EM 2025 í körfubolta

EM 2025 í körfubolta

EM karla í körfubolta, Eurobasket, fer fram í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi dagana 27. ágúst til 14. september 2025. Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undir­búningi Grikk­lands

Meðan NBA stjörnur á borð við Luka Doncic, Nikola Jokic og Lauri Markkanen æfa og spila æfingaleiki með sínum landsliðum í undirbúningi fyrir EuroBasket hefur Giannis Antetokounmpo ekki tekið þátt í undirbúningi Grikklands, sem er talið vera vegna þess að hann er ótryggður hjá gríska körfuknattleikssambandinu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“

„Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erum að ein­blína á það sem er að gerast á vellinum“

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja.

Körfubolti
Fréttamynd

Sabonis ekki með Lit­háen á EM

NBA stjarnan Domantas Sabonis, leikmaður Sacramento Kings, mun væntanlega ekki leika með Litháen á Evrópumóti karla í körfubolta síðsumars en Sabonis hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Miða­salan á EM er hafin

Miðasala á leiki Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, sem fram fara í Katowice í Póllandi í lok ágúst og byrjun september, hófst klukkan 11 í dag.

Körfubolti