeins eru fimm dagar eftir af félagaskiptaglugganum og finnst Mourinho kaupin vera ganga í gegn of seint. Enski boltinn 26. janúar 2020 08:00
Í beinni í dag: Manchester liðin í FA bikarnum og stórleikir á Ítalíu Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sport 26. janúar 2020 06:00
Einn af risunum í hollenskri fótboltasögu er allur Rob Rensenbrink, einn af risunum í hollenskri knattspyrnusögu, er látinn, 72 ára að aldri. Fótbolti 25. janúar 2020 23:15
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. Fótbolti 25. janúar 2020 23:15
Padova mistókst að setja pressu á liðin fyrir ofan sig Padova, lið Emils Hallfreðssonar, gerði í kvöld 1-1 jafntefli er liðið mætti Carpi á útivelli í ítölsku C-deildinni. Var þetta fyrsti leikur Padova undir stjórn Andrea Mandorlini en sá þjálfaði Emil hjá Hellas Verona fyrir nokkrum árum. Fótbolti 25. janúar 2020 22:15
Tvö rauð spjöld og sjö mörk er Atalanta valtaði yfir Torino Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann sjö marka sigur á Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn í Torino fengu tvö rauð spjöld ásamt því að fá á sig sjö mörk, lokatölur 7-0 gestunum í vil. Fótbolti 25. janúar 2020 22:00
Ögmundur mætti þremur vítaspyrnum í tapi Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna er Larissa tapaði 2-0 fyrir Panathinaikos á heimavelli í grísku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 25. janúar 2020 20:30
Sjóðandi heitur Lewandowski kom Bayern á bragðið Bayern München vann öruggan 5-0 sigur á Schalke 04 á Allianz vellinum í München í dag. Bæjarar eru þar af leiðandi aðeins einu stigi á eftir RB Leipzig sem situr á toppi deildarinnar en Leipzig tapaði 2-0 fyrir Eintracht Frankfurt í dag. Fótbolti 25. janúar 2020 19:45
Chelsea áfram í bikarnum eftir tæpan sigur gegn Hull City Chelsea marði B-deilarlið Hull City á útivelli í 4. umferð FA bikarsins í dag. Lokatölur 2-1 og Chelsea því í pottinum er dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar eftir helgi. Enski boltinn 25. janúar 2020 19:30
Fyrrum þjálfari Emils tekinn við Padova Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi. Fótbolti 25. janúar 2020 18:30
Jón Daði kom inn af bekknum er Millwall datt út úr FA bikarnum | Öll úrslit dagsins Jón Daði Böðvarsson og félagar í B-deilarliði Millwall töpuðu á heimavelli gegn Sheffield United í FA bikarnum í dag. Jóhann Berg Guðmundsson var hvergi sjáanlegur er Burnley tapaði á heimavelli gegn Norwich City. Þá stýrði Slaven Bilic lærisveinum sínum í West Bromwich Albion til sigurs gegn sínum gömlu lærisveinum í West Ham United. Öll úrslit dagsins má finna í fréttinni. Enski boltinn 25. janúar 2020 17:15