Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 07:54 Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims. Vísir/Getty Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. Talið er að félagið muni fara á hausinn takist ekki að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að hægt verði að gera einhvers konar samkomulag sem tryggi framtíð félagsins Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar undirbúið aðgerðir til þess að flytja breska strandaglópa heim, fari félagið á hausinn.Í frétt BBC er rætt við ferðalanga sem eru í ferð á vegum félagsins í Túnis og hafa hótelstarfsmenn að þeirra sögn neitað að skrá ferðalangana út af hótelinu, vegna ótta um að hótelið fá ekki greitt fyrir dvöl þeirra, fari félagið á hausinn. Talið er að 600 þúsund ferðalangar séu í ferðalögum á vegum félagsins, sem er elsta ferðaþjónustufyrirtæki Bretlands. Um 20 þúsund starfa fyrir félagið, þar af níu þúsund í Bretlandi. Bretland Tengdar fréttir Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. Talið er að félagið muni fara á hausinn takist ekki að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að hægt verði að gera einhvers konar samkomulag sem tryggi framtíð félagsins Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar undirbúið aðgerðir til þess að flytja breska strandaglópa heim, fari félagið á hausinn.Í frétt BBC er rætt við ferðalanga sem eru í ferð á vegum félagsins í Túnis og hafa hótelstarfsmenn að þeirra sögn neitað að skrá ferðalangana út af hótelinu, vegna ótta um að hótelið fá ekki greitt fyrir dvöl þeirra, fari félagið á hausinn. Talið er að 600 þúsund ferðalangar séu í ferðalögum á vegum félagsins, sem er elsta ferðaþjónustufyrirtæki Bretlands. Um 20 þúsund starfa fyrir félagið, þar af níu þúsund í Bretlandi.
Bretland Tengdar fréttir Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28