Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sex sigurleikir í röð hjá Liverpool

Liverpool vann sinn sjötta deildarleik í röð er liðið tók á móti Newcastle á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 3-1 og Liverpool heldur í við topplið Manchester City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea að heltast úr lestinni

Chelsea tapaði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni er liðið tók á móti Everton í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en Chelsea er nú fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn“

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum blaðamanna eftir að ljóst var hvaða lönd verða með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni sem hefst á næsta ári. Hann segir að þrátt fyrir að þekktustu leikmenn heims séu ekki á leið til Íslands sé um mjög krefjandi verkefni að ræða.

Fótbolti
Fréttamynd

Öðrum leik hjá United frestað

Leik Manchester United og Brighton í ensku úrvalsdeildinni sem átti að fara fram í hádeginu á laugardaginn hefur verið frestað vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Alex fór meiddur af velli

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fór meiddur af velli í kvöld er lið hans Leuven tapaði 4-1 fyrir Club Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti