Fleiri fréttir

Gervigreind vélhönd leysir Rubikskubb

Með gervigreind var notuð jákvæð styrking til að kenna vélhendi með fingranema að leysa Rubikskubb. Gervigreind lærir mun hraðar en hugur manns. Ef sama aðferð yrði notuð á manneskju myndi það taka rúmlega 13.000 ár.

Fyrstu Harley Davidson rafmagnsmótorhjólin

Fyrstu rafmagnsmótorhjólin frá hinu sögufræga fyrirtæki Harley Davidson, voru seld í september. Vandræði komu upp með hleðslu þeirra en talsmenn fyrirtækisins segja nú að eigendur geti óhræddir hlaðið þau heima hjá sér.

Adidas hefur endurvinnslu

Íþróttavöruframleiðandinn Adidas og sprotafyrirtækið Stuffstr vinna nú saman að því að draga úr sóun með því að gera breskum neytendum kleift að skila notuðum vörum fyrir inneignarnótur.

Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands

Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn.

Ekki verið minna atvinnuleysi í 50 ár

Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það dregur úr launaskriði. Vísbendingar um færri ráðningar. Atvinnuleysi er komið niður í 3,5 prósent og hefur ekki verið svo lítið síðan í desember 1969.

Tölvupóststækni á snjallsímaöld

Endurskoðendur þurfa reglulega að koma flóknum upplýsingum til skila í tölvupósti, en margir lesa tölvupóst í snjallsímum, sem gerir lesskilning erfiðari. Mikilvægt er því að skrifa mjög skýrt.

Microsoft gerir aðra atlögu að símanum

Forsvarsmenn Microsoft kynntu í gær símann Surface Duo og er fyrirtækið þar með að gera aðra atlögu að símaframleiðslu rúmum tveimur árum eftir að framleiðslu síma var „hætt“ hjá Microsoft.

Boeing greiðir bætur til aðstandenda

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur.

Thomas Cook fallið

Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook.

Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag

Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots.

Viðruðu áhyggjur af málefnum Facebook

Forstjóri Facebook fundaði með Bandaríkjaforseta og þingmönnum vegna áhyggja þeirra af ýmsu sem tengist tæknirisanum. Forsetinn lýsti áhyggjum af aðgerðum gegn hatursorðræðu en persónuverndarmál voru líka rædd.

Fjórir dagar í vinnuvikunni

Sveitarfélagið Odsherr­ed, á Norður-Sjálandi, verður það fyrsta í Danmörku til að innleiða fjögurra daga vinnuviku.

Elon Musk telur að kafarinn hafi misskilið barnaníðsummælin

Elon Musk, stofnandi Tesla og Space X, hefur gripið til varna í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn bandaríska auðkýfingnum. Vörnin byggir á því að barnaníðsummæli Musk í garð Unsworth hafi ekki verið ásökun um barnaníð, heldur aðeins ætluð til þess að hæðast að kafaranum.

Olíuverð snarhækkaði í Asíu

Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina.

Frakkar tóku hart á Google

Google hefur samþykkt að greiða franska ríkinu tæplega milljarð evra, eða 130 milljarða króna, vegna ógreiddra skatta.

H&M setur þrýsting á leigusalana

H&M hefur farið fram á við leigusala erlendis að sett verði ákvæði í leigusamninga um að vöruskil til verslana lækki veltutengdar leigugreiðslur. Verslanakeðjan hefur ekki krafist þess af íslensku fasteignafélögunum.

Hera áberandi í kynningu á Apple TV+

Áskrift að veitunni mun kosta fimm dali en þeir sem kaupa nýjan síma, nýja tölvu eða Apple TV fá ársáskrift af Apple TV+ í kaupbæti.

Sjá næstu 50 fréttir