Töpuðu þremur milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 17:51 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess. Vísir/Einar Tekjur PLAY á fyrsta fjórðungi ársins voru 7,6 milljarðar króna. Það er aukning um 66 prósent, borið saman við sama fjórðung í fyrra, þegar tekjurnar voru 4,6 milljarðar króna. Rekstarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta var þó neikvæð um 2,9 milljarða á árshlutanum. Í yfirlýsingu frá PLAY segir að ónákvæmur fréttaflutningu erlendis um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir flugi til Íslands og þar með á rekstarniðurstöðu félagsins. Lausafjárstaða PLAY var 2,4 milljarðar króna í lok ársfjórðungsins. Síðan þá lauk PLAY hlutafjáraukningu þar sem söfnuðust um 4,5 milljarðar. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar hér í yfirlýsingu PLAY til Kauphallarinnar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY, segir í yfirlýsingunni að rekstrarniðurstaðan hafi verið í takt við áætlanir og niðurstaðan sé mörkuð af áðurnefndum fréttaflutningi. „En þrátt fyrir rekstrarniðurstöðuna sáum við jákvæð merki bæði í flugrekstri og sölu. Eftirspurnin tók hraustlega við sér í janúar og við slógum eigin sölumet á fyrsta ársfjórðungi sem hefur leitt af sér góða bókunarstöðu fram í tímann,“ segir Einar. „Við reynum eftir fremsta megni að halda kostnaði lágum svo við getum boðið samkeppnishæf verð til neytenda. Á fyrsta ársfjórðungi 2024 lækkaði kostnaður við hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) um 8%, samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023, og þá þróaðist kostnaður að undanskildu eldsneyti einnig í rétta átt. Áherslur okkur munu áfram snúast um að sýna ráðdeild í rekstri.“ Hann segir fyrsta ársfjórðung hvers árs geta verið afar krefjandi í flugrekstri vegna veðurástæðna á Íslandi og því sé ánægjulegt að stundvísi PLAY hafi mælst 87,8 prósent á tímabilinu. „Þessi árangur er alfarið afrakstur þrotlausrar vinnu samstarfsfólks míns hjá PLAY sem á allt hrós skilið fyrir frábær störf. Við lukum einnig hlutafjárútboði í fyrsta ársfjórðungi þar sem söfnuðust 32 milljónir bandaríkjadollara, sem jafngildir um 4,6 milljörðum íslenskra króna. PLAY státar því af góðri fjárhagsstöðu sem gerir félaginu kleift að ná markmiðum sínum. Fyrir höndum er sumarvertíðin sem öllu máli skiptir í rekstri flugfélaga og ég hlakka virkilega til þess annasama tíma þar sem við hjá PLAY munum kappkosta við að veita farþegum okkar framúrskarandi þjónustu.“ Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. 18. apríl 2024 13:33 Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. 15. apríl 2024 23:26 Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. 14. apríl 2024 21:34 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá PLAY segir að ónákvæmur fréttaflutningu erlendis um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir flugi til Íslands og þar með á rekstarniðurstöðu félagsins. Lausafjárstaða PLAY var 2,4 milljarðar króna í lok ársfjórðungsins. Síðan þá lauk PLAY hlutafjáraukningu þar sem söfnuðust um 4,5 milljarðar. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar hér í yfirlýsingu PLAY til Kauphallarinnar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY, segir í yfirlýsingunni að rekstrarniðurstaðan hafi verið í takt við áætlanir og niðurstaðan sé mörkuð af áðurnefndum fréttaflutningi. „En þrátt fyrir rekstrarniðurstöðuna sáum við jákvæð merki bæði í flugrekstri og sölu. Eftirspurnin tók hraustlega við sér í janúar og við slógum eigin sölumet á fyrsta ársfjórðungi sem hefur leitt af sér góða bókunarstöðu fram í tímann,“ segir Einar. „Við reynum eftir fremsta megni að halda kostnaði lágum svo við getum boðið samkeppnishæf verð til neytenda. Á fyrsta ársfjórðungi 2024 lækkaði kostnaður við hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) um 8%, samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023, og þá þróaðist kostnaður að undanskildu eldsneyti einnig í rétta átt. Áherslur okkur munu áfram snúast um að sýna ráðdeild í rekstri.“ Hann segir fyrsta ársfjórðung hvers árs geta verið afar krefjandi í flugrekstri vegna veðurástæðna á Íslandi og því sé ánægjulegt að stundvísi PLAY hafi mælst 87,8 prósent á tímabilinu. „Þessi árangur er alfarið afrakstur þrotlausrar vinnu samstarfsfólks míns hjá PLAY sem á allt hrós skilið fyrir frábær störf. Við lukum einnig hlutafjárútboði í fyrsta ársfjórðungi þar sem söfnuðust 32 milljónir bandaríkjadollara, sem jafngildir um 4,6 milljörðum íslenskra króna. PLAY státar því af góðri fjárhagsstöðu sem gerir félaginu kleift að ná markmiðum sínum. Fyrir höndum er sumarvertíðin sem öllu máli skiptir í rekstri flugfélaga og ég hlakka virkilega til þess annasama tíma þar sem við hjá PLAY munum kappkosta við að veita farþegum okkar framúrskarandi þjónustu.“
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. 18. apríl 2024 13:33 Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. 15. apríl 2024 23:26 Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. 14. apríl 2024 21:34 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. 18. apríl 2024 13:33
Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. 15. apríl 2024 23:26
Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. 14. apríl 2024 21:34