Auðveldur sigur Liverpool á Bolton Liverpool vann auðveldan 3-1 útisigur á Bolton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigur Liverpool var aldrei í hættu í dag og hafi Bolton sýnt smá baráttuvilja í fyrri hálfleik, var allur vindur úr liðinu í þeim síðari. Enski boltinn 2. mars 2008 15:24
Derby stefnir á lélegustu markaskorun allra tíma Lið Derby County hefur ekki riðið feitum hesti á fyrsta ári sínu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og hefur aðeins skorað 0,46 mörk í leik það sem af er. Haldi liðið áfram á sömu braut fram á vorið mun það verða setja met yfir lélegustu markaskorun í sögu ensku knattspyrnunnar. Enski boltinn 2. mars 2008 15:13
Chelsea og Fulham sjá oftast rautt Leikmenn Chelsea og Fulham hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar kemur að því að fá rauð spjöld. Hvort lið hefur fengið að líta sex rauð spjöld á leiktíðinni og þar af hafa leikmenn Chelsea fengið fimm sinnum beint rautt. Enski boltinn 2. mars 2008 14:58
Eduardo man lítið eftir brotinu hræðilega Eduardo hjá Arsenal segist lítið muna eftir því þegar hann fótbrotnaði á ógeðfelldan hátt í leik Arsenal og Birmingham um síðustu helgi. Hann segist vona að afsökunarbeiðni Martin Taylor hafi verið ósvikin. Enski boltinn 2. mars 2008 14:44
Grétar í byrjunarliði Bolton Grétar Rafn Steinsson er að venju í byrjunarliði Bolton þegar liðið tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni nú klukkan 13:30. Heiðar Helguson er ekki í leikmannahópi Bolton vegna meiðsla. Körfubolti 2. mars 2008 12:49
Hermann: Þetta er risaleikur Everton tekur á móti Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á morgun og þar berjast tvö lið sem eru í baráttu um Evrópusæti. Hermann Hreiðarsson segir leikinn gríðarlega mikilvægan fyrir sína menn. Enski boltinn 1. mars 2008 22:30
Wenger: Við vorum timbraðir Arsene Wenger hrósaði leikmönnum sínum fyrir góðan baráttuanda í dag þegar þeir náðu aðeins jöfnu heima gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni 1-1. Hann vildi meina að leikurinn gegn Birmingham sæti enn í mönnum sínum. Enski boltinn 1. mars 2008 19:59
Ferguson: Gott að geta hvílt lykilmenn Sir Alex Ferguson var ánægður með sína menn í dag þegar liðið vann fyrirhafnarlítinn sigur á Fulham á útivelli 3-0. Ferguson hvíldi nokkra lykilmenn í leiknum. Enski boltinn 1. mars 2008 19:52
Bragðdauft jafntefli í Manchester Manchester City virðist vera að gefa eftir í baráttunni í ensku úrvalsdeildinni, en í kvöld gerði liðið markalaust jafntefli við Wigan í Manchester. Leikurinn var lítið fyrir augað en City menn virtust sakna þeirra Martin Petrov og Micah Richards sem léku ekki með liðinu í kvöld. Enski boltinn 1. mars 2008 19:21
Enski í dag: Bendtner bjargaði stigi fyrir Arsenal Danski framherjinn Nicklas Bendtner var hetja Arsenal í dag þegar hann tryggði liðinu stig gegn Aston Villa á heimavelli með þvi að jafna metin í 1-1 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Enski boltinn 1. mars 2008 16:55
Chelsea á siglingu á Upton Park Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sjö sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er yfir 3-0 á útivelli gegn West Ham, Arsenal er undir 1-0 gegn Aston Villa á heimavelli og Manchester United hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Fulham. Enski boltinn 1. mars 2008 15:49
Keegan með lélegustu byrjunina Kevin Keegan er með lélegustu byrjun þeirra átta stjóra sem tekið hafa til starfa í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, en Juande Ramos hjá Tottenham með þá bestu. Enski boltinn 1. mars 2008 14:42
Wenger: Arsenal er skotmark Arsene Wenger segir að hans menn séu teknir óþægilega fyrir bæði af andstæðingum og dómurum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir sitt lið brjóta minnst af sér en fái hinsvegar fleiri áminningar en önnur lið. Þá segir hann brotið meira á sínu liði en nokkru öðru í úrvalsdeildinni. Enski boltinn 1. mars 2008 14:28
Sheringham ætlar að hætta í sumar Gamla kempan Teddy Sheringham hefur tilkynnt að hann ætli að hætta að leika knattspyrnu þegar tímabilinu lýkur í sumar eftir 26 ára knattspyrnuferil. Hann leikur með Colchelster í Championship deildinni ensku og verður 42 ára gamall í næsta mánuði. Enski boltinn 1. mars 2008 13:00
50 tekjuhæstu knattspyrnumenn Evrópu Samkvæmt úttekt portúgölsku vefsíðunnar futebolfinance.com er Brasilíumaðurinn Kaka tekjuhæsti knattspyrnumaður Evrópu með níu milljónir evra í árstekjur. Enski boltinn 29. febrúar 2008 20:30
Terry kom Mikel til varnar Enskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að orsökin að rifrildi John Terry og Henk ten Cate, einum þjálfara Chelsea, á æfingu á laugardaginn hafi verið John Obi Mikel. Enski boltinn 29. febrúar 2008 20:00
Cousin ekki til Fulham Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur komið í veg fyrir félagaskipti Daniel Cousin frá Rangers til Fulham. Enski boltinn 29. febrúar 2008 18:46
Grant sakar enska fjölmiðla um lygar Avram Grant sagði á blaðamannafundi í dag að enskir fjölmiðlar hefðu borið margar lygar upp á sig og félagið sitt, Chelsea. Enski boltinn 29. febrúar 2008 17:59
Mascherano semur við Liverpool Argentínumaðurinn Javier Mascherano skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Liverpool. Hann hefur verið í láni hjá Liverpool í eitt ár eftir að hafa verið hjá West Ham. Enski boltinn 29. febrúar 2008 16:24
Leikmenn Liverpool að ná heilsu Svo gæti farið að danski varnarmaðurinn Daniel Agger yrði í hóp Liverpool á sunnudaginn þegar liðið sækir Bolton heim í úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Miðvörðurinn sterki hefur verið frá í fimm mánuði vegna ristarbrots. Enski boltinn 29. febrúar 2008 16:15
Reiknað með Bendtner í byrjunarliðið Danski framherjinn Nicklas Bendtner mun líklega taka stöðu Eduardo da Silva í byrjunarliði Arsenal á morgun þegar liðið fær Aston Villa í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 29. febrúar 2008 15:45
Ótrúlegt að vængmaður skori svona mikið Sir Alex Ferguson hrósaði Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í tilefni af leik Manchester United og Fulham á morgun. Í þessum sama leik í fyrra skoraði hann sigurmark United á síðustu mínútunum og fór langt með að tryggja liðinu titilinn. Enski boltinn 29. febrúar 2008 15:09
Ég fer ekki frá Chelsea Fyrirliðinn John Terry segist alls ekki vilja fara á Chelsea heldur einbeita sér að því að bæta fleiri titlum í safnið í framtíðinni. Hann reifst heiftarlega við þjálfara sinn fyrir síðustu helgi, en vill nú aðeins horfa fram á við. Enski boltinn 29. febrúar 2008 14:24
Wheater framlengir við Boro Varnarmaðurinn ungi David Wheater hefur framlengt samning sinn við Middlesbrough til ársins 2012. Wheater hefur slegið í gegn hjá Boro í vetur eftir að hafa náð að vinna sér sæti í byrjunarliði Gareth Southgate. Hann er 21 árs gamall og á að baki leiki fyrir ungmennalið Englendinga. Enski boltinn 29. febrúar 2008 13:12
Coppell: Við erum í skítnum Steve Coppell, stjóri Reading, fer ekki leynt með andúð sína á þeirri staðreynd að lið hans er búið að tapa átta leikjum í röð í úrvalsdeildinni og er í fallhættu. Hann boðar róttækar breytingar ef leikmenn taka sig ekki saman í andlitinu. Enski boltinn 29. febrúar 2008 12:05
Joorabchian hefur ekki sagt sitt síðasta Breska blaðið Daily Express segir að íranski athafnamaðurinn Kia Joorabchian sé að undirbúa málshöfðun gegn West Ham í gamla Carlos Tevez málinu. Hann fullyrðir að West Ham hafi brotið reglur með því að tefla leikmanninum fram eftir að félagið var sektað og segir málið ekki lengur snúast um peninga - það sé orðið persónulegt. Enski boltinn 29. febrúar 2008 11:20
Hicks: Gillett selur ekki án míns leyfis Tom Hicks segir að hann muni ekki leyfa félaga sínum George Gillett að selja hlut sinn í Liverpool nema með sínu leyfi, en talið er að Gillett vilji losna út úr félaginu. Enski boltinn 29. febrúar 2008 10:46
Hver er þessi Kevin Keegan? Endurkoma Kevin Keegan setti allt á annan endan í Newcastle þegar hann var tilkynntur sem eftirmaður Sam Allardyce í janúar. Einn var sá maður sem skildi ekkert í fjaðrafokinu. Það var framherjinn Obafemi Martins. Enski boltinn 29. febrúar 2008 10:40
Leikmenn Espanyol vekja áhuga Tottenham Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á tveimur af leikmönnum spænska liðsins Espanyol í sumar. Þetta eru kamerúnski markvörðurinn Carlos Kameni og spænski miðvörðurinn Daniel Jarque. Enski boltinn 29. febrúar 2008 10:36
Newcastle að fá varnarmann? Sky segir frá því í morgun að Newcastle sé við það að landa senegalska varnarmanninum Lamine Diatta í sínar raðir, en hann er með lausa samninga frá Besiktas. Enski boltinn 29. febrúar 2008 10:30