Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 07:54 Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims. Vísir/Getty Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. Talið er að félagið muni fara á hausinn takist ekki að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að hægt verði að gera einhvers konar samkomulag sem tryggi framtíð félagsins Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar undirbúið aðgerðir til þess að flytja breska strandaglópa heim, fari félagið á hausinn.Í frétt BBC er rætt við ferðalanga sem eru í ferð á vegum félagsins í Túnis og hafa hótelstarfsmenn að þeirra sögn neitað að skrá ferðalangana út af hótelinu, vegna ótta um að hótelið fá ekki greitt fyrir dvöl þeirra, fari félagið á hausinn. Talið er að 600 þúsund ferðalangar séu í ferðalögum á vegum félagsins, sem er elsta ferðaþjónustufyrirtæki Bretlands. Um 20 þúsund starfa fyrir félagið, þar af níu þúsund í Bretlandi. Bretland Tengdar fréttir Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. Talið er að félagið muni fara á hausinn takist ekki að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að hægt verði að gera einhvers konar samkomulag sem tryggi framtíð félagsins Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar undirbúið aðgerðir til þess að flytja breska strandaglópa heim, fari félagið á hausinn.Í frétt BBC er rætt við ferðalanga sem eru í ferð á vegum félagsins í Túnis og hafa hótelstarfsmenn að þeirra sögn neitað að skrá ferðalangana út af hótelinu, vegna ótta um að hótelið fá ekki greitt fyrir dvöl þeirra, fari félagið á hausinn. Talið er að 600 þúsund ferðalangar séu í ferðalögum á vegum félagsins, sem er elsta ferðaþjónustufyrirtæki Bretlands. Um 20 þúsund starfa fyrir félagið, þar af níu þúsund í Bretlandi.
Bretland Tengdar fréttir Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28