Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Rannsókn lokið á máli Arons og Eggerts

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010 þar sem knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson eru sakaðir um hópnauðgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Rangnick efins um Ronaldo

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, hefur verulegar efasemdir um að Cristiano Ronaldo geti leitt sóknarlínu liðsins á næsta tímabili.

Enski boltinn
Fréttamynd

Félagið hans Beckham vill fá Messi

Jorge Mas, annar af eigendum bandaríska knattspyrnufélagsins Inter Miami, vill ólmur fá Argentínumanninn Lionel Messi í sínar raðir. Mas á stóran hlut í Miami en meðeigandi hans er David Beckham.

Fótbolti
Fréttamynd

Marsch tekur við Leeds United

Enska knattspyrnufélagið Leeds United var ekki lengi að finna eftirmann Marcelo Bielsa. Félagið tilkynnti í kvöld að Jesse Marsch, 48 ára gamall Bandaríkjamaður, hefði verið ráðinn þjálfari liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

FIFA og UEFA banna lið frá Rússlandi

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa ákveðið að setja öll lið Rússlands – félagslið sem og landslið – í bann frá keppnum á vegum sambandanna vegna stríðs Rússa í Úkraínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ást­björn semur við FH til þriggja ára

Ástbjörn Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH en Hafnfirðingar hafa nú staðfest kaup á þessum fjölhæfa leikmanni sem lék með Keflavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhann lýsir verstu vikum ferilsins

Árið 2022 hefur verið hálfgerð martröð hingað til fyrir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmann í knattspyrnu, sem ekki spilar með Burnley á næstunni og missir væntanlega af landsleikjunum í mars.

Enski boltinn
Fréttamynd

Yfirlýsingar að vænta frá KSÍ

Ný stjórn Knattspyrnusambands Íslands, sem kjörin var um helgina, fundar í fyrsta sinn í hádeginu og þar verður meðal annars rædd afstaða sambandsins til landsleikja við Rússa eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Fótbolti