Robben: Samningaviðræðurnar ganga illa Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben segir samningaviðræður sínar við Chelsea ganga illa. Nýr fimm ára samningur hefur verið á borðinu um nokkurt skeið en á meðan var Chelsea að ganga frá kaupum á öðrum útherja, Florent Malouda. Robben hefur því eðlilega verið sagður á förum frá Chelsea og hefur Real Madrid verið kallað líklegasta félagið til að landa honum. Enski boltinn 10. júlí 2007 23:15
Ljungberg í viðræðum við Fiorentina Arsenal og Fiorentina eru nú í viðræðum um hugsanlega sölu enska félagsins á sænska landsliðsmanninum Freddie Ljungberg. Umboðsmaður leikmannsins segir Ljungberg hugsanlega til í að fara til Ítalíu ef hann fái ásættanleg kjör. Ljungberg hefur verið á mála hjá Arsenal í níu ár og er þrítugur. Enski boltinn 10. júlí 2007 22:30
Benayoun á leið til Liverpool Liverpool hefur komist að samkomulagi um kaup á miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham að sögn umboðsmanns leikmannsins. Breska sjónvarpið segir kaupverðið vera um 4 milljónir punda. Benayoun er 25 ára gamall og er fyrirliði ísraelska landsliðsins. Hann hefur verið hjá West Ham síðan árið 2005 þegar hann kom frá Racing Santander á Spáni fyrir 2,5 milljónir punda. Enski boltinn 10. júlí 2007 21:22
Gerrard: Við verðum að byrja vel í sumar Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að liðið verði að ná fljúgandi starti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ef liðið ætli sér að vera með í baráttunni um titilinn. Metnaðurinn er mikill á Anfield í sumar og þar á bæ stefna menn á fyrsta titil liðsins síðan árið 1990. Enski boltinn 10. júlí 2007 19:11
Ferguson ætlar að nota fleiri leikmenn Sir Alex Ferguson segist ætla að nota mun fleiri leikmenn hjá Manchester United á næstu leiktíð en hann gerði í fyrra til að dreifa álaginu í hópnum. United hefur eytt nærri 50 milljónum punda í leikmenn í sumar en Ferguson segist hafa búist við að sú tala yrði hærri. Enski boltinn 10. júlí 2007 18:45
Arsenal að landa bakverði Samkvæmt fréttum frá Frakklandi í dag er enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal að landa bakverðinum Bakari Sagna frá Auxerre fyrir um 6 milljónir punda. Sagna þessi er sagður geta spilað báðar bakvarðarstöðurnar og var nýlega kallaður inn í franska landsliðshópinn. Sagt er að honum verði boðinn fimm ára samningur hjá Arsenal, en hann hefur verið eftirsóttur af mörgum liðum undanfarið. Enski boltinn 10. júlí 2007 13:34
Carragher ver ákvörðun sína Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool brást illa við í útvarpsviðtali í gær þegar hann var spurður hvort hann hefði hætt í landsliðinu af því hann væri búinn að gefast upp á að berjast fyrir sæti sínu. Hann segist hafa þurft að spila út úr stöðu meira og minna allan landsliðsferilinn. Enski boltinn 10. júlí 2007 12:14
Babel kostar 1650 milljónir Tæknistjóri hollenska knattspyrnufélagsins Ajax segir að Liverpool verði að greiða 1650 milljónir ef það ætli sér að klófesta útherjann Ryan Babel. Félögin hafa verið í viðræðum undanfarna daga en fregnir herma að Liverpool hafi hækkað tilboð sitt frá því hollenska félagið neitaði upprunalegu 1200 milljóna tilboði í leikmanninn. Enski boltinn 10. júlí 2007 11:29
City að kaupa ítalskan framherja Ítalska knattspyrnufélagið Reggina hefur gefið það út að félagið sé búið að ná grundvallarsamkomulagi við Manchester City á Englandi um að selja því framherjann Rolando Bianchi fyrir tæpar 9 milljónir punda. Bianchi er 24 ára gamall og varð fjórði markahæsti leikmaður A-deildarinnar á síðustu leiktíð með 18 mörk. Hann er fyrrum leikmaður U-21 árs liðs Ítala. Enski boltinn 10. júlí 2007 11:24
Bellamy skrifar undir hjá West Ham Velski landsliðsmaðurinn Craig Bellamy hefur skrifað undir fimm ára samning við West Ham eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. West Ham borgar Liverpool 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er það mesta sem að West Ham hefur borgað fyrir leikmann í sögu félagsins. Enski boltinn 10. júlí 2007 10:31
Rooney fer á kostum í auglýsingu Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney hjá Manchester United fer á kostum í nýrri auglýsingu sem komin er í loftið fyrir Nike íþróttavöruframleiðandann. Í auglýsingunni lætur hann hrokafullan amerískan leikstjóra finna til tevatnsins. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá myndband af tilþrifunum. Enski boltinn 9. júlí 2007 17:45
Kamara til Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham festi í dag kaup á senegalska sóknarmanninum Diomansy Kamara frá West Brom fyrir um 6 milljónir punda. Fulham hefur lengi verið á eftir framherjanum sem skoraði 23 mörk fyrir West Brom í Championship deildinni á liðinni leiktíð. Hann hefur skrifað undir fimm ára samning og keppir við Heiðar Helguson um sæti í byrjunarliðinu á næstu leiktíð. Enski boltinn 9. júlí 2007 17:13
Ferguson: Náum vonandi að landa Tevez fljótlega Sir Alex Ferguson segir að Manchester United muni væntanlega ná að landa framherjanum Carlos Tevez frá West Ham fljótlega. Hann segist helst vilja hafa klárað málið fyrir helgina síðustu, en reiknar með að enska úrvalsdeildin sé að tefja framgöngu málsins. Enski boltinn 9. júlí 2007 15:27
Gallas sakar Arsenal um metnaðarleysi Franski varnarmaðurinn William Gallas hefur látið í ljós óánægju sína með störf forráðamanna Arsenal og sakar þá um metnaðarleysi í leikmannamálum. Gallas átti ekki sérlega góða leiktíð með Arsenal í fyrra eftir að hann kom frá Chelsea og er harðorður í garð vinnuveitenda sinna eftir söluna á Thierry Henry. Enski boltinn 9. júlí 2007 15:00
Neville vonast til að ná heilsu Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United segist vonast til þess að vera búinn að ná heilsu þegar boltinn byrjar að rúlla aftur í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði. Neville meiddist illa á ökkla gegn Chelsea í enska bikarnum í mars. Enski boltinn 9. júlí 2007 13:30
Anelka ætlar að vera áfram hjá Bolton Franski framherjinn Nicolas Anelka hefur lofað að vera áfram hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa átt fund með knattspyrnustjóranum Sammy Lee. Hinn 28 ára gamli framherji hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í marga mánuði, en segist nú ekki vera á förum. Enski boltinn 9. júlí 2007 13:15
Liverpool er búið að bjóða í Ryan Babel Umboðsmaður hollenska útherjans Ryan Babel segir að Liverpool sé þegar búið að gera kauptilboð í leikmanninn. Babel fór á kostum með U-21 árs liði Hollendinga á Evrópumótinu á dögunum og hefur mikið verið orðaður við Arsenal. Enski boltinn 9. júlí 2007 11:47
Mánudagsslúðrið á Englandi Bresku blöðin eru full af safaríku slúðri í dag eins og venjulega og þar er m.a. greint frá áformum Rafa Benitez á leikmannamarkaðnum og áframhaldandi áhuga Real Madrid á leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 9. júlí 2007 11:27
Heiðar áfram hjá Fulham? Samkvæmt Daily Mirror er framherjinn Diomansy Kamara ekki á leið til Fulham eins og talið hafði verið, heldur er hann á leiðinni til Eggerts Magnússonar og félaga í West Ham. Þetta gæti táknað að Heiðar Helguson verði áfram í Úrvalsdeildinni næsta vetur. Enski boltinn 9. júlí 2007 09:49
Deilurnar voru Chelsea dýrkeyptar Peter Kenyon framkvæmdastjóri Chelsea, viðurkennir að deilur innan herbúða liðsins hafi verið því dýrkeyptar á síðustu leiktíð. Sagt var að Jose Mourinho knattspyrnustjóri og Roman Abramovich hefðu vart talast við á löngum köflum í fyrra, en Kenyon segir alla vera búna að grafa stríðsöxina. Enski boltinn 8. júlí 2007 21:45
Newcastle sagt hafa áhuga á Raul og Deco Breska blaðið News of the World greindi frá því í dag að milljarðamæringurinn Mike Ashley, eigandi Newcastle, vildi ólmur kaupa stórstjörnur til félagsins. Hann er sagður hafa áhuga á að fá til sín miðjumanninn Deco frá Barcelona og gulldrenginn Raul frá Real Madrid. Enski boltinn 8. júlí 2007 21:00
Átta tilboð á borðinu hjá Fowler Umboðsmaður framherjans Robbie Fowler hefur nóg að gera þessa dagana og segist vera með átta samningstilboð á borðinu fyrir leikmanninn. Fowler var látinn fara frá Liverpool í sumar og er því með lausa samninga. Félög á borð við Celtic og Rangers í Skotlandi, Sydney FC í Ástralíu og New England Revelution í MLS-deildinni eru sögð hafa áhuga á honum. Enski boltinn 8. júlí 2007 20:30
Malouda til Chelsea Jean-Michel Aulas, forseti franska knattspyrnufélagsins Lyon, tilkynnti Reuters fréttastofunni nú fyrir stundu að félagið hefði samþykkti að selja franska landsliðsmanninn Florent Malouda til Chelsea. Malouda er kantmaður og var kjörinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð. Enski boltinn 8. júlí 2007 18:33
Carragher að hætta með landsliðinu? Breska blaðið Mail on Sunday greinir frá því í dag að varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool hafi ákveðið að hætta að leika með enska landsliðinu í kjölfar þess að Steve McClaren valdi hann ekki í hóp sinn fyrir leikinn gegn Eistum á dögunum. Enski boltinn 8. júlí 2007 18:15
Verðmiðinn á Curtis Davies er of hár Umboðsmaður varnarmannsins Curtis Davies hjá West Brom er ósáttur við vinnubrögð félagsins og segir það hafa sett allt of háan verðmiða á leikmanninn. West Brom vill fá 8 milljónir punda fyrir hinn efnilega varnarmann og því er útlit fyrir að ekkert verði af draumaskiptum hans í Tottenham. Enski boltinn 8. júlí 2007 16:45
Torres: Fabregas lokkaði mig til Englands Spænski framherjinn Fernando Torres sem nýverið gekk í raðir Liverpool fyrir metfé, segir að félagi sinn Cesc Fabregas í spænska landsliðinu hafi sannfært sig endanlega um að flytja til Englands. Hann segist einnig hafa fengið tækifæri til að ganga í raðir Arsenal fyrir nokkrum árum. Enski boltinn 8. júlí 2007 15:30
Liverpool íhugar að stækka nýja völlinn Tom Hicks, meðeigandi enska knattspyrnufélagsins Liverpool, segir að félagið sé að íhuga alvarlega að hafa nýja knattspyrnuleikvang félagsins stærri en áformað var í fyrstu. Nýr völlur átti að taka 61,000 manns í sæti og hófust viðræður í því sambandi um leið og Hicks og George Gillett eignuðust félagið á sínum tíma. Enski boltinn 8. júlí 2007 14:45
McCarty ætlar að virða samninginn við Blackburn Suður-Afríski framherjinn Benni McCarthy hjá Blackburn hefur lýst því yfir að hann vilji gjarnan komast til stærra félags á Englandi, en segist muni virða samning sinn við Blackburn ef ekkert gerist í hans málum í sumar. Hann hefur verið orðaður við Chelsea í nokkra mánuði. Enski boltinn 8. júlí 2007 14:00
Enginn í treyju númer 14 hjá Arsenal Leikmenn Arsenal búa sig nú undir líf án Thierry Henry í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og enn sem komið er hefur enginn leikmaður fengið úthlutað treyju númer 14. Orðrómur er uppi um að númerið verði jafnvel tekið úr umferð hjá félaginu til að heiðra minningu eins besta leikmanns í sögu félagsins. Enski boltinn 8. júlí 2007 13:24
Liverpool og Atletico berjast um Quaresma Breska blaðið News of the World segir að Liverpool og Atletico Madrid séu nú í miklu kapphlaupi við að landa vængmanninum Ricardo Quaresma frá Porto í Portúgal. Bæði félögin eru sögð hafa lagt fram formleg tilboð, en Porto er sagt vilja fá 20 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla leikmann. Liverpool á að hafa boðið 14 milljónir punda í hann, en forráðamenn Porto segja það ekki nógu háa upphæð til að réttlæta að setjast að samningaborði. Enski boltinn 8. júlí 2007 13:07