Viðskipti erlent

Risavaxinn flugvöllur opnar í Peking

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fyrsta flugvélin fór í loftið frá Daxing-flugvelli í kínversku höfuðborginni Peking í dag. Kínverska ríkissjónvarpið CCTV greindi frá þessu í dag en Xi Jinping forseti tilkynnti um opnunina. Sex vélar jafnmargra flugfélaga fóru í loftið í kjölfarið.

Flugvallarbyggingin er sú stærsta í heimi og búist er við því að um 45 milljónir farþega fari um völlinn árið 2022 og 72 milljónir árið 2025. Til samanburðar fóru tæpar tíu milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×