Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Funda um framtíð Nuno

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham Hotspur, og Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, funda í dag um framtíð knattspyrnustjóra liðsins, Nuno Espirito Santo, en liðið hefur ekki staðist væntingar síðan hann tók við starfinu í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Líður eins og við höfum tapað“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Brighton & Hove Albion á heimavelli í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 en hentu forystunni frá sér og voru heppnir að tapa ekki leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ömur­legt gengi Juventus heldur á­fram

Hellas Verona vann 2-1 sigur á Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, nú rétt í þessu. Gengi Juventus hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og ljóst að titilvonir liðsins eru orðnar litlar sem engar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern heldur toppsætinu eftir sjö marka leik

Nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka í tíundu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Robert Lewandowski var enn eina ferðina á skotskónum er Bayern München vann 4-2 sigur gegn Union Berlin.

Fótbolti
Fréttamynd

Madrídingar endurheimtu toppsætið

Real Madrid vann sterkan 2-1 sigur er liðið heimsótti Elche í elleftu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum endurheimtu Madrídingar efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Barcelona búinn að hafa samband við Xavi

Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, staðfestir að hann sé búinn að vera í sambandi við fyrrverandi leikmann félagsins, Xavi, eftir að Ronald Koeman var vikið úr starfi sem knattspyrnustjóri félagsins.

Fótbolti