Viðskipti erlent

Miklu púðri varið í myndavélar nýrra iPhone

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá kynningu iPhone 11.
Frá kynningu iPhone 11. AP/Tony Avelar
Apple kynnti í dag nýja iPhone síma, eins og búist var við, á kynningu fyrirtækisins í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Bandaríkjunum. iPhone 11, iPhone 11 Pro og iPhone 11 Pro Max eru að miklu leyti frábrugðnir fyrri símum Apple en miðað við kynninguna var sérstaklega miklu púðri varið í myndavélar símanna. Bæði linsurnar og hugbúnaðinn sem stýrir vinnslu myndanna og myndbandanna.

iPhone 11 er með tvær myndavélar á bakhliðinni en iPhone 11 Pro og Pro Max er með þrjár. Þar að auki hefur útliti símanna verið hönnun verið breytt.

Auk þess notast símarnir við A13 Bionic – örgjörva en forsvarsmenn Apple segja flöguna þá háþróuðustu í bransanum. Þar að auki eru flagan sögð lengja endingu hleðslu símanna. Rafhlaða iPhone Pro er sögð endast fjórum tímum lengur en hleðsla rafhlöðu iPhone XS.

11 Pro mun kosta 999 dali og 11 Pro Max mun kosta 1.099. Skjár Pro-símans er 5,8 tommur en Pro Max er 6,5.

iPhone 11 mun kosta 699 dali og verður hægt að fá hann í svörtum, grænum, gulum, fjólubláum, rauðum eða hvítum lit. Skjár símans er 6,1 tomma.

Hér má sjá kynningarmyndbönd fyrir iPhone 11 og 11 Pro.


Tengdar fréttir

Hera áberandi í kynningu á Apple TV+

Áskrift að veitunni mun kosta fimm dali en þeir sem kaupa nýjan síma, nýja tölvu eða Apple TV fá ársáskrift af Apple TV+ í kaupbæti.

Bein útsending: iPhone 11 kynntur til leiks

Töluverð eftirvænting ríkir fyrir kynningu Apple í dag á nýjum iPhone síma. Ýmsar vangaveltur hafa verið í gangi síðustu daga hvort að Apple muni einnig kynna nýtt úr, AirPods eða hleðslustöð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×