Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. Fótbolti 31. október 2021 17:17
Alfreð skoraði og lagði upp í endurkomu sinni í byrjunarliðið Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg í fyrsta sinn á leiktíðinni er liðið fékk Stuttgart í heimsókn. Skoraði hann og lagði upp í 4-1 stórsigri liðsins. Aðeins var um annan sigur þess að ræða á tímabilinu. Fótbolti 31. október 2021 16:55
Fimm mörk og tvö rauð er Ari Freyr hafði betur í Íslendingaslag Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Norrköping er liðið vann 3-2 sigur gegn Elfsborg í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg. Fótbolti 31. október 2021 16:35
Ingibjörg bikarmeistari í Noregi annað árið í röð Landsliðskonurnar Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir urðu í dag norskir bikarmeistarar í knattspyrnu þegar Vålerenga vann Sandviken 2-1 í úrslitaleiknum. Er þetta annað árið í röð sem félagið verður bikarmeistari. Fótbolti 31. október 2021 16:30
Leeds sótti sinn annan sigur á tímabilinu gegn botnliðinu Botnlið Norwich tók á móti Leeds í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem gestirnir í Leeds fögnuðu 2-1 sigri og lyfta sér upp úr fallsæti. Enski boltinn 31. október 2021 15:54
Funda um framtíð Nuno Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham Hotspur, og Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, funda í dag um framtíð knattspyrnustjóra liðsins, Nuno Espirito Santo, en liðið hefur ekki staðist væntingar síðan hann tók við starfinu í sumar. Enski boltinn 31. október 2021 14:30
Fyrrverandi landsliðsmaður Englands þarf á lifraígræðslu að halda Kieron Dyer, fyrrverandi landsliðsmaður enska landsliðsins í knattspyrnu, þarf á nýrri lifur að halda eftir að hafa greinst með lifrabilun. Fótbolti 31. október 2021 14:00
Correa tryggði ítölsku meisturunum þrjú stig Ítölsku meistararnir í Inter Milan unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Joaquin Correa sá um markakorun meistaranna. Fótbolti 31. október 2021 13:37
Keita missir líklega af Meistaradeildarleiknum gegn Atlético Madrid Jürgen Klopp, knattspyrnusjóri Liverpool, segir að Naby Keita muni að öllum líkindum missa af stórleik liðsins gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu næstkomandi miðvikudag eftir að miðjumaðurinn fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli liðsins gegn Brighton í gær. Enski boltinn 31. október 2021 11:30
Aguero fluttur á spítala eftir að hafa fundið fyrir brjóstverkjum Sergio Aguero, sóknarmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, var fluttur á spítala eftir að hann get ekki haldið leik áfram er Börsungar gerðu 1-1 jafntefli gegn Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Aguero fann fyrir verkjum í brjósti og virtist eiga erfitt með andardrátt. Fótbolti 31. október 2021 10:45
Sagði Ronaldo þann besta og taldi reynslu Portúgalans og Cavani nauðsynlega Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur sinna manna á Tottenham Hotspur. Leikmenn Tottenham áttu ekki skot á markið í leiknum. Enski boltinn 31. október 2021 08:00
Bjarki Steinn framlengir í Feneyjum Hinn 21 árs gamli Bjarki Steinn Bjarkason hefur framlengt samning sinn við ítalska knattspyrnufélagið Venezia til sumarsins 2024. Fótbolti 30. október 2021 22:01
Börsugum tókst ekki að vinna þrátt fyrir að Koeman hafi fengið sparkið Eftir að hafa látið Ronald Koeman fara tókst Barcelona aðeins að ná í stig á heimavelli gegn Deportivo Alavés í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 30. október 2021 21:05
Segir að Man Utd sé vant því að koma til baka Marcus Rashford var meðal markaskorara Manchester United er liðið vann Tottenham Hotspur 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man United varð að vinna eftir afhroð gegn Liverpool um síðustu helgi. Enski boltinn 30. október 2021 19:01
Ronaldo, Cavani og Rashford sáu til þess að Solskjær er ekki að fara neitt Cristiano Ronaldo, Edinson Cavani og Marcus Rashford skoruðu mörk Manchester United í 3-0 útisigri á Tottenham Hotspur í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar þennan laugardaginn. Sigurinn gefur Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Rauðu Djöflanna, smá andrými. Enski boltinn 30. október 2021 18:25
„Líður eins og við höfum tapað“ Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Brighton & Hove Albion á heimavelli í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 en hentu forystunni frá sér og voru heppnir að tapa ekki leiknum. Enski boltinn 30. október 2021 18:15
Ömurlegt gengi Juventus heldur áfram Hellas Verona vann 2-1 sigur á Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, nú rétt í þessu. Gengi Juventus hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og ljóst að titilvonir liðsins eru orðnar litlar sem engar. Fótbolti 30. október 2021 18:01
Jóhann Berg lék allan leikinn í fyrsta sigri Burnley | Palace með óvæntan sigur í Manchester Fjöldi leikja fór fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Burnley vann óvæntan 3-1 sigur á Brentford og Crystal Palace vann enn óvæntari sigur á Etihad-vellinum í Manchester. Enski boltinn 30. október 2021 16:21
Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. Enski boltinn 30. október 2021 16:13
Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. Enski boltinn 30. október 2021 16:00
Bayern heldur toppsætinu eftir sjö marka leik Nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka í tíundu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Robert Lewandowski var enn eina ferðina á skotskónum er Bayern München vann 4-2 sigur gegn Union Berlin. Fótbolti 30. október 2021 15:25
Forráðamenn United tilbúnir að láta Pogba fara frítt næsta sumar Enska knattspyrnufélagið Manchester United mun ekki selja franska miðjumanninn Paul Pogba í janúar og er félagið tilbúið að leyfa honum að fara frítt þegar samningur hans rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Enski boltinn 30. október 2021 15:01
Xavi einbeitir sér að Al Sadd þrátt fyrir að vera bendlaður við Barcelona Knattspyrnufélagið Al Sadd í Katar segir að þjálfari liðsins, Xavi, sé með fulla einbeitingu á starfi sínu þrátt fyrir að vera bendlaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá sínu gamla félagi, Barcelona. Fótbolti 30. október 2021 14:30
Madrídingar endurheimtu toppsætið Real Madrid vann sterkan 2-1 sigur er liðið heimsótti Elche í elleftu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum endurheimtu Madrídingar efsta sæti deildarinnar. Fótbolti 30. október 2021 14:00
Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Enski boltinn 30. október 2021 13:26
Glódís byrjaði er Bayern fór áfram í átta liða úrslit Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern München er liðið vann öruggan 4-2 sigur gegn Eintracht Franktfurt í 16-liða úrslitum þýska bikarsins. Fótbolti 30. október 2021 13:15
Eyjólfur yfirgefur Stjörnuna og gengur til liðs við uppeldisfélagið Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson hefur ákveðið að yfirgefa Stjörnuna eftir sex ár hjá félaginu. Hann gengur til liðs við uppeldisfélag sitt, ÍR. Fótbolti 30. október 2021 12:15
Liverpool fær sinn gamla þjálfara í heimsókn Brendan Rodgers mætir með lærisveina sína í Leicester á Anfield þegar liðið heimsækir Liverpool í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins. Dregið var í morgun, en einnig eru tveir Lundúnaslagir á dagskrá. Enski boltinn 30. október 2021 11:45
Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. Fótbolti 30. október 2021 08:00
Forseti Barcelona búinn að hafa samband við Xavi Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, staðfestir að hann sé búinn að vera í sambandi við fyrrverandi leikmann félagsins, Xavi, eftir að Ronald Koeman var vikið úr starfi sem knattspyrnustjóri félagsins. Fótbolti 29. október 2021 23:30